Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Íbúð í miðbænum gerð út fyrir 700 þúsund krónur á mánuði

Í vik­unni voru fimm her­bergi í íbúð í mið­bæn­um aug­lýst til leigu fyr­ir sam­tals 700.000 krón­ur á mán­uði. Mik­il að­sókn hef­ur ver­ið í þau að sögn leigu­sal­ans. En hann seg­ist hafa mið­að verð­ið við mark­að­inn. Formað­ur leigj­enda­sam­tak­anna seg­ir þetta grimmi­lega og mis­kunn­ar­lausa sjálf­töku.

Íbúð í miðbænum gerð út fyrir 700 þúsund krónur á mánuði
Formaður leigjendasamtakanna segir að engin bönd virðist halda húsaleigu. „Þetta er bara skelfileg, kerfisbundin og miskunnarlaus fjárkúgun. Þetta er ekkert annað.“ Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ívikunni voru fimm herbergi í 155 fermetra íbúð á Fjólugötu auglýst til leigu. Samtals er leiguverðið fyrir íbúðina 700 þúsund krónur. Auglýsingarnar eru nú allar horfnar af auglýsingasíðunni og leigjendur því sennilega fundnir í öll herbergin.

Minnstu herbergin í íbúðinni eru 7 og 8 fermetrar á stærð. Uppsett verð er 130.000 krónur á mánuði fyrir það hvort um sig, auk 260.000 króna tryggingar. Þá kosta 10 og 11 fermetra herbergin 140.000 á mánuði. Stærsta herbergið er 17 fermetrar en uppsett leiguverð fyrir það eru 160.000 krónur. 

7 fermetrarHerbergi sem auglýst var á 130 þúsund krónur á mánuði í vikunni.

Mikil aðsókn þrátt fyrir verðið

Heimildin hafði samband við leigusalann og spurði hvernig verðin væru ákvörðuð. Hann sagði að þau hefðu reynt að átta sig á því hvert markaðsverðið væri með því að gúgla. „Við fórum bara dálítið blint í sjóinn. Settum einhver verð. Það voru sumir að …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það er eitt að leigja út herbergi annað að kaupa íbúðir á yfirverði og láta leigjendur borga lánin! Og væntanlega bara eitt baðherbergi fyrir þetta sambýli! Hér áður þurfti sérbað að fylgja leiguíbúðum til að sveitarfélög niðurgreiddu leigu. Þessar okurkytrur eru þá væntanlega án nokkurs leigustuðnings líka og ,,leigjendurnir" mega kannski ekki hafa lögheimili þarna heldur?
    5
  • LVL
    Lárus Viðar Lárusson skrifaði
    “Enn fremur væru 700 þúsund krónur ekki nægilega há upphæð til að standa undir mánaðarlegum útborgum af óverðtryggðu láni til 20 ára fyrir eignina.“

    Þessi hugsunarháttur, að húsnæði sé fjárfesting sem eigi að skila arði, þetta er stór hluti vandans. Leigjendur eiga ekki að niðurgreiða húsnæði eigandans heldur borga fyrir tímabundin afnot.
    15
    • HPE
      Helgi Páll Einarsson skrifaði
      Þessi framsetning er alveg svívirðileg. Það ættu að vera mjög háar kröfur um eigið fé fyrir kaup á íbúðarhúsnæði umfram það sem þú býrð í. Það að leigusalanum skuli detta í hug að réttlæta verðið með svona dæmi segir allt sem segja þarf um vandamálið — og þetta er vandamál sem væri mjög auðvelt að leysa.
      3
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Eins og Helgi Páll segir, þá er þetta vandamál sem væri mjög auðvelt að leysa - ef pólitískur vilji væri fyrir hendi: Með örfáum einföldum pennastrikum væri gerð krafa um að allt útleiguhúsnæði umfram 1 aukaíbúð/herbergi hvers leigusala væri skráð sem atvinnuhúsnæði. Um atvinnuhúsnæði gilda aðrar reglur og gjöld, og þar með fara líka að gilda flokkar í deiliskipulagi og ákvarðanir sveitarfélaga um hvar þau vilja sjá t.d. skammtímaleigu.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
1
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
6
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu