Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi“

Stór­tæk skóg­rækt á Ís­landi gæti sam­kvæmt nið­ur­stöð­um nýrr­ar rann­sókn­ar skil­að litl­um ef nokkr­um ávinn­ingi fyr­ir lofts­lag­ið. „Það er ekki hægt að gróð­ur­setja bara tré og ætla þannig að redda mál­un­um og bjarga heim­in­um,“ seg­ir Pawel Wasowicz, doktor í grasa­fræði. Nátt­úr­an sé ekki ein­föld og á hana ekki hægt að leika.

„Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi“
Stórtæk skógrækt „Það þarf að setja rétt tré á réttan stað, eins og stundum er sagt,“ segir grasafræðingurinn Pawel Wasowicz. „En að setja hvaða tré sem er, hvar sem er, hjálpar ekki neitt.“ Mynd: Golli

Trumpískir loftslagsafneitarar“ og „auðnusinnar“ eru lýsingar sem hafa verið látnar flakka á samfélagsmiðlum um þá sem deilt hafa fréttum af nýrri rannsókn á notkun skógræktar í nafni loftslags – aðgerð sem mikið hefur verið horft til, m.a. af stjórnvöldum hér á landi, í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Svo heitar hafa umræðurnar verið að tala má um hávaðarifrildi.

 „Að mínu viti er ekki tilefni til að rífast mikið um þetta því hér eru á ferðinni niðurstöður rannsókna, sem birtar hafa verið í einu virtasta vísindatímariti heims,“ segir Pawel Wasowicz, doktor í grasafræði, sem starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „En við þurfum að ræða þetta og ræða hvaða þýðingu þetta gæti haft.“ Það þurfi að gera með málefnalegum hætti, á vísindalegum grunni og helst án mikillar tilfinningasemi.

GrasafræðingurPawel Wasowicz.

Tilvist rannsóknarinnar sem vakið hefur þessi tilfinningaríku viðbrögð varð íslenskum almenningi fyrst ljós í frétt á vef RÚV 11. apríl undir fyrirsögninni: …

Kjósa
52
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • jon petur kristjansson skrifaði
    Mengum meir með innflutning á milljónum tonna af timbri ! Auðvitað frekar en að rækta nytjaskóga bara sjálf, Flutningaskip menga milljón sinnum meir en bílar á jörðinni. Tré hafa ekkert að gera með endurkast frekar en sjórinn, það er endurkast frá öllu ! en það gera smáagnir í andrúmsloftinu aftur á móti (koma í veg fyrir að hiti fari úr andrúmsloftinu) ! Svona kjaftæði kemur beint út úr Sérhagsmunagæslu frá vísindamönnum sem búa á einu mengaðasta svæði í Veröldinni ! Og votlendiskjaftæðið er rugl ! Tré taka í sig Koltvísýring allt árið og spara innflutning ! Votlendi er bara Vatnsflaska með úldnum plöntum og þjónar núll tilgangi enda frosin jörð minnst 4-5 mánuði á ári !!
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Hér gera tvö gáfumenni alvarlegar athugasemdir við grein Paawels án þess auðvitað að hafa nokkra þekkingu á málefninu. En kannski hagsmuni
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Hm allir vilja vera vitrir nú til dags en í Íslendingasögum er sagt að hafi verið mun meiri skógur hér þá en er nú og var mun hlýrra minni jöklar sem auðvitað fylgir hlýum loftmassa, en er á því að nátúran fari í hringi og eitthvað sem við ráðum engan veginn við, en heldur vil ég sjá skoga en örfoka land og halda því fram að skógrækt á Íslandi bjargi öllu er bara fásinna að halda slíku fram eins og það er fásinna að halda því fram að eigi að ganga hægt um gleðinar dyr í skógrækt, skógrækt gerir meira en að binda kolefnið hún bindur jarðveginn og kemur í veg fyri örfoka land, vil meina að skógrækt sé af hinu góða bæði fyror land og fólk.
    -2
  • Gunnlaugur H. Jónsson skrifaði
    Það má hafa í huga að það skaðar ekki að það hlýni á norðurhveli þegar þar er frost og snjór yfir jörð. Kolefnisbinding á norðurhveli gagnast hins vegar ollum heiminum því hún minnkar CO2 í ollum lofthjúpnum og dregur úr gróðurhúsaáhrifum.
    -4
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Gunnlaugur, þú gleymdir alveg að lesa greinina; þar er verið að fjalla um að mögulega vegur hitnun vegna minna endurkasts alveg upp gróðann af kolefnisbindingunni og kannski rúmlega það. Og ef kolefnisbindingin væri á formi lauftrjáa sem endurkasta betur birtu sólar, þá væri það betra.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu