Karl Ágúst Úlfsson er einn ástsælasti leikari og höfundur þjóðarinnar. Hann hefur látið sig samfélagsmál varða í áratugi, fyrst á vettvangi Spaugstofunnar, sem valdamenn töldu að væri á mála hjá óvinveittum öflum. Hann segir að sig svíði þegar níðst er á lítilmagnanum og hvernig feðraveldið verji sig þegar kynferðislegt ofbeldi kemst á dagskrá. Ný bók hans, Átta ár á samviskunni, er safn smásagna um fólk í sálarháska.
FréttirUppreist æru
Vaknaði af martröð um Róbert Downey þegar rannsókn var hætt á minnisbók með nöfnum stúlkna
Minnisbók Róberts Downey með nöfnum 335 stúlkna verður ekki rannsökuð frekar af lögreglu, þar sem ekki hefðu fundist nægar vísbendingar um að brot hefðu verið framin, og þau væru fyrnd ef svo væri. Glódís Tara Fannarsdóttir, ein þeirra sem hann braut gegn og var skráð í minnisbókinni, mótmælir harðlega.
Fréttir
Hópur Íslendinga útilokaður frá borgararéttindum vegna seinagangs ráðuneytisins
Ekkert bólar á frumvarpi dómsmálaráðuneytisins sem taka átti á flekkun mannorðs. „Gengur gegn skuldbindingum réttarríkisins við þegnana,“ segir héraðsdómari.
Fréttir
„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum
Dómsmálaráðuneytið gerði umboðsmanni Alþingis upp skoðanir og gaf ranglega til kynna að hann hefði lagt blessun sína yfir framferði Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.
Fréttir
Hert á leyndinni eftir að Robert Downey sótti um uppreist æru
Bréf frá dómsmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins stemma illa við eina helstu málsvörn dómsmálaráðherra fyrir að hafa deilt upplýsingum, sem að öðru leyti voru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál, með Bjarna Benediktssyni.
Fréttir
Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör
Dómsmálaráðuneytið svaraði upplýsingabeiðni þingkonu með villandi hætti og gaf ranglega til kynna að umboðsmaður Alþingis hefði lagt blessun sína yfir framferði Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.
Fréttir
Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“
Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu sýna að gætt var sérstaklega að því að forseti fengi sem minnst að vita um bakgrunn og brot manna sem fengu uppreist æru. Guðni forseti er samt eini handhafi ríkisvalds sem baðst afsökunar á þætti sínum í að veita kynferðisbrotamönnum uppreist æru.
Fréttir
Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“
Dómsmálaráðuneytið afhenti fjölmiðlum ekki bréf sem fyrrverandi hæstaréttardómari og þekktur sjálfstæðismaður sendi fyrir hönd kynferðisbrotamannsins Roberts Downey. Minnst var sérstaklega á Jón Steinar í minnisblaði til ráðherra.
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Stefnumál væntanlegs dómsmálaráðherra nýrrar stjórnar: Að hlífa valdafólki við umræðu
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra talaði við dómara landsins um að þrengja leyfi fólks til umræðu um opinberar persónur. Umræða um viðskipti Bjarna Benediktssonar og meðmæli föður hans með uppreist æru barnaníðings flokkast undir það.
Fréttir
Robert Downey býr vel á Spáni: „Nei, nei, nei”
Robert Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum, býr í glæsilegu húsi í Íslendingasamfélagi í La Marina á Spáni. Neitaði að svara spurningum Stundarinnar. Barnafólk óttast að hann taki upp fyrri hætti. Spænska lögreglan látin vita af fortíð hans.
Pistill
Þorgeir Helgason
Að brjóta lög og bíta höfuðið af skömminni
Sjálfstæðisflokkurinn fékk það loksins í hausinn að skeyta engu um upplýsingarétt almennings.
Viðtal
Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin
Glódís Tara, Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir stóðu fyrir átakinu #höfumhátt og léku lykilhlutverk í atburðarásinni sem endaði með því að stjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins var slitið. Stundin ræddi við þær um framgöngu ráðamanna, eftirköst stjórnarslitanna, viðbrögð Alþingis við baráttu þeirra og tilraunir stjórnvalda til að breiða yfir óþægilegan raunveruleika.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.