Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið af­henti fjöl­miðl­um ekki bréf sem fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari og þekkt­ur sjálf­stæð­is­mað­ur sendi fyr­ir hönd kyn­ferð­is­brota­manns­ins Roberts Dow­ney. Minnst var sér­stak­lega á Jón Stein­ar í minn­is­blaði til ráð­herra.

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, ýtti á eftir innanríkisráðuneytinu þegar beiðni Roberts Downey um uppreist æru hafði velkst þar um í hátt í tvö ár.

„Jákvæð afgreiðsla á erindi umbj. míns er án nokkurs vafa þýðingarmikill liður í að koma lífi hans í samt lag á ný eftir þá hrakninga sem hann lenti í á tímabili og leiddu til dóms Hæstaréttar,“ segir í bréfi sem Jón Steinar sendi ráðuneytinu þann 14. júlí 2016. „Með vísan til ofanritaðs leyfi ég mér að óska eftir að ráðuneytið verði við ósk umbj. míns hið fyrsta.“ 

Í minnisblaði sem skrifstofa almannaöryggis í innanríkisráðuneytinu sendi þáverandi ráðherra og ráðuneytisstjóra, þeim Ólöfu Nordal og Ragnhildi Hjaltadóttur, þann 19. ágúst sama ár var vísað sérstaklega til þess að ráðuneytinu hefði borist „bréf frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hrl., þar sem farið er þess á leit að ráðuneytið verði við ósk umbjóðanda síns hið fyrsta“. Skömmu síðar var beiðni Roberts um uppreist æru samþykkt og bréf þess efnis sent forseta til undirritunar. 

Alþingi fékk ekki bréfið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, óskaði eftir gögnunum á grundvelli 51. gr. þingskaparlaga með stuðningi Jóns Þórs Ólafssonar og Svandísar Svavarsdóttur, nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þann 20. október síðastliðinn. Var meðal annars farið fram á öll gögn, minnisblöð og önnur skjöl sem tilgreind eru á lista yfir málsgögn í málum kynferðisbrotamannanna Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

Samkvæmt þingsköpum hafði ráðuneytið sjö daga frest til að svara upplýsingabeiðninni, en þegar þingkosningar fóru fram þann 28. október hafði ekki borist svar. Eftir kosningar var svo nefndarmönnum neitað um gögnin á þeim grundvelli að umboð þeirra til að fá aðgang að upplýsingum samkvæmt þingskaparlögum væri útrunnið.

Þórhildur Sunna sendi því ráðuneytinu upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga þann 15. nóvember síðastliðinn og fékk loks svör í vikunni. Á meðal gagnanna er bréf Jóns Steinars til ráðuneytisins, en það var ekki afhent fjölmiðlum þegar veittur var aðgangur að gögnum um uppreist æru í september síðastliðnum.

Jón Steinar er fyrrverandi hæstaréttardómari til margra ára og virðingarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Í bréfi sínu til ráðuneytisins kallar hann eftir því að beiðni Roberts Downey verði afgreidd sem fyrst.

„Ekki verður betur séð en umbj. minn uppfylli skilyrði laga til að verða megi við erindi hans,“ skrifar Jón Steinar og bætir því við að Robert Downey hafi „sent ráðuneytinu gögn sem sýna að hegðun hans hefur verið óaðfinnanleg eftir að afplánun lauk“. 

Robert Downey hafði samband við forseta

Áður hefur verið birt bréf sem Robert Downey sendi ráðuneytinu, en í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum er einnig að finna bréf sem Robert sendi bæði Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta Íslands, og Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, þann 8. apríl 2016. 

Robert Downey

Í bréfi sínu kvartar Robert Downey yfir því að aðili sem hafði skömmu áður fengið uppreist æru hefði hlotið „margfallt þyngri dóm“ en hann sjálfur. „Það eru vinsamleg tilmæli mín að svar berist mér sem fyrst en eigi síðar en 1. maí n.k. Þá óskast svarið einnig sent í tölvupósti, þar sem ég dvel mikið í útlöndum og er því oft fjarverandi,“ skrifar Robert. 

Mál hans hafði á þessum tíma verið rúmlega eitt og hálft ár til meðferðar í ráðuneytinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk málið á sitt borð þann 7. október 2014, en hún sagði af sér embætti þann 21. nóvember og Ólöf Nordal tók við. Ólöfu barst minnisblað frá embættismanni í ráðuneytinu, Skúla Þór Gunnsteinssyni, með tillögu um uppreist æru Roberts Downey þann 16. desember og svo aftur 4. maí 2015. Nokkrum dögum síðar, 13. maí 2015, átti sami embættismaður fund með aðstoðarmanni ráðherra – Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð sem nú er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – en hún tjáði honum að „ráðherra yrði að fá tíma til að kynna sér málið betur“. 

Þann 19. ágúst 2016 fékk Ólöf Nordal enn einu sinni inn á borð til sín minnisblað um mál Roberts Downey. Þar er tekið fram að það sé „áratuga undantekningalaus framkvæmd, a.m.k. sl. 35 ár, að ef umsækjandi um uppreist æru uppfyllir [...] lögformleg skilyrði til að hljóta uppreist æru, er hún veitt“. 

Í minnisblaðinu segir einnig: „Það skal sérstaklega tekið fram að ekki er gerður áskilnaður í lögum að ekki sé um að ræða tiltekna tegund brots. Tegund brots eða sakarferill hafa því engin áhrif um mat á hvort veita skuli uppreist æru.“

Loks er minnst á bréf Jóns Steinars og lagt til, með vísan til alls þessa, að Robert Downey fái uppreist æru. Ráðherra og ráðuneytisstjóri skrifuðu undir tillöguna þann 14. september og svo Guðni Th. Jóhannesson forseti tveimur dögum síðar. 

Árétting kl. 16:40
Upphaflega mátti skilja af fréttinni að minnisblaðið, þar sem minnst er á bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hefði ekki borist Alþingi fyrr en nú. Hið rétta er að einungis bréfið sjálft var ekki afhent fyrr en nú. Þá fylgdi hvorki bréf Jóns Steinars né bréf Roberts Downey til forseta með í gagnapakka sem fjölmiðlar fengu í september. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ragnhildur Helgadóttir
2
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
9
Aðsent

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Af­staða heim­sæk­ir skóla

Af­staða, fé­lag fanga og áhuga­fólks um betr­un, mun á næstu dög­um og vik­um senda for­svars­fólki grunn­skóla, fram­halds­skóla, fé­lags­mið­stöðva og lög­reglu er­indi og bjóða upp á heim­sókn. Þeg­ar Af­staða hef­ur heim­sótt fram­halds- og há­skóla kem­ur þar fram ungt fólk sem hef­ur sjálft lent á glæpa­braut­inni og miðl­ar af reynslu sinni. Fé­lag­ið boð­ar til sam­starfs­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp kom­in er í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
4
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
6
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
7
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Ragnhildur Helgadóttir
10
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
7
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár