Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið svar­aði upp­lýs­inga­beiðni þing­konu með vill­andi hætti og gaf rang­lega til kynna að um­boðs­mað­ur Al­þing­is hefði lagt bless­un sína yf­ir fram­ferði Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

Umboðsmaður fór fram á að ráðuneytið leiðrétti villandi svör
Réttast að skrá símtalið Umboðsmaður Alþingis lýsti því sjónarmiði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í september að dómsmálaráðherra hefði átt að skrá símtal sem hún átti við þáverandi forsætisráðherra þar sem hann var upplýstur um umsögn sem faðir hans hafði gefið barnaníðingi. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Dómsmálaráðuneytið veitti villandi upplýsingar í svari við upplýsingabeiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, og gaf ranglega í skyn að umboðsmaður Alþingis hefði lagt blessun sína yfir það hátterni ráðuneytisins að skrá ekki símtal Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við Bjarna Benediktsson þegar Bjarni var upplýstur um að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði veitt kynferðisbrotamanninum Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru. 

Hið rétta er að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, lýsti því sjónarmiði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 21. september að samkvæmt lögum og reglum hefði ráðherra átt að skrá umrætt símtal. Ráðuneytið sendi Þórhildi Sunnu bréf og baðst velvirðingar á ónákvæmum svörum eftir að umboðsmaður hafði samband við ráðuneytið og benti á að framsetning í bréfi þess væri til þess fallin að valda misskilningi. 

Sögðu umboðsmann hafa farið yfir málið 

Báðust velvirðingarRáðuneytið bað þingkonu Pírata um að afsaka villandi svör eftir að umboðsmaður Alþingis hafði samband,

Í fyrra bréfi ráðuneytisins til Þórhildar var fullyrt að ráðuneytinu hefði ekki borið að skrá símtalið og vitnað til fundar þingnefndarinnar með umboðsmanni því til stuðnings. „Í því ljósi var ekki skylt að skrá símtalið sbr. 2. [gr.] reglna um skráningu samskipta í Stjórnarráði Íslands. Um þetta hefur verið fjallað ítarlega og hefur Umboðsmaður Alþingis m.a. farið yfir þennan þátt málsins með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hinn 21. september sl,“ sagði í bréfinu. Raunin er hins vegar sú að umboðsmaður tók skýrt fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann teldi að ráðherra hefði borið að skrá símtalið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár