Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðherra: „Slæm ráðstöfun“ að veita albönsku fjölskyldunum ríkisborgararétt

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að lög­regl­an fari ekki óvopn­uð í Víð­ines þar sem hæl­is­leit­end­ur dvöldu.

Forsætisráðherra: „Slæm ráðstöfun“ að veita albönsku fjölskyldunum ríkisborgararétt

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að það hafi verið „slæm ráðstöfun“ að veita albönskum fjölskyldum með langveik börn ríkisborgararétt á Íslandi árið 2015. Íslendingar þurfi að beita ströngum reglum til að tryggja að „við fáum ekki yfir okk­ur millj­ón flótta­menn“, jafnvel taka upp kerfi þar sem fólki sé ekki hleypt inn í landið án vegabréfsáritunar.

Þetta er haft eftir Bjarna í frásögn Morgunblaðsins af fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í gær, en þar sat forsætisráðherra fyrir svörum. Bjarni mun hafa sagt að lögreglan hætti sér ekki óvopnuð í Víðines þar sem fjöldi hælisleitenda biði úrlausnar sinna mála. Rétt er þó að taka fram að nokkrir mánuðir eru síðan aðstöðu Útlendingastofnunar á Víðinesi var lokað. Bjarni sagði erfitt að horfa á eftir miklum fjármunum sem varið væri til hælisleitendamála. Engu að síður þyrfti að virða mannúðarsjónarmið og mannréttindi. 

„Það var slæm ráðstöf­un að fara rík­is­borg­ara­leiðina í Alban­íu­mál­inu. Það má kannski segja að við höf­um með ein­hverj­um hætti misst stjórn á því máli sem endaði svona,“ sagði Bjarni um þá ákvörðun Alþingis að veita Pepaj-fjölskyldunni og Phellumb-fjölskyldunni ríkisborgararétt í desember 2015. Mál fjölskyldnanna höfðu vakið mikla athygli, ekki síst vegna yngstu fjölskyldumeðlimanna, Kevin litla sem glímir við ólæknandi slímseigjusjúkdóm og Arjans sem er með hjartagalla. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur hert verulega á stefnu Íslands í hælisleitendamálum frá því hún tók við í janúar, meðal annars með því að svipta tiltekna hópa hælisleitenda réttinum til að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar um brottvísun frestað vegna kæru til æðra stjórnvalds eða dómstóla og með því að svipta hælisleitendur réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og þeir bíða þess að vera sendir úr landi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur lýst stefnunni sem svo að mæta eigi ákveðnum hópi hælisleitenda með „hörðum stálhnefa“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár