Ramazan Fayari er máttfarinn, fölur og niðurdreginn. Augnaráðið í björtum augunum er fjarrænt og hann á það til að taka með báðum höndum um höfuðið á sér og grúfa sig niður í borðið. Svengdin er farin að segja til sín en hann hefur ekkert borðað frá því hann fékk þær fréttir að beiðni hans um frestun réttaráhrifa hefði verið synjað. Þriðja neitunin og yfirvofandi er brottvísun til Svíþjóðar, þaðan sem hann verður sendur aftur til Afganistan. Það eina sem Ramazan hefur nú vald yfir í eigin lífi er hvað hann setur ofan í sig og þess vegna ákvað hann að fara í hungurverkfall.
„Ég vil frekar deyja á Íslandi en í Afganistan,“ útskýrir þessi ungi piltur, sem að eigin sögn er 17 ára en íslensk stjórnvöld hafa við meðferð málsins ákveðið að sé fullorðinn maður.
Við sitjum í dimmum sal í kjallara Laugarneskirkju. Við borðið sitja tveir aðrir ungir menn …
Athugasemdir