Íran fékk kjarnorkuna með hjálp vesturveldanna. Nú reynir Joe Biden Bandaríkjaforseti að endurlífga sáttmálann sem Donald Trump rifti og fá Írana til að samþykkja að framleiða engin kjarnorkuvopn. Ísraelar sæta færis til að stöðva samkomulagið.
Úttekt
Framtíð Mið-Austurlanda í höndum Írana
Íranska þjóðin er sofandi risi að mati sérfræðinga í málefnum Mið-Austurlanda.
ViðtalCovid-19
Stúdentagarðar sendu kröfu peningalauss nemanda í innheimtu í miðjum faraldri
Íranskur meistaranemi fékk taugaáfall eftir að hún flutti á Stúdentagarða. Sálfræðingur hennar hvatti hana til að skipta um húsnæði umsvifalaust. Úrskurðarnefnd Stúdentagarða neitaði umsókn hennar um að losna undan leigusamningi og sendi útistandandi skuld í innheimtu. Háskóli Íslands steig á endanum inn í málið og borgaði skuld hennar.
Fréttir
Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
„Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segja kennarar í Hlíðaskóla í áskorun til dómsmálaráðherra vegna þess að transstrákurinn Maní frá Íran verður fluttur úr landi á mánudag.
Greining
Ólánssaga úkraínskra flugvéla
Flugvélar frá og yfir Úkraínu hafa reglulega lent í vanda. Milliríkjadeilur eiga stundum sök.
Greining
Stríðsástand við Persaflóa
Ný stríðsátök við Persaflóa virðast nánast óhjákvæmileg eftir skæðar árásir á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu. Árásirnar drógu verulega úr framleiðslugetu og hækkuðu strax heimsmarkaðsverð olíu. Írönum er kennt um og Trump Bandaríkjaforseti segist aðeins bíða eftir grænu ljósi frá Sádum til að blanda sér í átökin.
Fréttir
Krónprins bin Ladens
Bandarísk yfirvöld hafa heitið einni milljón dollara í fundarlaun fyrir upplýsingar um dvalarstað Hamza bin Laden en hann er sonur og arftaki hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden. Óttast er að hann sé að endurskipuleggja og efla al Kaída-samtökin á ný en Hamza á að baki erfiða og skrautlega æsku sem markaðist mjög af blóðþorsta föður hans og staðfestu móður hans.
Fréttir
Skólafélagar og kennarar berjast fyrir Zainab
Það var tilfinningaþrungin stund í Hagaskóla í gær, þegar Zainab Safari, fjórtán ára stelpa frá Afganistan, lýsti lífi sínu fyrir skólafélögum sínum og kennurum. Réttindaráð Hagaskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er mótmælt harðlega að vísa eigi Zainab, móður hennar og litla bróður, úr landi.
Viðtal
Næturnar voru algert helvíti
Í nokkur ár hafa Bjarni Klemenz og Eshan Sayed Hoseiny, eða Eshan Ísaksson, spilað saman fótbolta. Þegar Bjarni tók Eshan tali kom í ljós að hann fær bæði sektarkennd og martraðir vegna þess sem gerðist þegar hann varð sendisveinn smyglara í Tyrklandi. Sjálfur hafði hann verið svikinn á flóttanum, eftir að hafa farið fótgangandi frá Íran yfir landamærin til Tyrklands með litla bróður sínum.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Fyrir hverja barðist Haukur Hilmarsson?
Illugi Jökulsson hefur alltaf borið djúpa virðingu fyrir sjálfstæðisþrá og þolgæði Kúrda.
Viðtal
Ástin beygði valdið
Amir Shokrgozar og Jóhann Emil Stefánsson gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.
Fréttir
Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning
Amir giftist íslenskum unnusta sínum á dögunum. Nú þurfa þeir að selja bílinn sinn til þess að greiða íslenskum yfirvöldum kostnaðinn við að flytja hann nauðugan úr landi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.