Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stúdentagarðar sendu kröfu peningalauss nemanda í innheimtu í miðjum faraldri

Ír­ansk­ur meist­ara­nemi fékk tauga­áfall eft­ir að hún flutti á Stúd­enta­garða. Sál­fræð­ing­ur henn­ar hvatti hana til að skipta um hús­næði um­svifa­laust. Úr­skurð­ar­nefnd Stúd­enta­garða neit­aði um­sókn henn­ar um að losna und­an leigu­samn­ingi og sendi úti­stand­andi skuld í inn­heimtu. Há­skóli Ís­lands steig á end­an­um inn í mál­ið og borg­aði skuld henn­ar.

„Mér fór að líða svo illa í þessari byggingu. Ég fann fyrir svo mikilli innilokunarkennd að ég gat ekki andað. Ég gat ekki haldið ró minni.“ Svona lýsir Negar, 31 árs kona frá Íran sem stundar nám á Íslandi, dvöl sinni á Mýrargarði, nýrri byggingu Stúdentagarða. Hún segir að andlegt þol hafi verið lítið sem ekkert eftir erfiðan vetur. Undirliggjandi þunglyndi og kvíði blossuðu upp og hún varð óhuggandi í þessu ástandi. Slík var neyðin að hún þurfti að leita til bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans.

Í byrjun febrúar bað Negar um lausn undan leigusamningi sínum. Í úthlutunarreglum Stúdentagarða er tekið fram að uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir, en ef sérstakar ástæður séu fyrir hendi sé hægt að stytta hann niður í einn mánuð. Negar sagðist vera að fylgja læknisráðum, að hún hafi þurft að skipta um umhverfi eins fljótt og auðið væri. Sálfræðingur hennar tók undir orð hennar.

Ekki barst svar frá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár