Í árslok 1993 keypti Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, ríkisfyrirtækið SR-mjöl af Ríkinu. Ríkisendurskoðun rannsakaði þá einkavæðingu og taldi að Benedikt og viðskiptafélagi hans, Jónas Aðalsteinsson, hefðu fengið að kaupa fyrirtækið á umtalsverðu undirverði og reglur um söluna hafi verið brotnar.
Í skýrslu um einkavæðinguna í apríl árið 1994 sagði: „Ríkisendurskoðun telur að þeim verklagsreglum sem samþykktar voru af ríkisstjórninni 12. október 1993 og fylgja skal við framkvæmd á einkavæðingu hafi ekki verið fylgt sem skyldi við undirbúning og sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf. Að mati stofnunarinnar var sú ráðgjöf sem stjórnvöld fengu við söluna, ekki að öllu leyti eins vönduð og æskilegt hefði verið.“
Ríkisendurskoðun gerði ekki einungis athugasemdir við undirbúning, ráðgjöf og sjálfa söluna, heldur einnig þá staðreynd að verðið sem fékkst fyrir fyrirtækið, var einungis helmingur þess félagið var sagt eiga í eignum umfram skuldir.
„Samanburður á mati tilboðsgjafa á framtíðartekjuvirði SR-mjöls hf. og mati VÍB bendir …
Og þegar ungur temur það sem gamall venur þá þarf ekki að undra að íslendingar teljist varhugaverðir þegar sá ungi er fjármálaráðherra landsins.
Endurstofnverð fyrirtækisins var metið á 5 milljarða á þeim tíma.
Það lá á að selja áður en gengið var í ESS 1995, þá hefði orðið að auglýsa á Evrópska efnahagssvæðinu.