Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gögn sýna útsendara Samherja ræða við mútuþega um að hylja peningaslóðina

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, ásak­aði upp­ljóstr­ar­ann í Namib­íu og ávítti fjöl­miðla fyr­ir um­fjöll­un um mútu­mál fé­lags­ins í Namib­íu. Nú sýna ný gögn að rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur­inn Jón Ótt­ar Ólafs­son sem Þor­steinn kvaðst hafa sent til Namib­íu átti í sam­skipt­um við mútu­þeg­ann James Hatuikulipi sumar­ið 2019 um hvernig tek­ist hefði að hylja slóð pen­inga­greiðsln­anna.

Gögn sýna útsendara Samherja ræða við mútuþega um að hylja peningaslóðina
Rannsóknarlögreglumaður og forstjórinn Jón Óttar Ólafsson, útsendari yfirstjórnar Samherja í Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins Mynd: Heiða Helgadóttir

Trúverðugleiki málsvarnar Samherja í mútumáli félagsins í Namibíu hefur beðið hnekki, þar sem gögn sýna að fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem Samherji sendi til Namibíu, ræddi við einn mútuþegann um sumarið 2019 um að halda peningaslóðinni hulinni fyrir yfirvöldum.

Þetta gerðist þremur árum eftir að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og uppljóstrari í málinu, lét af störfum hjá Samherja. Útgerðarfélagið hefur haldið því fram í málsvörn sinni að Jóhannes Stefánsson hafi stýrt Namibíustarfseminni með vafasömum hætti og bendlað Samherja við mögulega misjafna hluti. 

Gögnin, sem eru tölvupóstar frá Jóni Óttari til James Hatuikulipi sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mútuþægni,  birtast í greinargerð ríkissaksóknara Namibíu vegna mútumálsins sem tengist þarlendri starfsemi stærsta útgerðarfélags Íslands, Samherja. Greinargerðin tengist sex einstaklingum og er sett fram á grundvelli saksóknar vegna skipulagðrar glæpastarfsemi.

Fjallað er ítarlega um málið í Kveik á RÚV í kvöld og vísað í greinargerðina. Stundin hefur umrædda greinargerð einnig undir höndum. 

Tölvupóstanir sýna opinbera einnig að Jón Óttar hefur verið ennþá meira viðriðinn Namibíustarfsemi Samherja og samskipti útgerðarfélagsins við hina grunuðu mútuþega en hingað til hefur verið talið og legið fyrir.  Jón Óttar hefur meðal annars verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna þess að hann hefur áreitt uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson, sem og Helga Seljan, fréttamann Kveiks. 

„Við viljum ekki búa til gögn þar sem talað er um að fiskur hafi verið afhentur og svo finna þeir slóð peninganna.“

Samskipti fyrir afhjúpun mútumálsins

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem áður starfaði fyrir Samherja í Seðlabankamálinu svokallaða, átti í samskiptum við James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann namibíska rík­is­út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fishcor, vorið 2019, eftir að rannsókn á málinu hófst í Namibíu en hálfu ári áður en Kveikur, Stundin og Al Jazeera greindu frá smáatriðum málsins, um slóð peninganna.

„Ég held að þeir muni ekki hafa uppi á þeim greiðslum sem greiddar voru úr landi. Við höfum lokað þeim reikningum. Auk þess hafa þeir ekki burði til þess að fara á eftir flóknum aflandsviðskiptum,“ segir Jón Óttar í skilaboðum til Hatuikulipi í tölvupósti, samkvæmt gögnum saksóknara í Namibíu. Samskiptin fundust á farsíma Hatuikulipi, sem hann notaði undir dulnefninu. Tölvupóstarnir voru sendir þann 28. maí árið 2019. 

 

Samskipti Jóns Óttars og James HatuikulipiEfni samtalsins er hvort yfirvöld hafi getuna til að rekja greiðslur „erlendis“, sem fóru eftir flóknum aflandssvæðum.

Í öðrum tölvupósti segir Jón Óttar við James: „Við viljum ekki búa til gögn þar sem talað er um að fiskur hafi verið afhentur og svo finna þeir slóð peninganna.“

Eins og fjallað hefur verið um greiddi Samherji mörg hundruð milljónir króna til fyrirtækis James Hatukulipi í Dubaí í skiptum fyrir hestamakrílskvóta sem Samherji fékk úthlutað í svokölluðum Namgomar-viðskiptum. Namgomar-viðskiptin voru byggð á milliríkjasamningi á milli Namibíu og Angóla sem var undirritaður gagngert til að Samherji gæti fengið umræddan kvóta. Þessi viðskipti eru nú rannsökuð sem ætlað samsæri (e. perjury) í Namibíu. 

Eigandi TundavalaJames Hatuikulipi var eigandi Tundavala Investments sem tók við greiðslunum frá félögum Samherja sem Jón Óttar taldi mikilvægt að hylja.

Samhengi ákæruvaldsins

Í greinargerðinni er að finna texta frá ríkissaksóknaranum í Namibíu þar sem tölvupóstar Jóns Óttars eru settir í samhengi. Þar segir að í maí 2019 hafi komið upp áhyggjur, væntanlega hjá samstarfsmönnum Samherja sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, um að einhver myndi komast á snoðir um greiðslurnar til Dubaí og engin gögn væru til sem útskýrði eðli þeirra og sýni fram á réttmæti þeirra. 

Ákæruvaldið vitnar svo í Jón Óttar og það mat að ekki væri æskilegt að búa til pappírsslóð um þessi viðskipti sem mögulega yrði hægt að rekja. Samherji vildi því engin gögn um eðli „ráðgjafagreiðslnanna“. 

Ein af spurningunum sem vaknar við þetta er af hverju Samherji vildi ekki búa til gögn, pappíra, um greiðslur sem fyrirtækið segir í dag að hafi verið eðlilegar ráðgjafagreiðslur og ekki mútur.

Hvað var það þá sem Samherji var hræddur við og vildi fela?

Samherji vildi ekki gögnÁkæruvaldið í Namibíu leggur út frá orðum Jóns Óttars í tölvupóstinum á þann veg að útgerðarfélagið hafi ekki viljað skapa pappírsslóð um greiðslurnar. Spurningin sem eftir stendur er af hverju Samherji vildi ekki búa til gögn um greiðslur sem félagið segi nú að hafi verið eðlilegar.

Kenndu Jóhannesi einum um

Í yfirlýsingu frá Samherja í kjölfar umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera um mútumálið, 11. nóvember í fyrra, tilgreindi Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og þá einn aðaleigenda félagsins áður en afkomendur helstu eigendanna tóku við hlutafénu, að Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í málinu sem ræddi við fjölmiðlana, hefði einn borið ábyrgð á misfellum í rekstrinum í Namibíu, eins og áður hefur verið nefnt. 

„Það sem við teljum rétt að koma á framfæri á þessum tímapunkti er að þegar við urðum þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu sendum við fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá sérstökum saksóknara til Namibíu. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans var niðurstaðan að segja umræddum starfsmanni upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar.“

Nú kemur hins vegar fram í gögnum namibíska ríkissaksóknarans að hátt í þremur árum eftir að Samherji sendi Jón Óttar til Namibíu átti hann í samskiptum við mútuþega um hvort slóð peningagreiðslna í gegnum aflandsfélög séu huldar yfirvöldum.

Mútugreiðslur Samherja héldu áfram að berast mútuþegunum eftir að Jóhannes hætti störfum sem framkvæmdastjóri í Namibíu. Síðustu greiðslurnar sem Kveikur og Stundin greindu frá í fyrra fóru frá reikningum Samherja til félaga Namibíumannann sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í janúar í fyrra, tveimu og hálfu ári eftir að Jóhannes hætti hjá Samherja. Eins og fjallað hefur verið um í Stundinni sýna gögn frá Samherja að Ingvar Júlíusson, og einnig Baldvin Þorsteinsson, hafa stýrt og komið að stjórn félagsins á Kýpur sem greiddi féð til Dubaí sem Jóni Óttari var svo umhugað um að fela. 

Fram hefur komið að Jón Óttar fékk áður 135 milljóna króna greiðslur fyrir störf sín í þágu Samherja vegna Seðlabankamálsins svokallaða. Hann var einn af meginviðmælendum Samherja í myndböndum sem útgerðin kostaði birtingar á um nokkurt skeið á Youtube, í kjölfar þess að umfjöllun um mútumálið kom fram.

„Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og villandi ásökunum frá fyrrverandi starfsmanni sem enn á ný eru matreiddar af sömu aðilum og fjölmiðlum og í Seðlabankamálinu,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í yfirlýsingunni í nóvember síðastliðnum.

Neita ásökunum

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja, á heimasíðu Samherja í kvöld þar sem svarið til Kveiks er birt að greiðslur félagsins fyrir kvóta í Namibíu hafi verið lögmætar.

„Við höfum alfarið neitað því að félög tengd Samherja hafi greitt mútur eða aðrar óeðlilegar greiðslur. Hvort sem það er í tengslum við reksturinn í Namibíu eða annars staðar. Við lítum svo á að greiðslur, í tengslum við reksturinn í Namibíu, séu lögmætar frá sjónarhóli félaga sem tengjast Samherja.“

Í svörum sínum á vef Samherja svarar Björgólfur ekki fyrir orð Jóns Óttars í tölvupóstunum til James Hatukulipi í fyrra þar sem hann ræðir um mikilvægi þess að greiðslurnar fari leynt. Enn frekar svarar Björgólfur því ekki af hverju Jón Óttar hafði áhyggjur af því að löggæsluyfirvöld kæmust á snoðir um greiðslurnar. 

James Hautikulipi og viðskiptafélagar hans sem grunaðir eru um mútuþægni í Samherjamálinu í Namibíu hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmt ár meðan málið hefur verið rannsakað í Namibíu. Á mánudaginn kemur í ljós hvort gæsluvarðhald yfir honum og öðrum sakborningum í málinu verður framlengt eða ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár