Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinnumálastofnun um arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleið: „Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi“

Arð­greiðsl­ur og notk­un Skelj­ungs á hluta­bóta­leið­inni í miðj­um COVID-far­aldr­in­um hafa vak­ið at­hygli. Rík­is­vald­ið hef­ur eins og er eng­in úr­ræði til að bregð­ast við því ef fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér hluta­bóta­leið­ina greið­ir sér einnig út arð en til stend­ur að breyta lög­um vegna þessa. Eft­ir­lit og úr­ræði rík­is­valds­ins í Sví­þjóð eru meiri í þess­um efn­um.

Vinnumálastofnun um arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleið: „Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi“
Hafði ekki hugmyndflug í þetta Olíufélagið Skejlungur greiddi 600 milljóna króna arð til hluthafa félagsins í byrjun apríl og nýtti svo hlutabótaleiðina. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ekki hafa haft hugmyndaflug í að einhver myndi gera þetta. Mynd: Lögreglan

Engin ákvæði eru í lagasetningu um hlutabótaleiðina sem banna arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér þessa leið til að verja rekstrargrundvöll sinn í kjölfar COVID-faraldursins. En Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú boðað að breyta skuli lögunum um hlutabótaleiðina til að reyna að girða fyrir misnotkun. 

Arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, meðal annars olíufélagið Skeljungur á Íslandi, hafa vakið athygli vikunni  og gagnrýni en ekkert í lögunum bannar þær þó stjórnvöld hafi sett fram siðferðisleg tilmæli gegn þeim.

Eins og Stundin greindi frá áþriðjudaginn þá greiddi Skeljungur út 600 milljónakróna arð til hluthafa sinna í byrjun apríl síðastliðinn, eftir að COVID-faraldurinn hafði skollið á og eftir að íslensk stjórnvöld samþykktu lög um meðal annars hlutabótaleiðina.  Skeljungur byrjaði að nýta sér hlutabótaleiðina sex dögum eftir að hafa greitt út arðinn eins og Stundin sagði frá á miðvikudaginn. 

Skeljungur hefur nú séð að sér og ákveðið að endurgreiða hlutabæturnar til ríkisins. Þær voru 6-7 milljónir í apríl.

„Ég hafði ekki hugmyndaflug í þetta“

Datt ekki í hug að leiðin yrði misnotuð

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Stundina að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að hlutabótaleiðin yrði misnotuð með þessum hætti.  „Mér finnst þetta alveg svæsið. Ég skal bara viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug í þetta,“ segir Unnur þegar hún tjáir sig um þá ákvörðun Skeljungs að greiða út arð í byrjun apríl. „Auðvitað eiga fyrirtæki ekki að greiða út arð á meðan þau notfæra sér ríkisaðstoð. Eðlilega fer þetta rosalega fyrir brjóstið á fólki. Þessi fyrirtæki eru á gráu svæði. Þetta gengur ekki upp. Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi. Auðvitað eiga fyrirtækin að hætta við arðgreiðslurnar eða þá að sleppa því að nota hlutabótaleiðina,“ segir Unnur. 

Unnur segir aðspurð að Vinnumálastofnun hafi hvorki haft mannaforráð né tíma til að sinna eftirliti með hlutabótaleiðinni samhliða umsóknum frá fyrirtækjum um að fara þessa leið.  „Aukið eftirlit með hlutabótaleiðinni er ekki hafið. En það eru skýr fyrirmæli frá yfirvöldum um að þegar rykið sest hjá okkur þá eigi að fara í eftirlit. Þetta er bráðaaðgerð, hlutabótaleiðin, og okkar markmið hefur fyrst og fremst verið að verja hagsmuni starfsfólks fyrirtækja. Eftirlitið verður því eftir-á-eftirlit en ekki samtímaeftirlit. Við höfum bara ekki tíma eða mannaforráð í það,“ segir Unnur aðspurð um eftirlitið með hlutabótaleiðinni sem Vinnumálastofnun stundar samhliða meðferð á umsóknum frá fyrirtækjum um að greiða út hlutabætur til fyrirtækja.

Höfðað til siðferðis fyrirtækja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur meðal annars sagt að þó að arðgreiðslur fyrirtækja sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina séu ekki bannaðar þá vilji stjórnvöld að þau sýni ábyrgð. „Auðvitað er það svo að við reiðum okk­ur á að at­vinnu­lífið sýni ábyrgð. En meg­in­mark­miðið er að verja af­komu fólks.“ 

Í þessu tilfelli var ábyrgðinni því alfarið varpað á fyrirtækin sem fá ríkisaðstoðina í formi hlutabótaleiðarinnar. Ríkisvaldið er ekki í neinni stöðu til að grípa inn í ef þessi fyrirtæki greiða sér einnig út arð til dæmis. Ljóst er að þessi tilmæli voru ekki nóg til að koma í veg fyrir arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleiðinni. 

Einnig liggur fyrir að nokkur af fjársterkustu fyrirtækjum landsins, meðal annars Samherji og Bláa lónið, hafa nýtt sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að eiginfjárstaða þessara fyrirtækja sé afar sterk. 

Eftirlit með ríkisaðstoðinni takmarkað 

Samtímis liggur fyrir að almennt eftirlit með hlutabótaleiðinni og framfylgd hennar á Íslandi er tiltölulega lítið. Engin sérstök fjárveiting hefur komið frá ríkisvaldinu til að girða fyrir misnotkun á hlutabótaleiðinni, jafnvel þó búið sé að lengja gildistíma úrræðisins til 31. ágúst. Vinnumálastofnun hefur heldur ekki haft ráðrúm til að leggja aukið púður í eftirlit með misnotkun á þessu tímabundna úrræði, líkt og forstjóri Vinnumálastofnunar, Unnur Sverrisdóttir, ræddi meðal annars um í nýlegu viðtali við Stundina. 

„Auðvitað er það svo að við reiðum okk­ur á að at­vinnu­lífið sýni ábyrgð.“

Sagði Unnur þá að ekkert sérstakt eftirlitsstarf hefði verið sett í gang út af hlutabótaleiðinni umfram hefðbundið eftirlit, í kjölfar COVID-faraldursins. „Við erum með eftirlitsdeild sem á í samstarfi við eftirlitsdeild Ríkisskattstjóra og Vinnueftirlitið hefur líka verið þátttakandi í því. Það er þetta hefðbundna almenna eftirlit á vinnumarkaði. Samstarfið á milli þessara aðila er náið. Svo er hægt að senda ábendingar á heimasíðu Vinnumálastofnunar og þangað hafa verið að berast ábendingar um misnotkun. Svo þarf rykið aðeins að setjast. Við samkeyrum okkar kerfi við skattinn í hverjum mánuði og ef það kemur í ljós að fólk er að hafa mun hærri tekjur en það er að fá frá okkur í hlutabætur þá getum við séð það.“

Til samanburðar hafa til dæmis yfirvöld í Svíþjóð sett 130 sérfræðinga frá sænska skattinum í að fylgjast með og hafa eftirlit með því að hlutabótaleiðin sé ekki misnotuð. 

Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar skipað sérstaka eftirlitsnefnd sem á að hafa eftirlit með brúarlánum, lánum með ríkisábyrgð til fyrirtækja sem eiga í rekstrarerfiðleikum vegna COVID.  Fyrirtæki sem fá slík lán mega ekki greiða út arð. Þessi eftirlitsnefnd hefur hins vegar ekki eftirlit með hlutabótaleiðinni, heldur fer það fram hjá Vinnumálastofnun.

En nú stendur sem sagt að auka eftirlitið með hlutbótaleiðinni á Íslandi. 

Geta skrúfað fyrir ríkisaðstoð

Sams konar umræða um hlutabótaleiðina og misnotkun á henni fer nú fram í Svíþjóð sem einnig tók upp hlutabótaleiðina í kjölfar COVID-faraldursins, rétt eins og Ísland og hin Norðurlöndin. 

Í Svíþjóð var heldur ekki lagt bann við arðgreiðslum út úr fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.En 

Sú stofnun sem hefur eftirlit með hlutabótaleiðinni þar í landi, Tillväxtverket, hefur hins vegar gefið frá sér tilmæli um að það sé „óviðeigandi“ að fyrirtæki sem þiggi tímabundna ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina greiði út  arð: „Tillväxtverket er á þeirri skoðun að það sé óviðeigandi að fyrirtæki standi í háum arðgreiðslum á sama tíma og þau þiggja ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina“, segir um þetta á vefsíðu stofnunarinnar

Öfugt við hvernig lagasetningin og framfylgd laganna um hlutabótaleiðina eru á Íslandi þá geta sænsk stjórnvöld hins vegar skrúfað fyrir þessa ríkisaðstoð afturvirkt, meðal annars með því að krefja fyrirtæki sem notið hafa stuðnings um að endurgreiða fé til ríkisins. Um þettta segir á vefsíðu eftirlitsstofnunarinnar sænsku: „Ef við sjáum að fyrirtæki sem nýtur stuðningsins hegðar sér með þeim hætti að ljóst sé að þau eiga ekki við erfiða efnahagsstöðu að eiga höfum við möguleika á því að breyta ríkisaðstoðinni eftir að hún á sér stað á grundvelli þessa.“

Sænsk stjórnvöld geta því, afturvirkt, breytt þeirri ríkisaðstoð sem einstaka fyrirtæki hafa fengið.

Ekki er hins vegar ljóst hvað nákvæmlega er átt við með „háum arðgreiðslum“ í Svíþjóð og þarf því að fara fram gagnrýnið mat á hverju tilfelli fyrir sig þar sem fyrirtæki sem nýtir sér hlutabótaleiðina greiðir arð til hluthafa. Þetta úrræði sænskra yfirvalda, að hætta við fjárhagsstuðning út af arðgreiðslum, er því bæði loðið og matskennt. 

Höfðar til samvisku fyrirtækjaKatrín Jakbosdóttir forsætisráðherra hefur höfðað til samvisku fyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina.

Iðnfyrirtæki greiddi út milljarða arð eftir ríkisaðstoð

Í Svíþjóð hefur gagnrýnin á einstök fyrirtæki meðal annars snúist um iðnfyrirtækið SKF í Gautaborg. Fyrirtækið setti 1.650 starfsmenn sína á hlutabótaleiðina nú í vor og mun sænska ríkið þurfa að greiða 40 milljónir sænskra króna, eða rúmlega 600 milljónir íslenskra króna, vegna þessara starfsmanna. Fyrirtækið greiddi hluthöfum sínum svo út 1,3 milljarða sænskra króna, rúmlega 20 milljarða íslenskra króna,  í arð. 

Þetta stríðir ekki gegn sænskum lögum, frekar en íslenskum í tilfellum hérlendra fyrirtækja sem þetta gera. Sænsku stjórnmálaflokkarnir sem samþykktu lögin um ríkisaðstoð til fyrirtækja vegna COVID voru hins vegar sammála um það að það væri „ekki talið verjandi“ að nýta sér hlutabótaleiðina þar í landi og greiða út arð til hluthafa. 

Sams konar umræða fer einnig fram um bílaframleiðandann Volvo sem ráðgerði að greiða út arð upp á 27 milljarða sænskra króna, tæplega 420 milljarða íslenskra króna. Volvo hefur sagt að fyrirtækið muni ekki greiða út 16 milljarða sænskra króna af þessari upphæð en eftir stendur spurningin hvort félagið greiði út 11 milljarða sænskra króna í arð.  Félagið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina fyrir 20 þúsund starfsmenn sína og mun sá stuðningur kosta sænska ríkið einn milljarð sænskra króna, eða rúmlega 15 milljarða íslenskra króna. 

Arðgreiðslur verða bannaðar

Í viðtali við sænska ríkissjónvarpið fyrr í vikunni segir einn af starfsmönnum sænsku eftirlitsstofnunarinnar Tillväxtverket, Tim Brooks, að alveg ljóst sé að stuðningurinn sem felst í hlutabótaleiðinni hafi átt að fara til fyrirtækja sem eiga í efnahagsvanda. Hins vegar þá séu arðgreiðslur frá fyrirtækjum sem nýta sér aðstoðina ekki bannaðar eins. „Fjárhagsaðstoðin á að renna til fyrirtækja sem hafa lent í erfiðleikum vegna kórónaveirunnar. Sænska þingið talaði um að girða fyrir arðgreiðslur en þetta fór ekki inn í lögin. Við þurfum að framfylgja lögunum,“ segir hann.

Í gær, fimmtudag var svo greint frá því að arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleiðinni yrðu bannaðar.  

Hvað íslensk stjórnvöld munu gera á eftir að koma í ljós. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
10
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár