Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
Hafa byggt upp hótelfyrirtæki Hreiðar Már Sigurðsson og fjölskylda hafa á síðustu árum byggt upp hótelfyrirtækið Gistiver sem telur sjö gisistaði víða um land. Þekktast er Hótel Búðir og ION Hotel. Þetta fyrirtæki nýtir hlutabótaleiðina. Mynd: MBL / Kristinn Ingvarsson

Hótelkeðjan Gistiver, sem er í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar og eiginkonu hans Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, nýtir hlutabótaleiðina svokölluðu í COVID-19 faraldrinum. Stærsti hluthafi Gistivers er eignarhaldsfélagið Hólmsver ehf. með tæplega 80 prósenta hlut en eiginkona Hreiðars Más á rúm 20 prósent. Sonur Hreiðars og Önnur Lísu, Arnór Hreiðarsson, er framkvæmdastjóri Gistivers. 

Nafn fyrirtækisins kemur fram á lista Vinnumálastofnunar yfir fyrirtækin sem nýta eða nýttu hlutabótaleiðina. 

Gistiver á og rekur sjö hótel og gistiheimili víða um land, að fullu leyti eða að hluta, meðal annars í Stykkishólmi, Reykjanesbæ, á Búðum og í Reykjavík. Meðal hótela félagsins eru Hótel Egilsen á Stykkishólmi, Hótel Berg í Reykjanesbæ og ION Hotel á Nesjavallasvæðinu. Nöfn ION Hotel og Hótel Búða eru einnig á lista Vinnumálastofnunar notuðu einnig hlutabótaleiðina en þau eru rekin á sér kennitölum þó Gistiver ehf. eigi hlut í þeim.  Þannig má segja að þrjú fyrirtæki innan samstæðu Gistivers ehf. hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. 

Hreiðar Már Sigurðsson var bankastjóri Kaupþings fyrir hrunið 2008. Eftir hrunið hefur hann haslað sér völl sem fjárfestir, sérstaklega í ferðamannageiranum. 

„Það fór bara allt í skrúfuna“

Í samtali við Stundina segir Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstjóri á Hótel Bergi einu af hótelum Gistivers, að COVID-19 hafi haft hörmulegar afleiðingar fyrir hótelið.  „Það fór bara allt í skrúfuna. Það er svo einfalt. Í stuttu máli voru eiginlega allir okkar kúnnar erlendis frá,“ segir Anna Gréta aðspurð um notkun hótelsins á hlutabótaleiðinni en þetta er sama sagan og með nær öll hótel á Íslandi í kjölfarið á útbreiðslu COVID-19. 

Eins og Stundin hefur fjallað voru ekki sett nein skilyrði í löggjöf um aðgerðir til að aðstoða fyrirtæki vegna afleiðinga COVID-19  fyrirtækin sem það gera nýti sér ekki skattaskjól eða lágskattasvæði. Þetta átti bæði um brúarlán, lokunarstyrki og eins hlutabótaleiðina. Oddný Harðardóttir, þigkona Samfylkingarinnar, reyndi hins vegar að fá frumvarpinu um COVID-aðstoðina breytt þess efnis að notkun á lágskattasvæðum og skattaskjólum myndi útiloka stuðning frá ríkinu.  Þessi breytingatillaga rataði ekki inn í lögin. 

Fjármögnun frá Tortóla

Eins og Stundin fjallaði um í febrúar 2019 var eignarhaldið á Gistiveri ehf. í gegnum sjóð hjá Sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni sem heitir  Stefnir - Icelandic Travel Service Fund I. Eigandi þessa sjóðs var fyrirtækið Vinson Capital S.á.r.l. í Lúxemborg sem er í eigu Önnu Lísu Sigurjónsdóttur. Nánar tiltekið átti þessi sjóður í stýringu Stefnis félagið Hólmsver ehf. sem svo átti nærri 80 prósent í Gistiveri.

Þetta félag tók við rúmlega 310 milljóna króna eignum frá Tortólu í lok árs 2017. Tortólufélagið heitir Fultech S.á.r.l. og átti eignir upp á rúmlega 2,5 milljónir evra. 

Þetta er ekki eina Tortólufélagið sem Hreiðar Már Sigurðsson hefur tengsl við. Í Panamaskjölunum komu meðal annars fram upplýsingar um félagið Robinson Associates sem Hreiðar Már færði yfir á nafn konu sinnar og eiginkonu Sigurðar Einarssonar eftir að hann hlaut dóm í Al Thani-málinu svokallaða. 

„Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru“

Félagið var í árslok 2017 sameinað Vinson Capital S.á.r.l. Í Lúxemborg með áðurnefndum eignatilfærslum og var þannig hægt að koma umræddum eignum frá Tortólu og til Lúxemborgar. Félagið í Lúxemborg átti umræddar eignir í ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum þennan sjóð Stefnis. 

Eins og þáverandi framkvæmdastjóri Stefnis, Flóki Halldórsson, sagði við Stundina í febrúar 2019 vissi Stefnir ekki hvaða fjárfestar væru á bak við þennan sjóð. Sjóðurinn var stofnaður í gegnum safnreikning í  lúxemborgíska bankanum Banque Havilland, arftaka Kaupþings í Lúxemborg, á sínum tíma „Þessir safnreikningar eru þannig að við sjáum ekki hverjir viðskiptavinir erlendra fjárfesta sem fjárfesta hjá okkur eru. Við göngum bara úr skugga um að um sé að ræða fagfjárfesta og gerum ráð fyrir að erlenda fjármálafyrirtækið hafi staðfest þá sem fagfjárfesta […] Við áttum einn mann í fjárfestingarráði sjóðsins og Banque Havilland átti tvo að mig minnir en þetta fjárfestingarráð hefur ekki hist í mörg ár,“ sagði Flóki. 

Sjóðsstýringarfyrirtækið sem hýsti sjóðinn og heimilaði fjárfestingar eigenda hans og var í forsvari fyrir þær vissi þar af leiðandi ekkert hver átti sjóðinn eða hvaðan fjármagn hans kom. 

Sjóði Stefnis hefur verið slitið

Stundin greindi frá því í október í fyrra að Stefnir væri á „á lokametrunum“ í því að slíta umræddum sjóði. Í slíkum tifellum þá eignast eigendur hlutdeildarskírteina, hluthafarnir, í sjóðnum eignirnar sem sjóðurinn á. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er búið að ganga frá slitum sjóðsins. Sjóðurinn tengist Stefni því ekki lengur. Nafn sjóðsins kemur ekki lengur fram á yfirlitinu á heimasíðu Stefnis yfir þá sjóði sem félagið stýrir. Nafn sjóðsins kemur heldur ekki lengur fram á fram á yfirliti Fjármálaeftirlitsins um fagfjárfestasjóði.

Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Vinson Capital S.á.r.l. í Lúexemborg átti félagið eignir upp á 2.7 milljónir evra í árslok 2018, tæplega 420 milljónir króna . Meðal eigna var „meira en 20 prósent“ í áðurnefndum sjóði á Íslandi sem átti meirihluta í Gistiveri. 

Þetta þýðir þá að eigendur sjóðsins, fyrirtækið Vinson Capital Sárl. í Lúxemborg, sem meðal annars tók við eignum frá Tortólufélaginu Fulltech árið 2017, er nú milliliðalaus eigandi eigna sem sjóðurinn átti áður. Meðal þessara eigna er eignarhaldsfélagið Hólmsver ehf. sem á Gistiver ehf. sem nýtti sér hlutabótaleiðina.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár