Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Eini sem hefur vikið Guðlaugur Þór Þórðarson er eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem hefur vikið af fundum vegna umræðna um efnahagsaðgerðir vegna COVID-19. Eiginkona hans er hluthafi í Bláa lóninu sem hefur nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar vegna COVID. Mynd: b'Golli / Kjartan \xc3\x9eorbj\xc3\xb6rnsson'

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hefur vikið af  fundum ríkisstjórnarinnar að eigin frumkvæði þegar rætt hefur verið um efnahagsaðgerðir vegna fyrirtækja í kjölfar Covid-19. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við spurningum Stundarinnar um málið. Guðlaugur Þór segir að hann hafi gert þetta vegna umfjöllunar Björns Inga Hrafnssonar um hagsmunatengsl hans við Bláa lónið í bókinni Vörn gegn veiru. 

Eiginkona Guðlaugs, Ágústa Johnson, er hluthafi í Bláa Lóninu sem hefur orðið illa fyrir barðinu á fækkun ferðamanna á Íslandi vegna Covid-19 og hefur fyrirtækið nýtt sér almenn úrræði ríkisvaldsins eins og hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti í rekstrinum. Til að mynda hefur Bláa Lónið nýtt sér úrræðið um greiðslu launa á uppsagnarfresti fyrir 550 starfsmenn og hefur ríkið greitt tæplega 571 milljón króna vegna þess samkvæmt heimasíðu Ríkisskattstjóra

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár