Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðherrar á „gráu svæði“ vegna tengsla við fyrirtæki sem fá Covid-stuðning stjórnvalda

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir ljóst að hags­muna­tengsl ráð­herra við fyr­ir­tæki hafi ekki ver­ið rædd inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar við gerð að­gerðapakka. Vís­ar Þór­hild­ur lík­lega til Bláa lóns­ins og Kynn­is­ferða, sem ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks tengj­ast. Eng­inn ráð­herra hef­ur sagt sig frá þess­um mál­um vegna tengsla.

Ráðherrar á „gráu svæði“ vegna tengsla við fyrirtæki sem fá Covid-stuðning stjórnvalda
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Enginn ráðherra sagði sig frá máli vegna hagsmunatengsla við fyrirtæki sem njóta góðs af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur það ljóst af orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að ríkisstjórnin hafi ekki rætt mögulega hagsmunaárekstra vegna tengsla ráðherra við stórfyrirtæki sem hafa hagsmuni af fjárhagslegum stuðningi stjórnvalda í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Fjölskyldur tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins eiga hlut í félögum í ferðaþjónustu.

Málið var til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Spurði Þórhildur Sunna Katrínu um vinnulag ríkisstjórnarinnar við gerð efnahagslegu aðgerðarpakkanna, hverjir væru ráðgjafar ríkisstjórnarinnar, hvaða greiningar lægju til grundvallar við vinnuna og hvort ríkisstjórnin hafi rætt hagsmunatengsl ráðherra vegna aðgerðarpakkanna.

Á meðal aðgerðanna eru meðal annars hlutabótaleiðin, sem gerir fyrirtækjum kleift að minnka starfshlutfall starfsmanna sinna, sem á móti fá atvinnuleysisbætur. Einnig hefur verið tilkynnt um styrki til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir umfangs­miklu tekju­tapi sem fela í sér stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti.

„Hefur það komið til tals að mögulega séu ráðherrar á, jah, að minnsta kosti gráu svæði“

„Hefur ríkisstjórnin rætt um einhver hagsmunatengsl innan sinna raða?“ spurði Þórhildur Sunna. „Hefur það komið til tals að mögulega séu ráðherrar á, jah, að minnsta kosti gráu svæði þegar kemur að hæfi sínu í að gera þessar aðgerðir vegna tengsla við fyrirtæki sem að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa veruleg áhrif á?“

Ráðherrar tengjast Kynnisferðum og Bláa lóninu

Nefndi Þórhildur Sunna engin dæmi um þá ráðherra sem hafa tengsl við fyrirtæki. Líklega vísar hún þó til fyrirtækja í ferðaþjónustu sem tengjast fjölskyldum tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir, sem sinnir meðal annars rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli, er 65 prósent í eigu félagsins Alfa hf. Eigendur þess eru fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem  oft er kölluð Engeyjarættin. Stærstu hluthafar eru Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, Guðríður Jónsdóttir, móðir Bjarna, Jón Benediktsson, bróðir Bjarna, Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, og börn Einars.

Kynnisferðir sögðu upp 40 prósent starfsmanna sinna í lok apríl, 150 manns í heildina. Í viðtali við Mbl.is sagðist Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vera ánægður með þær aðgerðir stjórn­valda sem fela meðal ann­ars í sér að fyr­ir­tæki sem orðið hafa fyr­ir að lág­marki 75% tekju­falli og sjá fram á áfram­hald­andi tekju­fall að minnsta kosti út þetta ár geta sótt um stuðning úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostnaðar á upp­sagn­ar­fresti.

Félag athafnakonunnar Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, á 2,4 prósenta hlut í Bláa lóninu í gegnum félagið Bogmanninn ehf. Arðgreiðslur frá Bláa lóninu til Bogmannsins námu samtals 329 milljónum króna á árunum 2012 til 2019 og var hagnaður Bogmannsins tæplega 530 milljónir króna.

Bláa lónið er eitt af þeim fyrirtækjum sem hvað fyrst tilkynnti að það ætlaði að nýta sér svokallaða hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar nú í mars. Bláa lónið  sparar sér að minnsta kosti um 200 milljónir króna á mánuði í launakostnað til 400 starfsmanna með því að nýta sér þetta tímabundna úrræði í stað þess að segja starfsmönnum sínum upp eða ganga á eigið fé sitt.

Guðlaugur Þór var einn af 40 þingmönnum sem einróma samþykktu lagafrumvarpið þar sem ákvæðið um hlutabótaleiðina kemur fram þann 20. mars síðastliðinn.

Svaraði ekki hvort málið hefði verið rætt

Katrín svaraði því ekki beint hvort málið hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Háttvirtur þingmaður spyr hér um hagsmuni ráðherra og auðvitað geta ráðherrar sagt sig frá málum ef þau varða þeirra persónulegu hagsmuni. Um það eru dæmi. Það hefur ekki gerst í tengslum við þessar aðgerðir,“ sagði hún.

„Katrín svaraði ekki spurningunni beint en milli línanna má lesa að þetta hafi ekkert verið rætt“

Þórhildur Sunna segir svar Katrínar gefa til kynna að málið hafi ekki verið rætt. „Ég spurði forsætisráðherra hvort að ríkisstjórnin hafi rætt mögulega hagsmunaárekstra vegna tengsla sumra ráðherra við stórfyrirtæki sem eiga mikið undir aðgerðum stjórnvalda þessa dagana,“ skrifaði hún á Facebook í dag. „Katrín svaraði ekki spurningunni beint en milli línanna má lesa að þetta hafi ekkert verið rætt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár