Eiginmaður Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, fer fyrir hópnum sem er nú stærsti hluthafinn í Sýn, sem á Vodafone og fjölmiðlana Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til margra ára.
Gagnrýni
Epísk endurvinnsla um 20 ára samsærið gegn Jóni Ásgeiri
Bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson er bæði varnar- og sóknarrit þar sem fjárfestirinn ber af sér sakir og sótt er gegn ætluðum andstæðingum hans.. Bókin er einhliða og gagnrýnislítil frásögn um baráttu góðs og ills þar sem viðmælendur eru flestir þekktir stuðningsmenn söguhetjunnar.
GreiningHlutabótaleiðin
Vinnumálastofnun um arðgreiðslur fyrirtækja á hlutabótaleið: „Þetta er fyrst og fremst alveg rosalegt siðleysi“
Arðgreiðslur og notkun Skeljungs á hlutabótaleiðinni í miðjum COVID-faraldrinum hafa vakið athygli. Ríkisvaldið hefur eins og er engin úrræði til að bregðast við því ef fyrirtæki sem hefur nýtt sér hlutabótaleiðina greiðir sér einnig út arð en til stendur að breyta lögum vegna þessa. Eftirlit og úrræði ríkisvaldsins í Svíþjóð eru meiri í þessum efnum.
FréttirHlutabótaleiðin
Skeljungur greiddi út 600 milljóna arð í miðjum COVID-faraldri
Oíufélagið Skeljungur greiddi út 600 milljóna króna arð til hluthafa í byrjun apríl. Forstjóri félagsins, Árni Pétur Jónsson, vildi ekki svara því í gær hvort félagið hafi nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu.
ÚttektEftirmál bankahrunsins
Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs
Saga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis tengist Skeljungi vegna eignarhalds fyrirtækja hans á olíufélaginu. Jón Ásgeir og Pálmi Haraldsson, viðskiptafélagi hans, keyptu og seldu Skeljung á milli sín á árunum fyrir hrunið. Afleiðingaar þeirra viðskipta eru líkleg til að enda í sakamáli á næstu vikum. Samtímis sest Jón Ásgeir í stól stjórnarformanns Skeljungs.
Fréttir
Eigendavaldi ítrekað beitt á Fréttablaðinu
Ritstjórar og blaðamenn hafa hrakist í burtu vegna afskipta eigenda fréttablaðsins, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Ýmsum aðferðum beitt til að hola hið ritstjórnarlega sjálfstæði að innan.
FréttirFjármálahrunið
Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
Tölvupóstur frá Samherja, sem sendur var fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar, til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sýnir hvernig það var Jón Ásgeir sem reyndi að setja saman fjárfestahópinn í Stím. Lárus Welding var dæmdur í fimm ára fangelsi í málinu en Jón Ásgeir sagði fyrir dómi að hann hefði ekkert komið að viðskiptunum.
Fréttir
Hrunmálin gegn Jóni Ásgeiri sem hætt var að rannsaka
Embætti sérstaks saksóknara rannsakaði að minnsta kosti þrjú mál þar sem aðkoma Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að fjárútlátum úr Glitni var lykilatriði. Hann var hins vegar bara ákærður í einu þessara mála og hefur nú verið sýknaður í því á tveimur dómstigum.
FréttirFjármálahrunið
Ríkissaksóknari áfrýjar Aurum-málinu
Frestur til að sækja um áfrýjunarleyfi í Aurum-málinu rann út í gær og verða sýknudómar yfir Lárusi Welding, Magnúsi Agnari Magnússyni og Jóni Ásgeiri Jóhanessyni teknir fyrir í Hæstirétti Íslands.
Greining
Gloppa í lögunum minnkar refsingu Lárusar um eitt ár
Lárus Welding hafði fyllt upp í refsirammann í efnahagsbrotamálum og var ekki gerð fangelsisrefsing í einu máli. Svo var hann sýknaður í máli sem hann hafði verið dæmdur fyrir og þá er ekki hægt að endurskoða refsileysi hans í hinu málinu.
Fjölmiðillinn skuldaði tengdum aðilum 790 milljónir króna í árslok 2017. Ingibjörg Pálmadóttir skoðar nú sölu á Fréttablaðinu.
ÚttektFjölmiðlamál
Einkareknir fjölmiðlar flestir í tapi
Ársreikningar einkarekinna fjölmiðla sýna viðkvæmt rekstrarumhverfi. Auðmenn styðja við taprekstrur sumra þeirra. Menntamálaráðherra boðar frumvarp sem styrkir einkarekstur og dregur úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttablaðið hefur ekki skilað ársreikningi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.