Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Brýnt að sömu reglum sé fylgt hjá dómstólum og í almennri stjórnsýslu

Stund­in ræddi við Skúla Magnús­son, formann Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, vegna um­fjöll­un­ar um stjórn­sýslu og innra eft­ir­lit dóm­stóla­kerf­is­ins sem birt­ist í síð­asta blaði.

Brýnt að sömu reglum sé fylgt hjá dómstólum og í almennri stjórnsýslu
Skúli Magnússon Skúli er formaður Dómarafélags Íslands, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins. Mynd: Af vef Lögfræðingafélags Íslands

Stjórnsýsla dómstólanna er of veik og líklega væri til bóta að umboðsmaður Alþingis eða sambærileg stofnun hefði eftirlit með henni. Þá er brýnt að sömu lögmál gildi og gerðar séu jafn ríkar kröfur til stjórnsýslu dómstólanna og til almennrar stjórnsýslu. Þetta segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. 

Stundin ræddi við hann vegna umfjöllunar um stjórnsýslu og innra eftirlit dómstólakerfisins sem birtist í Stundinni þann 7. júlí síðastliðinn. Segir Skúli að sú hugmynd að íslenska dómstólakerfið sé eins og lokaður hringur, án eftirlits og aðhalds, eigi ekki við rök að styðjast. Hins vegar megi ýmislegt bæta í kerfinu og um það hljóti flestir sem starfa hjá dómstólunum að vera sammála. 

„Algjörlega viðurkennt form“

„Það sem við köllum sjálfstæða stjórnsýslu dómstólanna er í raun og veru mjög ungt fyrirbæri. Áður var hún hjá stjórnarráðinu eða hjá dómsmálaráðuneytinu þar til dómstólaráð var stofnað með dómstólalögunum sem tóku gildi 1998, svo þetta er tiltölulega ungt fyrirbæri, þessi sjálfstæða stjórnsýsla og það er enginn vafi á því að þessi stjórnsýsla, hún var og hefur verið of veik og um það eru velflestir sammála,“ segir Skúli sem að sama skapi telur dómstólaráð hafa verið of veika stofnun og ekki haft nægilega burði til að sinna hlutverki sínu. Hlutverkið sé einna helst að móta stefnu um málefni dómstólanna, svo sem hvað varðar fjárveitingar, og að huga að atriðum á borð við rannsóknir og þróun, endurmenntun og þjálfunarmál dómara. 

„Hvað varðar uppbyggingu þessarar stjórnsýslu skulum við hafa í huga að dómstjórar eru kosnir af dómurum. Dómstjórarnir eru forstöðumenn viðkomandi dómstóls sem er ríkisstofnun og það er dómstólaráðs að veita þeim aðhald. Það fyrirkomulag að dómstjóri sé kosinn af sínum jafningjum er vel þekkt erlendis, svo það er ekki rétt sem gefið hefur verið í skyn, að þetta sé eitthvað sérstakt íslenskt fyrirkomulag. Þvert á móti er þetta algjörlega viðurkennt form til að velja forstöðumann dómstóls og talið þjóna sjálfstæði þessara stofnana.“ 

Ekki stórkostleg brotalöm

Í umfjöllun Stundarinnar um málefni dómstólanna, sem birtist í blaðinu þann 30. júní, voru rakin þrjú mál þar sem dómstólaráð og stjórnendur héraðsdómstóla hafa verið sakaðir um ólögmæt vinnubrögð. Árið 2011 sakaði framkvæmdastjóri dómstólaráðs tvo ráðsmenn um brot í starfi og í kjölfarið var gerður starfslokasamningur við hana. Haustið 2013 réði dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur systurson eiginkonu sinnar í launalaust starf við dóminn í bága við kjarasamninga og starfsmannalög en dómstólaráð aðhafðist ekkert. Árið 2014 rannsakaði dómstólaráð hins vegar störf dómstjórans í Reykjavík vegna annars máls og telur fyrrverandi héraðsdómari að málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar hafi ekki verið fylgt við meðferð þess. 

„Þessi mál sem vísað er til eru raunveruleg mál og augljóslega óheppileg fyrir dómstólana og ímynd þeirra út á við. En að við getum dregið þá ályktun af þessum málum að stjórnsýsla dómstólanna sé í einhvers konar lamasessi, að þarna sé einhvers konar stórkostleg brotalöm, það er ekki haldbært,“ segir Skúli. 

Hann bendir á að ríkjandi fyrirkomulag feli í sér að dómararnir sjálfir veiti dómstjóra ákveðið aðhald, enda verði dómstjóri vart endurkjörinn nema hann sinni störfum sínum af kostgæfni. Auk þess sæti dómstjórinn aðhaldi af hálfu dómstólaráðs sem fari með almenna eftirlitsskyldu. „Það hefur verið 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár