Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyrir skömmu mann fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum Mynd: Páll Stefánsson

Maður var í síðustu viku sakfelldur fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn var ákærður af íbúum húsnæðisins fyrir að hafa reynt að brjótast inn í húsið og slegið til annars íbúanna í tilraun sinni til að ryðjast inn um baðherbergisglugga á húsinu. 

Í skýrslu sem hjón, sem búa í húsinu, lögðu fyrir dóm er atvikum lýst þannig að aðfaranótt 17. júlí 2022 hafi heimilisfólk orðið vart við bifreið sem ók hratt að hlaði hússins og stöðvaði þar.

Heimilisfólkið hafi ekki kannast við bílstjórann sem var samkvæmt lýsingu í annarlegu ástandi. Þegar einn heimilismanna hafi farið að bílnum til að gá að líðan mannsins hafi hann rankað við sér og orðið æstur og sýnt af sér ógnandi hegðun.

Hjónin hafi því næst læst sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig staddir. Skömmu eftir það hafi ákærði reynt að komast inn í húsið, tekið í hurðir og barið í glugga. 

Mundaði heimagert sverð 

Í skýrslu brotaþola er því lýst að á einum tímapunkti hafi ákærði dregið fram „heimagert sverð og sveiflað því í kringum sig.“ Þá hafi maðurinn einnig kastað af sér þvagi á útihurð hússins. Síðan hafi maðurinn opnað glugga á húsinu og reynt að skríða inn um hann.

Þegar einn heimilismannanna reyndi að ýta ákærða frá glugganum hafi ákærði slegið til hans með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut áverka á andliti. Heimilisfólkið brá því næst á það ráð að sleppa hundi sínum út sem fældi ákærða frá húsinu og út á tún.

Maðurinn hafi síðan ráfað um svæðið en verið kominn aftur að hlaði hússins þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt lýsingu lögreglu var maðurinn „sjáanlega ölvaður, illa áttaður og nokkuð æstur.“ Þegar lögregla reyndi að handsama manninn hafi átök brotist út sem leiddi til þess að tveir lögreglumenn slösuðust lítillega og lýstu því að hafa fundið til eymsla eftir á.

Bar fyrir sig minnisleysi 

Í skýrslu sem ákærði gaf fyrir dómi sagðist hann hafa verið á ættarmóti umrætt kvöld, þar sem hann hafi neytt áfengis og skemmt sér. Næsta sem maðurinn sagðist hafa munað eftir var að hafa vaknað í fangaklefa.

Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist ákærði hvorki muna eftir húsbrotinu né handtökunni. Á þeim grundvelli hafnaði ákærði ásökunum eins þeim var lýst í ákæruskjali málsins. 

Málsvörn verjanda byggði einnig á því að hann taldi taldi ásakanir hjónanna vera ótrúverðugar og að málið hafi verið illa rannsakað af lögreglu, en í vitnaskýrslu lögreglu kom fram að myndefni frá búkmyndavélum lögreglu hafi ekki verið vistað.

Í dóminum var einnig velt vöngum yfir því hvort ákærði hafi raun verið ökumaður bifreiðarinnar. Þegar lögreglu bar að garði umrætt kvöld hafi ákærði sagt lögreglu að vinkona sín hafi ekið sér í bifreiðinni. En hún var hvergi sjáanleg á vettvangi og fram kemur í dómnum að hvorki ákærði né neinn annar hafi getað staðfest þá frásögn.  

Í skýrslutöku gat ákærði ekki sagt til um hversu mikið hann hafi drukkið umrætt kvöld, „þetta hafi gengið sinn eðlilega gang miðað við aðstæður.“ Þá taldi ákærði líklegt að hann hafi farið í óminni vegna þess að hann hafi verið á þunglyndislyfjum á þeim tíma sem hafi ýtt undir minnisleysið. Fyrir dómnum kvaðst ákærði hafa í kjölfarið hætt að drekka. 

Málsvörnin metin ótrúverðug

Dómurinn féllst ekki á varnir ákærða að neinu leyti og taldi ekkert benda til þess annars að ákærði bæri ábyrgð á ölvunarástandi sínu og háttsemi sinni. Þá taldi dómurinn frásögn ákærða um að vinkona hans, sem enginn veit nein deili um, hafi ekið bifreiðinni ótrúverðuga.

Við ákvörðun refsingarinnar ver litið til þess að með tilraunum sínum til þess að ryðja sér leið inn á heimili brotaþola hafi maðurinn brotið 71. grein stjórnarskrárinnar sem lýtur að friðhelgi heimilisins.

Ásamt þriggja ára skilorðsbundinnar refsingar var maðurinn sviptur ökuleyfi sínu gert að greiða bæði sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda síns sem samanlagt nemur um 870.000 krónum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dómsmál

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu