Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Orku Energy veitt fordæma­laus staða

Enn er á huldu hvernig sú ákvörð­un var tek­in inni í mennta­mála­ráðu­neyt­inu að einka­fyr­ir­tæk­ið Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili ís­lenska rík­is­ins í orku­samn­ingn­um við Kína. Af­ar sjald­gæft að einka­fyr­ir­tæki séu full­trú­ar rík­is­ins er­lend­is. Þó er ljóst að mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar tók ákvörð­un­ina.

Orku Energy veitt fordæma­laus staða
Einsdæmi Skipun Orku Energy sem framkvæmdaaðila fyrir hönd íslenska ríkisins er fordæmalaus í sögu menntamálaráðuneytisins. Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra en hann vann fyrir Orku Energy sem ráðgjafi og keypti stjórnarformaður fyrirtækisins af honum íbúð og leigði Illugi hana svo af honum aftur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Menntamálaráðuneytið hefur aldrei áður skipað einkafyrirtæki sem framkvæmdaaðila fyrir hönd íslenska ríkisins í samstarfsamningi við erlent ríki líkt og gert var fyrr á árinu þegar Illugi Gunnarsson skrifaði undir samstarfssamning í orkumálum við kínverska ríkið þar sem orkufyrirtækið Orka Energy fékk þetta hlutverk. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytisins við spurningu Stundarinnar um málið. Illugi vann fyrir Orku Energy sem ráðgjafi árið 2011 og fékk greiddar um 6,8 milljónir króna frá fyrirtækinu auk þess sem stjórnarformaður fyrirtækisins keypti íbúð hans af honum eftir að hann lenti í fjárhagserfiðleikum.

Líkt og kemur fram í viljayfirlýsingunni um samstarf landanna á sviði orkumála, sem Illugi skrifaði undir ásamt vísinda- og tækniráðherra Kína, eru bæði ríkisfyrirtækið Orkustofnun og Orka Energy framkvæmdaaðilar að samningum fyrir hönd íslenska ríkisvaldsins. Samkvæmt svari frá menntamálaráðuneytinu er það einsdæmi að einkafyrirtæki sé gert að slíkum framkvæmdaaðila í samningi íslenska ríkisins. Í samkomulaginu segir, en það er hluti af þeim gögnum sem menntamálaráðuneytið hefur gert opinber um opinbera heimsókn Illuga til Kína í mars síðastliðnum: „Til að framkvæma það sem kemur fram í þessu samkomulagi hefur vísinda- og tækniráðuneyti Kína ákveðið að skipa SINOPEC Star Petroleum Co. Ltd, sem fulltrúa Kína, og menntamálaráðuneyti Íslands hefur skipað Orkustofnun, opinbers orkufyrirtækis á Íslandi, ásamt Orku Energy Energy Ltd. til að vera framkvæmdaaðila Íslands.“

Stóð ekki til að Orka yrði framkvæmdaaðili

Upphaflega stóð ekki til að Orka Energy yrði framkvæmdaaðili samningsins fyrir hönd íslenska ríkisins heldur aðeins ríkisfyrirtækið Orkustofnun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár