Menntamálaráðuneytið hefur aldrei áður skipað einkafyrirtæki sem framkvæmdaaðila fyrir hönd íslenska ríkisins í samstarfsamningi við erlent ríki líkt og gert var fyrr á árinu þegar Illugi Gunnarsson skrifaði undir samstarfssamning í orkumálum við kínverska ríkið þar sem orkufyrirtækið Orka Energy fékk þetta hlutverk. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðuneytisins við spurningu Stundarinnar um málið. Illugi vann fyrir Orku Energy sem ráðgjafi árið 2011 og fékk greiddar um 6,8 milljónir króna frá fyrirtækinu auk þess sem stjórnarformaður fyrirtækisins keypti íbúð hans af honum eftir að hann lenti í fjárhagserfiðleikum.
Líkt og kemur fram í viljayfirlýsingunni um samstarf landanna á sviði orkumála, sem Illugi skrifaði undir ásamt vísinda- og tækniráðherra Kína, eru bæði ríkisfyrirtækið Orkustofnun og Orka Energy framkvæmdaaðilar að samningum fyrir hönd íslenska ríkisvaldsins. Samkvæmt svari frá menntamálaráðuneytinu er það einsdæmi að einkafyrirtæki sé gert að slíkum framkvæmdaaðila í samningi íslenska ríkisins. Í samkomulaginu segir, en það er hluti af þeim gögnum sem menntamálaráðuneytið hefur gert opinber um opinbera heimsókn Illuga til Kína í mars síðastliðnum: „Til að framkvæma það sem kemur fram í þessu samkomulagi hefur vísinda- og tækniráðuneyti Kína ákveðið að skipa SINOPEC Star Petroleum Co. Ltd, sem fulltrúa Kína, og menntamálaráðuneyti Íslands hefur skipað Orkustofnun, opinbers orkufyrirtækis á Íslandi, ásamt Orku Energy Energy Ltd. til að vera framkvæmdaaðila Íslands.“
Stóð ekki til að Orka yrði framkvæmdaaðili
Upphaflega stóð ekki til að Orka Energy yrði framkvæmdaaðili samningsins fyrir hönd íslenska ríkisins heldur aðeins ríkisfyrirtækið Orkustofnun.
Athugasemdir