Aðili

Orka Energy

Greinar

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.
Ósamræmi í skýringum Illuga og í gögnum um samstarf við Orku Energy
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ósam­ræmi í skýr­ing­um Ill­uga og í gögn­um um sam­starf við Orku Energy

Ill­ugi Gunn­ars­son svar­aði spurn­ing­um um Orku Energy mál­ið á Al­þingi í gær. Gerði lít­ið úr að­komu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins að sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu sem hann und­ir­rit­aði við kín­verska rík­ið þar sem Orka Energy er hluti af sam­komu­lag­inu. Mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga ákvað að vilja­yf­ir­lýs­ing­in yrði gerð sem og að Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili rík­is­ins í sam­vinn­unni við Kína. Ill­ugi sagði hins veg­ar að gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar hefði ekki átt sér stað inn­an ráðu­neyt­is hans.
Orka Energy komst í „stjórnskipulega stöðu“ í Kína út af ákvörðun Illuga
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orka Energy komst í „stjórn­skipu­lega stöðu“ í Kína út af ákvörð­un Ill­uga

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið rök­styð­ur ákvörð­un Ill­uga Gunn­ars­son­ar um að skipa Orku Energy sem fram­kvæmdarað­ila ís­lenska rík­is­ins í Kína. Ein­ung­is rík­is­fyr­ir­tæki með „stjórn­skipu­lega stöðu“ skip­uð sem fram­kvæmdarað­il­ar fyr­ir hönd rík­is­ins en á þessu var gerð breyt­ing í til­felli Orku Energy. Ráðu­neyt­ið get­ur ekki gef­ið eitt ann­að dæmi um til­felli þar sem einka­fyr­ir­tæki urðu fram­kvæmdarað­il­ar er­lend­is.
Orku Energy veitt fordæma­laus staða
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Orku Energy veitt for­dæma­laus staða

Enn er á huldu hvernig sú ákvörð­un var tek­in inni í mennta­mála­ráðu­neyt­inu að einka­fyr­ir­tæk­ið Orka Energy yrði fram­kvæmdarað­ili ís­lenska rík­is­ins í orku­samn­ingn­um við Kína. Af­ar sjald­gæft að einka­fyr­ir­tæki séu full­trú­ar rík­is­ins er­lend­is. Þó er ljóst að mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar tók ákvörð­un­ina.
Illugi ákvað að Orka Energy yrði fulltrúi Íslands í samstarfi við Kína
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ill­ugi ákvað að Orka Energy yrði full­trúi Ís­lands í sam­starfi við Kína

Mennta­mála­ráðu­neyti Ill­uga Gunn­ars­son­ar af­hend­ir gögn um Kína­ferð ráð­herr­ans í mars. Kína­ferð­in hef­ur haft mikl­ar af­leið­ing­ar fyr­ir Ill­uga í ljósi þátt­töku fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda hans, Orku Energy, í ferð­inni. Gögn­in sýna með­al ann­ars fram á að það var mennta­mála­ráðu­neyt­ið sem ákvað að Orka Energy yrði full­trúi ís­lenskra stjórn­valda í sam­starf­inu við kín­versk yf­ir­völd á sviði jarð­varma.
Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði  Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Yf­ir­mað­ur­inn í spari­sjóðn­um, sem hjálp­aði Ill­uga und­an fjár­námi, var skip­að­ur í stjórn RÚV

Ei­rík­ur Finn­ur Greips­son, stjórn­ar­mað­ur í Rík­is­út­varp­inu og vin­ur Ill­uga Gunn­ars­son­ar til margra ára, var að­stoð­ar­spari­sjóðs­stjóri þeg­ar Ill­ugi og eig­in­kona hans fengu lán þar í tvígang. Seinna lán­ið var til að greiða upp fjár­nám hjá Glitni í árs­byrj­un 2008. Ei­rík­ur Finn­ur vill ekki ræða lán­veit­ing­arn­ar. Ill­ugi skip­aði hann í stjórn RÚV.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu