Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á ennþá eftir að svara mörgum spurningum um Orku Energy-málið svokallað. Stundin hefur sent honum, menntamálaráðuneytinu og/eða aðstoðarmönnum margar spurningar sem ekki hafa borist svör við og eru þær helstu birtar hérna. Þá liggja fyrir spurningar á Alþingi frá sem ráðherrann á enn eftir að svara.
Stundin hefur á síðustu mánuðum fjallað ítarlega um mál Illuga Gunnarsson og Orku Energy en spurningar vöknuðu um tengsl hans við það eftir að það var hluti af opinberri heimsókn hans til Kína í mars. Í ljós kom að Illugi, sem vann fyrir fyrirtækið árið 2011 og 2012 meðan hann var í leyfi frá þingstörfum, hafði selt stjórnarformanni fyrirtækisins íbúð sína í árslok 2013 eftir að hann lenti í fjárhagserfiðleikum. Síðan þá hafa fjölmiðlar sent Illuga margar spurningar vegna málsins og reynt að fá við hann viðtöl en ráðherrann hefur verið heldur tregur til að svara þrátt fyrir að enn sé mörgum spurningum ósvarað.
Athugasemdir