Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi á eftir að svara mörgum spurningum í Orku Energy-málinu

Marg­ir laus­ir end­ar eru í Orku Energy-mál­inu og bíð­ur Ill­uga Gunn­ars­syni fyr­ir­spurni um mál­ið á Al­þingi sem hann þarf að svara. Stund­in rek­ur helstu at­riði Orku Energy-máls­ins síð­ustu mán­uð­ina.

Illugi á eftir að svara mörgum spurningum í Orku Energy-málinu
Margra mánaða tilraunir báru loks árangur Margra mánaða tilraunir fjölmiðla til að fá Illuga Gunnarsson til að svara spurningum um Orku Energy-málið báru loks árangur í síðasta mánuði. Enn er fjölmörgum spurningum um málið hins vegar ósvarað. Mynd: Heiða Helgadóttir

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, á ennþá eftir að svara mörgum spurningum um Orku Energy-málið svokallað. Stundin hefur sent honum, menntamálaráðuneytinu og/eða aðstoðarmönnum margar spurningar sem ekki hafa borist svör við og eru þær helstu birtar hérna. Þá liggja fyrir spurningar á Alþingi frá sem ráðherrann á enn eftir að svara. 

Stundin hefur á síðustu mánuðum fjallað ítarlega um mál Illuga Gunnarsson og Orku Energy en spurningar vöknuðu um tengsl hans við það eftir að það var hluti af opinberri heimsókn hans til Kína í mars. Í ljós kom að Illugi, sem vann fyrir fyrirtækið árið 2011 og 2012 meðan hann var í leyfi frá þingstörfum, hafði selt stjórnarformanni fyrirtækisins íbúð sína í árslok 2013 eftir að hann lenti í fjárhagserfiðleikum. Síðan þá hafa fjölmiðlar sent Illuga margar spurningar vegna málsins og reynt að fá við hann viðtöl en ráðherrann hefur verið heldur tregur til að svara þrátt fyrir að enn sé mörgum spurningum ósvarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár