Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, keypti raðhús í Fossvoginum á 64 milljónir króna og fékk 48 milljónir króna að láni hjá fjárfestingarbankanum Kviku, sameinuðum banka sem varð til við samruna MP Banka og Straums nú í sumar. Þetta kemur fram í kaupsamningi um húsið sem er í Ljósalandi í Fossvoginum í Reykjavík, auk þinglýsts skuldabréfs upp á 48 milljónir sem hvílir á fyrsta veðrétti íbúðarinnar. Önnur lán en það frá Kviku hvíla ekki á húsinu. Stjórnarformaður Kviku er Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og forstjóri bankans er Sigurður Atli Jónsson sem áður stýrði MP Banka.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
Illugi keypti á 64 milljónir og fékk 48 að láni hjá Kviku
Annað lánið sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fær frá Kviku frá árinu 2013. Illugi var eignalítill fyrir fasteignakaupin fyrr í mánuðinum en bankinn hefur fyrst og fremst gefið sig út fyrir að vilja að þjónusta hina eignameiri. „Við veljum viðskiptavini okkar vel,“ sagði forstjórinn.

Mest lesið

1
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
Hjálmar Snorri Jónsson innréttaði í sumar bílskúr foreldra sinna en hann býr í honum ásamt kærustu sinni. Hann segir auðveldara að geta safnað fyrir íbúð þannig heldur en að fara fyrst inn á leigumarkaðinn. „Það er svolítið hugsunin að í stað þess að vera á leigumarkaði get ég bara verið hér og safnað peningum,“ segir Hjálmar.

2
Sif Sigmarsdóttir
Sérvitringar, afætur og „sellát“
Sif Sigmarsdóttir veltir fyrir sér þeirri mótsagnakenndu afstöðu samfélagsins að vilja hafa rithöfunda bæði ósérhlífna og fátæka, en jafnframt fordæma þá þegar þeir leita sér tekjulinda.

3
Reynt að svindla á meirihluta þjóðarinnar
Guðjón Rúnar Sveinsson rannsóknarlögreglumaður segir að fæstir tilkynni svindl til lögreglu. 73 prósent landsmanna telja að reynt hafi verið að svindla á þeim eða svíkja út úr þeim pening á síðastliðnu ári. Guðjón segir svindlin verða vandaðri og að gervigreindin hjálpi þar til.

4
„Þetta er frekar grimm framtíð fyrir marga“
Má Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við HÍ, finnst óskiljanlegt að verðtryggð fasteignalán hafi ekki verið tengd við húsnæðisvísitölu. Hann segir möguleika almennings að komast á fasteignamarkaðinn svipaða og árið 2011, þegar allt var í kaldakoli í íslensku efnahagslífi.

5
Hversu erfitt er að kaupa fasteign?
Ung einhleyp manneskja á meðallaunum þyrfti að eiga 18,4 milljónir í útborgun til að standast greiðslumat á lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

6
Við erum að skapa umhverfi sem er fólki mjög andstætt
Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, segir að á tímum þar sem lífsstílssjúkdómar séu að sliga samfélagið sé mikilvægt að búa til gott umhverfi sem styður við heilsu fólks. Þar sé hægt að gera mun betur, en það sé ekki orðið of seint.
Mest lesið í vikunni

1
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

2
Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.

3
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

4
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
Hjálmar Snorri Jónsson innréttaði í sumar bílskúr foreldra sinna en hann býr í honum ásamt kærustu sinni. Hann segir auðveldara að geta safnað fyrir íbúð þannig heldur en að fara fyrst inn á leigumarkaðinn. „Það er svolítið hugsunin að í stað þess að vera á leigumarkaði get ég bara verið hér og safnað peningum,“ segir Hjálmar.

5
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
Niðurstöður nýrrar skýrslu OECD um háskólamál sýna að brotthvarf er hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjum. Þá segir að tryggja þurfi að íslenskir háskólar standi jafnfætis öðrum OECD háskólum. „Þessar niðurstöður staðfesta að háskólamálin þurfa að njóta sérstakrar athygli,“ segir Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

6
Sif Sigmarsdóttir
Sérvitringar, afætur og „sellát“
Sif Sigmarsdóttir veltir fyrir sér þeirri mótsagnakenndu afstöðu samfélagsins að vilja hafa rithöfunda bæði ósérhlífna og fátæka, en jafnframt fordæma þá þegar þeir leita sér tekjulinda.
Mest lesið í mánuðinum

1
Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið
Sigurður Elías Guðmundsson, sem er tekjuhæstur á Suðurlandi, minnir á að mikill tími fari í farsæla uppbyggingu á rekstri og því fylgi miklar fórnir einnig. Þannig hafi reksturinn kostað hann hjónabandið.

2
Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Baráttan á Alþingi um veiðigjöldin varð til þess að tekjur ríkisins hækka um nokkra milljarða á ári. Útgerðarkóngar toppa Hátekjulistann um land allt, sumir með milljarða í tekjur hver. Sex fjölskyldur eiga um helming kvótans og gróðinn streymir í óskyldar greinar og til næstu kynslóða.

3
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.

4
Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Listdansarinn og sagnfræðingurinn Ingibjörg Björnsdóttir er einn af tekjuhærri Hafnfirðingum ársins. Hún segist lítið velta peningum fyrir sér og hefur nýlokið bráðmerkilegu sagnfræðiriti um listdanssögu á Íslandi.

5
Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal
Átta íbúar í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar, þar á meðal skattakóngur Suðurlands.

6
Allir forsetar Íslands á Hátekjulistanum
Fjögur hafa gegnt embætti forseta Íslands síðustu 45 ár og eiga þau öll sæti á Hátekjulista Heimildarinnar.
Athugasemdir