Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV

Ei­rík­ur Finn­ur Greips­son, stjórn­ar­mað­ur í Rík­is­út­varp­inu og vin­ur Ill­uga Gunn­ars­son­ar til margra ára, var að­stoð­ar­spari­sjóðs­stjóri þeg­ar Ill­ugi og eig­in­kona hans fengu lán þar í tvígang. Seinna lán­ið var til að greiða upp fjár­nám hjá Glitni í árs­byrj­un 2008. Ei­rík­ur Finn­ur vill ekki ræða lán­veit­ing­arn­ar. Ill­ugi skip­aði hann í stjórn RÚV.

Yfirmaðurinn í sparisjóðnum, sem hjálpaði  Illuga undan fjárnámi, var skipaður í stjórn RÚV
Lánið notað til að aflétta fjárnámi Lánið frá Sparisjóði Vestfirðinga var notað til aflétta fjárnámi frá Glitni upp á sjö milljónir sem hvíldi á íbúð Illuga Gunnarssonar og eiginkonu hans. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra náði að forðast fjárnám með láni frá sparisjóði sem var að hluta til undir stjórn vinar hans, sem hann skipaði síðan í stjórn RÚV. Viðkomandi vinur Illuga gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun um hann.

Sparisjóður Vestfirðinga veitti eiginkonu Illuga Gunnarssonar 4,7 milljóna króna lán í lok árs 2007 til að greiða upp fjárnám upp á ríflega sjö milljónir króna frá Glitni sem hvílt hafði á íbúð þeirra hjóna á Ránargötu frá því í nóvember sama ár. Íbúðin var þá þegar veðsett fyrir rúmlega 50 milljóna króna lánum. Aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestfirðinga á þessum tíma var Eiríkur Finnur Greipsson sem Illugi skipaði í stjórn Ríkisútvarpsins en hann stýrði starfsemi sjóðsins á Flateyri þar sem gögnin um lánasviðskiptin voru undirrituð.

Um var að ræða annað lánið sem sparisjóðurinn veitti Illuga og eiginkonu hans, Brynhildi Einarsdóttur. Upphaflega hafði sjóðurinn lánað þeim rúmar sjö milljónir króna fyrir íbúðinni sjálfri árið 2005. Sparisjóðurinn veitti auk þess leyfi árið 2006 til frekari veðsetningar á íbúðinni hjá öðrum fjármálafyrirtækjum þrátt fyrir þá fjárhagslegu hagsmuni sem sjóðurinn átti í íbúðinni. Á árunum fyrir og eftir efnahagshrunið, á meðan Eiríkur Finnur var ennþá aðstoðarsparisjóðsstjóri, veitti sjóðurinn Illuga Gunnarssyni og konu hans því umtalsverða fyrirgreiðslu. 

„Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma“

„Er honum óheimilt að skipa vini sína?“

Eiríkur Finnur var í fréttum fyrir helgi þegar hann steig fram og varði Illuga Gunnarsson í Orku Energy málinu. Þá sagði hann að Stundin ástundaði „lágkúruleg vinnubrögð“ í umfjöllun sinni um málið. Einnig sagði hann að Illugi hefði beðið hann að taka sæti í stjórn RÚV. „Ég skil reyndar ekki samhengið, en Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára.“ Þá spurði Vísir hann hvort líta mætti á skipan hans í stjórn RÚV sem einhvers konar vinahygli en Eiríkur Finnur var ósammála því. „Er honum óheimilt að skipa vini sína? Eru þeir vanhæfir þar með? Ég spyr nú bara svo á móti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár