Nafn Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og eins eiganda Pressunnar ehf., er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu sem Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna gerðu opinber síðdegis í gær. Sigurður vakti athygli nýverið þegar hann líkti vinnubrögðum Kastljóss á RÚV í umfjöllun sinni á aflandsfélögum við vinnubrögð Hitlers. „Af einhverjum ástæðum virðist enginn sjá neitt athugavert við þau vinnubrögð sem Kastljós Ríkisútvarpsins beitir. Nú er ekkert til sem heitir friðhelgi einkalífs, nú er ekkert til sem heitir að glugga í póst annarra. Nú skiptir bara máli að ala á ólgu og tortryggni alveg eins Hitler og smámennin í kringum hann gerðu,“ skrifaði Sigurður orðrétt í bloggfærslu sinni á Pressunni.
Félag stofnað um hlut í Stöð 2
Félag Sigurðar G. nefndist Janner Consulting Corp. og var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunninum var félagið stofnað í janúar 2006 en afskráð í október 2011.
Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson vakti athygli á aflandsfélagi Sigurðar á Facebook-síðu sinni í gær. Í athugasemd við færslu Kristins
Athugasemdir