Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Sigurður Gísli Björnsson, sem í fjölda ára var einn umsvifamesti fiskútflytjandi landsins, er sakaður um að hafa stungið rúmlega milljarði króna undan sköttum og fært í gegnum falska reiknninga og aflandsfélög í eigin vasa. Hann er ákærður fyrir stófelld brot á skattalögum, bókhaldslögum og peningaþvætti. Íslenskur lögmaður sem einnig er ákærður segist saklaus.
Fréttir
Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land
Byggingafélag Gylfa og Gunnars á í viðræðum við Landsbankann um kaup á rúmum 35 hekturum í Reykjanesbæ sem tryggir þeim byggingarrétt á allt að 485 íbúðum. Keyptu Setbergslandið fyrir einn milljarð í janúar.
FréttirPanama-skjölin
Líkti Kastljósinu við Hitler - er sjálfur í gögnunum
Nafn hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar er að finna í Panama-skjölunum. Sigurður hefur áður líkt vinnubrögðum fréttamanna í umfjöllun um aflandsfélög við vinnubrögð Hitlers.
Fréttir
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Uppruni fjölskylduveldis Dorritar Moussaieff er reifarakennd saga. Aðalpersóna hennar er faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff. Nýlega kom út bókin Unholy Business þar sem ólöglegur flutningur og verslun á fornmunum fyrir botni Miðjarðarhafs er skoðaður í kjölinn, og er hlutur föður Dorritar þar mjög fyrirferðarmikill. Skattaleg fimleikastökk Dorritar á milli landa til þess að halda fjármunum utan seilingar skattayfirvalda höggva svo í sama knérunn og faðirinn.
FréttirPanama-skjölin
Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
Skattasérfræðingur segir að yfirlýsing Benedikts Sveinssonar um eignarhald Tortólafélags hans á fasteign á Flórída skilji eftir sig margar spurningar. Benedikt segir að fyrirtækið á Tortóla hafi verið tekjulaust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hefur þetta félag keypt hús á 45 milljónir króna og rekið það um sextán ára skeið.
Fréttir
Það sem Panamaskjölin opinbera um listheiminn
Stærsta listaverkasafn veraldar er ekki opið almenningi. Fæstir vita að það sé til. Í hinni svokölluðu fríhöfn í Genf eru yfir ein milljón verka geymd, þar á meðal verk eftir Vincent Van Gogh, Matisse og Pablo Picasso. Eignarhald þessara verka fer leynt, en Panamalekinn hefur varpað ljósi á hluta safnsins og hverjir eiga það.
Úttekt
Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson eru meðal þeirra þingmanna sem ekki hafa svarað spurningum um eignir sínar erlendis. Enginn þeirra þingmanna sem segist eiga eignir erlendis á eignir í skattaskjóli. Stundin spurði alla þingmenn á Alþingi um eignir þeirra erlendis og eru sárafáir sem einhverjar eignir eiga utan Íslands.
PistillPanama-skjölin
Bragi Páll Sigurðarson
Lýgur þú, Bjarni Ben?
Nafn Bjarna Benediktssonar er í panamaskjölunum alræmdu. Hann fullyrðir að skattagögn gætu sannað sakleysi hans, en hefur þó ekki enn lagt þau fram. Hvað veldur?
Erlent
Það sem Panamaskjölin opinbera um Norðurlöndin
Stærstu bankar Norðurlanda, eins og DNB og Nordea, eru viðriðnir vafasöm viðskipti í gegnum útibú sín í Lúxemborg. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafa bankar aðstoðað einstaklinga í samskiptum sínum við panamísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca, og víða er pottur brotinn þótt ekkert landanna komist með tærnar þar sem Ísland er með hælanna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson tengjast skattaskjólum og lágskattasvæðum bæði með beinum hætti og óbeinum. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar nýtti sér Tortólafélög í gegnum Lúxemborg til að taka út 354 milljóna króna arð eftir hrun. Mikilvægasta fjárfestingarfélag föðurbróður Bjarna, Einars Sveinssonar, var flutt frá Kýpur til Lúxemborgar með rúmlega 800 milljóna króna eignum. Hversu mörg önnur fyrirtæki í skattaskjólum og á lágskattasvæðum tengjast þessum formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks?
FréttirPanama-skjölin
Júlíus Vífill segir af sér og Sveinbjörg fer í tímabundið leyfi
Júlíus Vífill Ingvarsson hóf borgarstjórnarfund í dag á því að segja af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Segir hann að aflandsfélag sitt á Panama væri hugsað sem lífeyrissjóður, en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Sveinbjörg Birna ætlar í tímabundið leyfi, þar til rannsókn á því hvort hún hafi brotið lög er lokið.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
9
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.