Það kann að vekja furðu margra að sjá nöfn löngu látinna málara víða í skjölum Mossack Fonseca. Marc Chagall, Matisse og meira að segja Vincent Van Gogh sem í lifanda lífi náði ekki að selja eitt einasta verk, má finna þarna flakkandi á milli aflandsfélaga. Í sumum tilvikum er verið að fela eignir til að komast undan erfðaskatti. Í öðrum er um að ræða langar fléttur til að fela raunverulegan seljanda verkanna á uppboðum, og komast þannig hjá því að greiða skatta af sölunni.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Það sem Panamaskjölin opinbera um listheiminn
Stærsta listaverkasafn veraldar er ekki opið almenningi. Fæstir vita að það sé til. Í hinni svokölluðu fríhöfn í Genf eru yfir ein milljón verka geymd, þar á meðal verk eftir Vincent Van Gogh, Matisse og Pablo Picasso. Eignarhald þessara verka fer leynt, en Panamalekinn hefur varpað ljósi á hluta safnsins og hverjir eiga það.
Athugasemdir