Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Engir aðrir þingmenn segjast vera tengdir skattaskjólum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son eru með­al þeirra þing­manna sem ekki hafa svar­að spurn­ing­um um eign­ir sín­ar er­lend­is. Eng­inn þeirra þing­manna sem seg­ist eiga eign­ir er­lend­is á eign­ir í skatta­skjóli. Stund­in spurði alla þing­menn á Al­þingi um eign­ir þeirra er­lend­is og eru sára­fá­ir sem ein­hverj­ar eign­ir eiga ut­an Ís­lands.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannesson eru meðal þeirra þingmanna sem ekki hafa svarað spurningum Stundarinnar um eignir sínar eða félaga í sinni eigu erlendis. Langflestir þingmanna hafa hins vegar svarað spurningum blaðsins um eignastöðu sína erlendis og eiga langflestir sem hafa svarað engar eignir erlendis og enginn lýsti kröfum í þrotabú föllnu bankanna þriggja.

Nokkrir þingmenn eiga eignir erlendis, til dæmis Valgerður Bjarnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, en þar um að ræða lífeyrissjóðsréttindi í belgískum banka í fyrra tilfellinu og hlutabréf í London í því seinna. Enginn þingmaður sem hefur svarað spurningum Stundarinnar hefur sagt að hann eða hún eigi félag á lágskattasvæði eða skattaskjóli.

Þrír þingmenn tengjast skattaskjólum

Eins og staðan er núna, út frá þessum svörum, þá liggur fyrir að það eru þrír ráðherrar sem tengjast skattaskjólum, líkt og komið hefur fram. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal. Ólöf er hins vegar ekki þingmaður heldur utanþingsráðherra. Öll héldu þau þessum tengslum leyndum þar til fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf. og blaðamannasamtökin ICIJ greindu frá þeim fyrr í mánuðinum eftir margra mánaða rannsóknarvinnu. 

Sigmundur Davíð, eða félagið Wintris Inc. á Tortólu sem hann átti hlut í þar til í árslok 2009, er eini þingmaðurinn sem lýst kröfum í bú föllnu bankanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panama-skjölin

Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Úttekt

Sæ­marks­stjóri ákærð­ur ásamt lög­manni fyr­ir stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, sem í fjölda ára var einn um­svifa­mesti fiskút­flytj­andi lands­ins, er sak­að­ur um að hafa stung­ið rúm­lega millj­arði króna und­an skött­um og fært í gegn­um falska reiknn­inga og af­l­ands­fé­lög í eig­in vasa. Hann er ákærð­ur fyr­ir stó­felld brot á skatta­lög­um, bók­halds­lög­um og pen­inga­þvætti. Ís­lensk­ur lög­mað­ur sem einnig er ákærð­ur seg­ist sak­laus.
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Fréttir

Grafarán, hór­mang og smygl: Auð­ur Dor­rit­ar Moussai­eff

Upp­runi fjöl­skyldu­veld­is Dor­rit­ar Moussai­eff er reifara­kennd saga. Að­al­per­sóna henn­ar er fað­ir Dor­rit­ar, Shlomo Moussai­eff. Ný­lega kom út bók­in Un­holy Bus­iness þar sem ólög­leg­ur flutn­ing­ur og versl­un á forn­mun­um fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs er skoð­að­ur í kjöl­inn, og er hlut­ur föð­ur Dor­rit­ar þar mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Skatta­leg fim­leika­stökk Dor­rit­ar á milli landa til þess að halda fjár­mun­um ut­an seil­ing­ar skatta­yf­ir­valda höggva svo í sama knérunn og fað­ir­inn.
Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
FréttirPanama-skjölin

Yf­ir­lýs­ing Bene­dikts um Tor­tóla­fé­lag­ið vek­ur upp marg­ar spurn­ing­ar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár