Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar um að hvorki hann né Dorrit, eiginkona hans, ættu neinar eignir í skattaparadísum hefur í kjölfar leka Panama-skjalanna orðið ljóst að Dorrit Moussaieff tengist aflandsfélögum á fjölmarga vegu. Ef uppruni fjölskylduveldisins sem Dorrit er hluti af er skoðaður kemur í ljós reifarakennd saga, og rót hennar og aðalpersóna er faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff. Nýlega kom út bókin Unholy Business þar sem ólöglegur flutningur og verslun á fornmunum fyrir botni Miðjarðarhafs er skoðaður í kjölinn, og er hlutur faðir Dorritar þar mjög fyrirferðamikill.
Uppruni fjölskylduveldis Dorritar Moussaieff er reifarakennd saga. Aðalpersóna hennar er faðir Dorritar, Shlomo Moussaieff. Nýlega kom út bókin Unholy Business þar sem ólöglegur flutningur og verslun á fornmunum fyrir botni Miðjarðarhafs er skoðaður í kjölinn, og er hlutur föður Dorritar þar mjög fyrirferðarmikill. Skattaleg fimleikastökk Dorritar á milli landa til þess að halda fjármunum utan seilingar skattayfirvalda höggva svo í sama knérunn og faðirinn.
Athugasemdir