Panamaskjölin eru þegar byrjuð að hafa áhrif víða um heim. Heimildarmynd sem ríkisútvarp Danmörku, DR, birti á sama tíma og sérþáttur Kastljóss fór í loftið á sunnudaginn opinberaði að ýmsir danskir bankar áttu í viðskiptum við Mossack Fonseca, þar á meðal Nordea og Jysk Bank og aðstoðuðu viðskiptavini sína við skatta-undanskot.
Bankinn Nordea vakti sérstaka athygli fjölmiðla, en hann er stærsti banki Svíþjóðar og næststærsti banki Danmerkur. Stærsti hluthafinn í Nordea er finnska tryggingafyrirtækið Sampo, en Nordea mætti nánast kalla norrænt samstarfsverkefni. Bankinn hefur 1.100 útibú í öllum norðurlöndunum, 11 milljón einstaklinga og 700 þúsund fyrirtæki á skrá yfir viðskiptavini. Viðskipti hans ná þó út fyrir norðurlöndin, Nordea stundar viðskipti í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum líka.
Athugasemdir