Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Júlíus Vífill segir af sér og Sveinbjörg fer í tímabundið leyfi

Júlí­us Víf­ill Ingvars­son hóf borg­ar­stjórn­ar­fund í dag á því að segja af sér sem borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Seg­ir hann að af­l­ands­fé­lag sitt á Panama væri hugs­að sem líf­eyr­is­sjóð­ur, en ekki fé­lag sem gæti átt í við­skipt­um. Svein­björg Birna ætl­ar í tíma­bund­ið leyfi, þar til rann­sókn á því hvort hún hafi brot­ið lög er lok­ið.

Júlíus Vífill segir af sér og Sveinbjörg fer í tímabundið leyfi
Afsögn. Júlíus Vífill er einn af þeim stjórnmálamönnum sem hitnað hefur undir eftir leka Panama-skjalanna. Mynd: xd.is

Júlíus Vífill Ingvarsson hóf borgarstjórnarfund í dag á því að segja af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Á fundinum svaraði Júlíus spurningum varðandi eign hans í Panama. Útskýrði hann að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Sagði hann jafnframt að mikilvægt væri að farið yrði yfir hagsmundaskráningu borgarstjórnar. Þar væri þess ekki getið að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði, og þessvegna hefði hann ekki skráð eignir sínar í Panama þar.

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf og bætti því við að hann hefði tekið hárrétta ákvörðun.

Fundur borgarstjórnar hófst klukkan tvö í dag. Þar á að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoða hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum.

Nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttir kemur einnig fram í skjölum Panama-lekans. Tengist hún tveimur aflandsfélögum, annað skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið sem skráð er á Panama ber nafnið Ice 1 Corp og er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. og er Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” segir á vefsíðu Reykjavík media. Segist Sveinbjörg hafa talið að búið væri að slíta félaginu.

Sveinbjörg Birna.
Sveinbjörg Birna. Framsókn-og flugvallarvinir komu tveimur fulltrúum í borgarstjórn eftir að hafa sett sig á móti byggingu mosku í Reykjavík.

Aflandsfélag Júlíusar Vífils í Panama var stofnað árið 2014. Á föstudaginn sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann hafi hugsað sér sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Hann er einnig varamaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar.

Er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi, en sendi hún frá sér yfirlýsingu, þar sem hún sagðist ætla í tímabundið leyfi þar til rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin yrði lokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panama-skjölin

Sæmarksstjóri ákærður ásamt lögmanni fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti
Úttekt

Sæ­marks­stjóri ákærð­ur ásamt lög­manni fyr­ir stór­felld skattsvik og pen­inga­þvætti

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, sem í fjölda ára var einn um­svifa­mesti fiskút­flytj­andi lands­ins, er sak­að­ur um að hafa stung­ið rúm­lega millj­arði króna und­an skött­um og fært í gegn­um falska reiknn­inga og af­l­ands­fé­lög í eig­in vasa. Hann er ákærð­ur fyr­ir stó­felld brot á skatta­lög­um, bók­halds­lög­um og pen­inga­þvætti. Ís­lensk­ur lög­mað­ur sem einnig er ákærð­ur seg­ist sak­laus.
Grafarán, hórmang og smygl: Auður Dorritar Moussaieff
Fréttir

Grafarán, hór­mang og smygl: Auð­ur Dor­rit­ar Moussai­eff

Upp­runi fjöl­skyldu­veld­is Dor­rit­ar Moussai­eff er reifara­kennd saga. Að­al­per­sóna henn­ar er fað­ir Dor­rit­ar, Shlomo Moussai­eff. Ný­lega kom út bók­in Un­holy Bus­iness þar sem ólög­leg­ur flutn­ing­ur og versl­un á forn­mun­um fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs er skoð­að­ur í kjöl­inn, og er hlut­ur föð­ur Dor­rit­ar þar mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Skatta­leg fim­leika­stökk Dor­rit­ar á milli landa til þess að halda fjár­mun­um ut­an seil­ing­ar skatta­yf­ir­valda höggva svo í sama knérunn og fað­ir­inn.
Yfirlýsing Benedikts um Tortólafélagið vekur upp margar spurningar
FréttirPanama-skjölin

Yf­ir­lýs­ing Bene­dikts um Tor­tóla­fé­lag­ið vek­ur upp marg­ar spurn­ing­ar

Skatta­sér­fræð­ing­ur seg­ir að yf­ir­lýs­ing Bene­dikts Sveins­son­ar um eign­ar­hald Tor­tóla­fé­lags hans á fast­eign á Flórída skilji eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Bene­dikt seg­ir að fyr­ir­tæk­ið á Tor­tóla hafi ver­ið tekju­laust og hafi aldrei átt neitt fé. Samt hef­ur þetta fé­lag keypt hús á 45 millj­ón­ir króna og rek­ið það um sex­tán ára skeið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár