Eignarhaldsfélag Gunnlaugs Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greiddi tæplega 354 milljóna króna arð til hluthafa sinna árið 2009 þegar eignarhald fyrirtækisins var í gegnum þrjú fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu. Fyrirtæki Gunnlaugs í Lúxemborg, GSSG Holding S.A., hagnaðist um tæplega 187 milljónir króna árið 2009 og hafði hagnast um rúmlega 80 milljónir króna árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins í Lúxemborg sem Stundin hefur undir höndum.
Fyrirtæki Gunnlaugs í Lúxemborg er fjársterkt og átti þegar mest lét tæplega 600 milljóna króna eignir árið 2009. Það hélt meðal annars utan um hlutabréf Gunnlaugs í fjárfestingarfélaginu Teton ehf. á Íslandi sem hagnaðist um rúmlega milljarð króna á verðbréfaviðskiptum á Íslandi á hrunárinu 2008. Tæplega 354 milljónir króna runnu út úr félaginu í Lúxemborg árið 2009 en þá voru stjórnendur félagsins fyrirtækin þrjú á Tortólu, Birefield Holdings Limited, Starbrook International Limited og Waverton Group Limited.
Stór hluti eignanna í gegnum Tortólu
Þetta þýðir að stór hluti núverandi og tilvonandi eigna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er annað hvort vistaður í félögum á Tortólu eða hefur farið í gegnum félög á Tortólu.
Athugasemdir