Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri gerði í dag hús­leit í verk­smiðju á Ak­ur­eyri sem er sögð fram­leiða „krafta­verka­lausn­ina“ MMS. Hún er tal­in geta vald­ið al­var­leg­um veik­ind­um og jafn­vel dauða. „Það svo­leið­is hryn­ur af þeim krabba­mein­ið,“ seg­ir fram­leið­and­inn, sem er ósátt­ur við að­gerð­irn­ar.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lögreglan á Akureyri lagði í dag hald á „kraftaverkalausnina“ MMS í húsleit sem gerð var í verksmiðju í bænum. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til alnæmis og berkla. „Það alveg svoleiðis hrynur af þeim krabbameinið um leið og þeir byrja að taka inn þennan kúr,“ segir hann í samtali við Stundina.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, staðfesti í samtali við Stundina að eftirlitið hafi falið lögreglu að rannsaka málið, en hann hafði enn ekki heyrt af aðgerðum lögreglu í dag þegar Stundin talaði við hann. „Það barst ábending til Lyfjastofnunar um að þessi vökvi væri í sölu eða dreifingu og viðkomandi gat vísað á heimasíðu. Á heimasíðunni voru engin nöfn eða ábyrgðarmenn og málið því svolítið óljóst. En heilbrigðiseftirlitið óskaði eftir að lögregla rannsakaði málið og legði hald á þennan vökva ef hann finndist,“ segir Alfreð. Hann segir að ábendingunni hafi fylgt saga af langveikum einstaklingi sem hafi verið að taka inn þennan vökva, en óvíst er hvort hann hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna þess. „Þetta er hættulegt fyrir fullfrískt fólk og þeim mun hættulegra fyrir sjúklinga,“ segir Alfreð.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár