Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri gerði í dag hús­leit í verk­smiðju á Ak­ur­eyri sem er sögð fram­leiða „krafta­verka­lausn­ina“ MMS. Hún er tal­in geta vald­ið al­var­leg­um veik­ind­um og jafn­vel dauða. „Það svo­leið­is hryn­ur af þeim krabba­mein­ið,“ seg­ir fram­leið­and­inn, sem er ósátt­ur við að­gerð­irn­ar.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lögreglan á Akureyri lagði í dag hald á „kraftaverkalausnina“ MMS í húsleit sem gerð var í verksmiðju í bænum. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til alnæmis og berkla. „Það alveg svoleiðis hrynur af þeim krabbameinið um leið og þeir byrja að taka inn þennan kúr,“ segir hann í samtali við Stundina.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, staðfesti í samtali við Stundina að eftirlitið hafi falið lögreglu að rannsaka málið, en hann hafði enn ekki heyrt af aðgerðum lögreglu í dag þegar Stundin talaði við hann. „Það barst ábending til Lyfjastofnunar um að þessi vökvi væri í sölu eða dreifingu og viðkomandi gat vísað á heimasíðu. Á heimasíðunni voru engin nöfn eða ábyrgðarmenn og málið því svolítið óljóst. En heilbrigðiseftirlitið óskaði eftir að lögregla rannsakaði málið og legði hald á þennan vökva ef hann finndist,“ segir Alfreð. Hann segir að ábendingunni hafi fylgt saga af langveikum einstaklingi sem hafi verið að taka inn þennan vökva, en óvíst er hvort hann hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna þess. „Þetta er hættulegt fyrir fullfrískt fólk og þeim mun hættulegra fyrir sjúklinga,“ segir Alfreð.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár