Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri gerði í dag hús­leit í verk­smiðju á Ak­ur­eyri sem er sögð fram­leiða „krafta­verka­lausn­ina“ MMS. Hún er tal­in geta vald­ið al­var­leg­um veik­ind­um og jafn­vel dauða. „Það svo­leið­is hryn­ur af þeim krabba­mein­ið,“ seg­ir fram­leið­and­inn, sem er ósátt­ur við að­gerð­irn­ar.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lögreglan á Akureyri lagði í dag hald á „kraftaverkalausnina“ MMS í húsleit sem gerð var í verksmiðju í bænum. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til alnæmis og berkla. „Það alveg svoleiðis hrynur af þeim krabbameinið um leið og þeir byrja að taka inn þennan kúr,“ segir hann í samtali við Stundina.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, staðfesti í samtali við Stundina að eftirlitið hafi falið lögreglu að rannsaka málið, en hann hafði enn ekki heyrt af aðgerðum lögreglu í dag þegar Stundin talaði við hann. „Það barst ábending til Lyfjastofnunar um að þessi vökvi væri í sölu eða dreifingu og viðkomandi gat vísað á heimasíðu. Á heimasíðunni voru engin nöfn eða ábyrgðarmenn og málið því svolítið óljóst. En heilbrigðiseftirlitið óskaði eftir að lögregla rannsakaði málið og legði hald á þennan vökva ef hann finndist,“ segir Alfreð. Hann segir að ábendingunni hafi fylgt saga af langveikum einstaklingi sem hafi verið að taka inn þennan vökva, en óvíst er hvort hann hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna þess. „Þetta er hættulegt fyrir fullfrískt fólk og þeim mun hættulegra fyrir sjúklinga,“ segir Alfreð.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár