Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri gerði í dag hús­leit í verk­smiðju á Ak­ur­eyri sem er sögð fram­leiða „krafta­verka­lausn­ina“ MMS. Hún er tal­in geta vald­ið al­var­leg­um veik­ind­um og jafn­vel dauða. „Það svo­leið­is hryn­ur af þeim krabba­mein­ið,“ seg­ir fram­leið­and­inn, sem er ósátt­ur við að­gerð­irn­ar.

Húsleit á Akureyri: Iðnaðarklór seldur sem „kraftaverkalausn“ fyrir sjúklinga

Lögreglan á Akureyri lagði í dag hald á „kraftaverkalausnina“ MMS í húsleit sem gerð var í verksmiðju í bænum. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til alnæmis og berkla. „Það alveg svoleiðis hrynur af þeim krabbameinið um leið og þeir byrja að taka inn þennan kúr,“ segir hann í samtali við Stundina.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, staðfesti í samtali við Stundina að eftirlitið hafi falið lögreglu að rannsaka málið, en hann hafði enn ekki heyrt af aðgerðum lögreglu í dag þegar Stundin talaði við hann. „Það barst ábending til Lyfjastofnunar um að þessi vökvi væri í sölu eða dreifingu og viðkomandi gat vísað á heimasíðu. Á heimasíðunni voru engin nöfn eða ábyrgðarmenn og málið því svolítið óljóst. En heilbrigðiseftirlitið óskaði eftir að lögregla rannsakaði málið og legði hald á þennan vökva ef hann finndist,“ segir Alfreð. Hann segir að ábendingunni hafi fylgt saga af langveikum einstaklingi sem hafi verið að taka inn þennan vökva, en óvíst er hvort hann hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna þess. „Þetta er hættulegt fyrir fullfrískt fólk og þeim mun hættulegra fyrir sjúklinga,“ segir Alfreð.   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár