Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðferðir Daníels „milljarðamærings“ kenndar við svikamyllu

Daní­el Auð­uns­son kom fram í Ís­fólk­inu á Rúv og seg­ist vera millj­arða­mær­ing­ur sem hef­ur gert það gott á net­versl­un­inni Amazon og nám­skeið­inu Amaz­ing Sell­ing Machine. Washingt­on Post hef­ur fjall­að um sam­bæri­leg­ar að­ferð­ir og Daní­el not­ar sem sagð­ar voru svika­mylla.

Aðferðir Daníels „milljarðamærings“ kenndar við svikamyllu
Daníel Auðunsson Viðskiptahættir Daníel vekja upp margar spurningar.

S

Saga Daníels Auðunssonar hefur nú birst víða í íslenskum fjölmiðlum, allt frá fyrstu frétt um hann á Fréttanetinu til nærmyndar í Ísfólkarþætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur. Daníel segist vera milljarðamæringur sem hefur gert það gott á netversluninni Amazon. Við nánari skoðun stemmir ekki allt sem hann heldur fram.

Hvers vegna leggur maður sem segist hala inn milljón dollara á mánuði mesta áherslu á að kenna öðrum list sína? Hvers vegna skilur hann eftir sig slóð ruslsíða sem aðeins nokkrum mánuðum síðar eru óvirkar? Hvers vegna getur hann ekki nefnt eitt einasta dæmi um vöru sem hann selur?

Ástæðan er sú að viðskiptahættir eins og þeir sem Daníel stundar eru á gráu svæði og hefur þeim verið líkt við svikamyllu. Daníel er búsettur á Filippseyjum en að hans sögn starfa þar fimmtíu manns hjá fyrirtæki hans.

Gervigagnrýni

Daníel hefur sjálfur sagt að viðskipti hans á Amazon hafi byrjað með því að hann keypti og svo endurseldi bækur. „Ég keypti svona stuttar e-bækur af fólki út um allan heim, sem ég borgaði kannski fimm til tíu þúsund kall til að skrifa svona litla bók um einhvern heilsudiet og svoleiðis. Svo gaf ég þær út á Kindle og markaðsetti á Amazon. Þær seldust og ég byrjaði að græða,“ sagði Daníel í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon í apríl. Í þættinum Ísfólkið orðaði hann þetta svo: „Basically, þá hönnum við okkar eigin vörumerki og kaupum vörurnar í vörumerkin frá framleiðendum í Kína og Bandaríkjunum. Svo setjum við þær á netið og markaðssetjum.“

Það sem Daníel lýsir þarna er nokkurs konar svikamylla sem bandaríska dagblaðið Washington Post gerði ítarlega úttekt á í október. Umfjöllun dagblaðsins snýr að nokkurs konar svikahrappi sem gefur út nýja bók á fimm daga fresti. „Rithöfundurinn“ kallar sig Dagný Taggart, líkt og aðalsöguhetjan í frjálshyggjuritinu Undirstöðunni, eða Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, en er raunar argentínskur maður að nafni Alexis Pablo Marrocco.

Lýsing blaðsins á svikamyllu Marrocco hljómar nær nákvæmlega eins og lýsing Daníels utan ákveðins lykilatriðis: kaup og sala á gagnrýni. Blaðið kallar verknaðinn að leggja gervigras (e. astroturfing), menn í bransanum skiptast á að gefa hvor öðrum góðar einkunn, hafa jafnvel fólk í vinnu við það, sem svo veldur því að þrátt fyrir mjög lítin gæði vörunnar þá flýtur hún ofarlega á vörulista Amazon.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár