Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðferðir Daníels „milljarðamærings“ kenndar við svikamyllu

Daní­el Auð­uns­son kom fram í Ís­fólk­inu á Rúv og seg­ist vera millj­arða­mær­ing­ur sem hef­ur gert það gott á net­versl­un­inni Amazon og nám­skeið­inu Amaz­ing Sell­ing Machine. Washingt­on Post hef­ur fjall­að um sam­bæri­leg­ar að­ferð­ir og Daní­el not­ar sem sagð­ar voru svika­mylla.

Aðferðir Daníels „milljarðamærings“ kenndar við svikamyllu
Daníel Auðunsson Viðskiptahættir Daníel vekja upp margar spurningar.

S

Saga Daníels Auðunssonar hefur nú birst víða í íslenskum fjölmiðlum, allt frá fyrstu frétt um hann á Fréttanetinu til nærmyndar í Ísfólkarþætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur. Daníel segist vera milljarðamæringur sem hefur gert það gott á netversluninni Amazon. Við nánari skoðun stemmir ekki allt sem hann heldur fram.

Hvers vegna leggur maður sem segist hala inn milljón dollara á mánuði mesta áherslu á að kenna öðrum list sína? Hvers vegna skilur hann eftir sig slóð ruslsíða sem aðeins nokkrum mánuðum síðar eru óvirkar? Hvers vegna getur hann ekki nefnt eitt einasta dæmi um vöru sem hann selur?

Ástæðan er sú að viðskiptahættir eins og þeir sem Daníel stundar eru á gráu svæði og hefur þeim verið líkt við svikamyllu. Daníel er búsettur á Filippseyjum en að hans sögn starfa þar fimmtíu manns hjá fyrirtæki hans.

Gervigagnrýni

Daníel hefur sjálfur sagt að viðskipti hans á Amazon hafi byrjað með því að hann keypti og svo endurseldi bækur. „Ég keypti svona stuttar e-bækur af fólki út um allan heim, sem ég borgaði kannski fimm til tíu þúsund kall til að skrifa svona litla bók um einhvern heilsudiet og svoleiðis. Svo gaf ég þær út á Kindle og markaðsetti á Amazon. Þær seldust og ég byrjaði að græða,“ sagði Daníel í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon í apríl. Í þættinum Ísfólkið orðaði hann þetta svo: „Basically, þá hönnum við okkar eigin vörumerki og kaupum vörurnar í vörumerkin frá framleiðendum í Kína og Bandaríkjunum. Svo setjum við þær á netið og markaðssetjum.“

Það sem Daníel lýsir þarna er nokkurs konar svikamylla sem bandaríska dagblaðið Washington Post gerði ítarlega úttekt á í október. Umfjöllun dagblaðsins snýr að nokkurs konar svikahrappi sem gefur út nýja bók á fimm daga fresti. „Rithöfundurinn“ kallar sig Dagný Taggart, líkt og aðalsöguhetjan í frjálshyggjuritinu Undirstöðunni, eða Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, en er raunar argentínskur maður að nafni Alexis Pablo Marrocco.

Lýsing blaðsins á svikamyllu Marrocco hljómar nær nákvæmlega eins og lýsing Daníels utan ákveðins lykilatriðis: kaup og sala á gagnrýni. Blaðið kallar verknaðinn að leggja gervigras (e. astroturfing), menn í bransanum skiptast á að gefa hvor öðrum góðar einkunn, hafa jafnvel fólk í vinnu við það, sem svo veldur því að þrátt fyrir mjög lítin gæði vörunnar þá flýtur hún ofarlega á vörulista Amazon.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu