Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kraftaverkaklórinn MMS: „Manni svíður undan því“

Að­stand­andi sjúk­lings sem var ginnt­ur til að kaupa „krafta­verka­lausn­ina“ MMS af Jó­hann­esi Bjarmars­syni seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar. Hann seg­ir að sölu­mað­ur á veg­um Jó­hann­es­ar hafi log­ið um vör­una, sem er í raun iðn­að­ar­klór.

Kraftaverkaklórinn MMS: „Manni svíður undan því“
Eigandi Gæðafóðurs Jóhannes hefur ítrekað sagt að klórinn væri ekki til sölu. Mynd: Photographer.is / Geirix

Aðstandandi sjúklings sem var ginntur til að kaupa „kraftaverkalausnina“ MMS, Miracle Mineral Supplement, segir það alrangt að varan hafi ekki verið seld. Aðstandandi sjúklingsins biðst undan þess að vera nafngreindur, ættingja síns vegna. Jóhannes Bjarmarsson, framleiðandi MMS og eini eigandi Gæðafóðurs, hefur ítrekað haldið því fram í viðtölum við Stundina að varan, sem byggir í raun á iðnaðarklór, sé ekki seld á neinu föstu verði.

„Við höfum ekki verið að selja þetta á neinu föstu verði. Við höfum bara látið fólk fá þetta og látið það borga það sem það vildi. Við erum bara að hjálpa fólki en ekki að græða neitt,“ sagði Jóhannes þá. Á heimasíðu Jóhannesar var áður hægt að finna verðlista á mismunandi útgáfum vörunnar. Nú er þó búið að fjarlægja þann hluta vefsíðunnar. Þar stóð áður að 150 millílítrar af ACD drykk, en ACD er annað orð yfir MMS, kostuðu 34 evrur, eða tæplega fimm þúsund krónur. Aðstandandi sjúklingsins segir að ættingi sinn hafi borgað ríflega þrjú þúsund krónur fyrir sambærilega vöru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár