Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kraftaverkaklórinn MMS: „Manni svíður undan því“

Að­stand­andi sjúk­lings sem var ginnt­ur til að kaupa „krafta­verka­lausn­ina“ MMS af Jó­hann­esi Bjarmars­syni seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar. Hann seg­ir að sölu­mað­ur á veg­um Jó­hann­es­ar hafi log­ið um vör­una, sem er í raun iðn­að­ar­klór.

Kraftaverkaklórinn MMS: „Manni svíður undan því“
Eigandi Gæðafóðurs Jóhannes hefur ítrekað sagt að klórinn væri ekki til sölu. Mynd: Photographer.is / Geirix

Aðstandandi sjúklings sem var ginntur til að kaupa „kraftaverkalausnina“ MMS, Miracle Mineral Supplement, segir það alrangt að varan hafi ekki verið seld. Aðstandandi sjúklingsins biðst undan þess að vera nafngreindur, ættingja síns vegna. Jóhannes Bjarmarsson, framleiðandi MMS og eini eigandi Gæðafóðurs, hefur ítrekað haldið því fram í viðtölum við Stundina að varan, sem byggir í raun á iðnaðarklór, sé ekki seld á neinu föstu verði.

„Við höfum ekki verið að selja þetta á neinu föstu verði. Við höfum bara látið fólk fá þetta og látið það borga það sem það vildi. Við erum bara að hjálpa fólki en ekki að græða neitt,“ sagði Jóhannes þá. Á heimasíðu Jóhannesar var áður hægt að finna verðlista á mismunandi útgáfum vörunnar. Nú er þó búið að fjarlægja þann hluta vefsíðunnar. Þar stóð áður að 150 millílítrar af ACD drykk, en ACD er annað orð yfir MMS, kostuðu 34 evrur, eða tæplega fimm þúsund krónur. Aðstandandi sjúklingsins segir að ættingi sinn hafi borgað ríflega þrjú þúsund krónur fyrir sambærilega vöru.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár