Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi hunsar ítrekaðar spurningar um Orku Energy málið frá fimm fjölmiðlum

Frétta­stofa RÚV, Kast­ljós­ið, DV, Vís­ir og Stund­in hafa öll reynt að fá svör frá Ill­uga Gunn­ars­syni mennta­mála­ráð­herra um tengsl hans og Orku Energy. Fjöl­miðl­arn­ir byrj­uðu að senda spurn­ing­arn­ar fyr­ir fimm mán­uð­um síð­an.

Illugi hunsar ítrekaðar spurningar um Orku Energy málið frá fimm fjölmiðlum
Fimm fjölmiðlar hafa reynt án árangurs Fimm fjölmiðlar hafa nú reynt að fá svör við spurningum um tengsl Illuga Gunnarssonar og Orku Energy en án árangurs. Mynd: Pressphotos

Fimm ritstjórnir fjölmiðla á Íslandi hafa á síðustu mánuðum reynt að fá Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra til að svara spurningum um Orku Energy málið en án árangurs. Þetta kemur fram í svörum frá fjölmiðlunum, eða ritstjórnunum, við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Fjölmiðlarnir, eða ristjórnirnar sem um ræðir, eru: Fréttastofa RÚV, Kastljós RÚV, DV, vísir.is og Stundin. 

Líkt og komið hefur fram í Stundinni þá hefur fjölmiðillinn sent Illuga Gunnarssyni, eða aðstoðarmanni hans Sigríði Hallgrímsdóttur, fimmtán tölvupósta með spurningum um Orku Energy málið, eða ítrekanir um að hann svari spurningum um málið, frá því í lok apríl. En það var þá sem Illugi hætti að svara spurningum fjölmiðla um Orku Energy málið. Illugi greindi þá frá að hann hefði selt stjórnarformanni Orku Energy, Hauki Harðasyni, íbúð sína á Ránargötu eftir að hann lenti í fjárhagserfiðleikum. 

Í svörum frá fjölmiðlunum sem í kjölfarið á þessum upplýsingum reyndu að fá Illuga til að svara spurningum um viðskipti sín og stjórnarformanns Orku Energy kemur fram að þeir hafi þá reynt mjög að fá Illuga í viðtal. Þannig segir Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttamaður á fréttastofu RÚV, frá því í skriflegu svari til Stundarinnar að hann hafi í þrjá daga reynt að fá Illuga í viðtal en án árangurs: „Ég sendi tölvupóst á Illuga Gunnarsson og Sigríði Hallgrímsdóttur, aðstoðarkonu hans, þrjá daga í röð; 27., 28. og 29. apríl, þar sem ég bað ráðherra um viðtal til að spyrja hann um tengsl hans og samskipti við Orku Energy og ráðamenn fyrirtækisins. Engin svör hafa enn borist við þessari beiðni.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár