Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni vill ekki rannsaka einkavæðingu bankanna

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill draga lær­dóm af blekk­ing­um við einka­væð­ingu bank­anna en ekki rann­saka hana nán­ar. Með­lim­ur einka­væð­ing­ar­nefnd­ar sagði af sér vegna óá­sætt­an­legra vinnu­bragða við sölu rík­is­ins á Lands­bank­an­um og taldi for­menn flokk­anna hafa hand­val­ið kaup­end­ur bank­anna. Ólaf­ur Ólafs­son af­sal­aði Fram­sókn­ar­flokkn­um húsi mán­uði áð­ur en hann keypti Bún­að­ar­bank­ann af rík­inu á fölsk­um for­send­um.

Bjarni vill ekki rannsaka einkavæðingu bankanna

Þrátt fyrir að rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbankans hafi leitt í ljós umfangsmikla blekkingu kaupenda bankans, vill Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ekki rannsaka einkavæðingu bankanna.

Þetta kemur fram í viðtali Bjarna við Sjónvarpið. „Við þurfum að reyna að draga lærdóm af því sem þarna gerðist,“ sagði Bjarni. Spurður hvort fara þurfi í ítarlegri greiningu á því sem fór afvega í einkavæðingu bankanna segir Bjarni þó svo ekki vera. „Í mínum huga er búið að skoða það margoft og nægilega vel og við síðan bættist rannsóknarskýrsla Alþingis í hruninu, þar sem menn höfðu heimildir til að kalla eftir upplýsingum langt umfram það sem við höfum áður fest í lög. Ég skal ekki segja, ef einhver getur bent mér á þætti í þessum málum sem væri skynsamlegt að fara ofan í enn frekar skal ég ekkert fyrirfram vera á móti því. En fyrir mína parta er ekkert aðkallandi að skoða varðandi sölu bankanna sem átti sér stað fyrir nærri fimmtán árum.“

Þá sagði Bjarni að ekki lægi á þar sem „það er ekki beint á dagskrá um næstu helgi að selja Íslandsbanka.“

Niðurstaða rannsóknarskýrslunnar er að Ólafur Ólafsson fjárfestir og hópur tengdur honum beitti blekkingum í aðdraganda kaupa S-hópsins á Búnaðarbankanum 2003. Forveri Bjarna á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum, Geir H. Haarde, undirritaði söluna fyrir hönd ríkisins og var því lýst yfir að þýskur banki væri aðili að kaupunum, en það byggði á blekkingu Ólafs. 

Skrifstofur Framsóknar fengust frá Ólafi

Tengsl Ólafs Ólafssonar við Framsóknarflokkinn hafa verið til umræðu allt frá einkavæðingu bankans í hendur S-hópsins. Ólafur afsalaði sér húsi til Framsóknarflokksins mánuði fyrir einkavæðinguna á Búnaðarbankanum. Í húsinu, við Hverfisgötu 33, eru skrifstofur flokksins nú staðsettar. Í viðskiptunum við flokkinn, sem fjallað var um í DV árið 2012, veitti Ólafur þau kjör að kaupverðið yrði greitt með yfirtöku skulda sem voru töluvert undir fasteignamati. Afsalið er dagsett 19. desember 2002, en tæpum mánuði síðar, 16. janúar 2003, var tilkynnt um kaup hóps undir forystu Ólafs á Búnaðarbankanum. Valgerður Sverrisdóttir, þá viðskiptaráðherra úr Framsóknarflokknum, skrifaði undir söluna fyrir hönd ríkisins ásamt Geir Haarde. Einn af forsprökkum kaupendahópsins með Ólafi Ólafssyni var Finnur Ingólfsson, forveri Valgerðar á stóli viðskiptaráðherra. 

Einkavæðing Landsbankans óeðlileg

Samþykkt var á Alþingi árið 2012 þingsályktunartillaga um að stofna til rannsóknar á einkavæðingu bankanna sem myndi skila niðurstöðum fyrir september árið eftir. Ekki varð af rannsókninni. Rannsókn á einkavæðingu Búnaðarbanka nú var að undirlagi Umboðsmanns Alþingis, sem er sjálfstæð eftirlitsstofnun.

Bjarni Benediktsson vill ekki rannsaka einkavæðinguna nánar þrátt fyrir að komið hafi fram yfirlýsingar frá þeim sem þekktu til um að óeðlilega hafi verið staðið að verki.

Steingrímur Ari Arason sat í einkavæðingarnefnd þegar einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka var undirbúin. Hann sagði af sér áður en viðskiptin voru frágengin vegna vinnubragða sem hann taldi vera óeðlileg. 

Í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 í apríl 2010 sagði hann frá þeirri reynslu sinni að óeðlileg afskipti væru af málinu af hálfu einstakra stjórnmálamanna. „Við vildum vinna eftir reglum, þannig að það yrði hafið yfir vafa hvað við værum að gera. Smám saman voru reglurnar svo settar til hliðar.“

Hann telur að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafi verið búnir að ákveða hverjir fengju bankana. „Ég fékk það mjög sterklega á tilfinninguna – og það gerði Valgerður [Sverrisdóttir] líka – að það væru í raun Davíð og Halldór sem réðu ferðinni, þarna sem áður í mörgum málum. Ég tel 99,9% líkur á því að þeir hafi verið búnir að ákveða að selja þessum tveimur aðilum bankana. Það fór ekkert á milli mála að þeir höfðu ákveðnar skoðanir á þessum aðilum. Þetta var pólitísk ákvörðun hverjir fengu bankana.“

Í afsagnarbréfi sínu sagði Steingrímur Ari að hann hefði „aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum“, en hann sat í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991.

Rannsóknarnefndin hafði takmarkaðan tíma

Bjarni Benediktsson vísaði í Sjónvarpinu í kvöld til þess að rannsóknarnefnd Alþingis um orsakir og aðdraganda falls bankakerfisins á Íslandi hefði þegar rannsakað einkavæðinguna. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur hins vegar fram að takmarkaður tími hafi gefist til þess að rannsaka einkavæðinguna og að úttekt á henni væri ekki heildarúttekt

„Það er ljóst að það væri umfangsmikið verk ef fjalla ætti í heild um framkvæmd einkavæðingar eignarhluta ríkisins í bönkum og fjármálafyrirtækjum á árunum 1997 til og með 2003. Rannsóknarnefndinni er ætlaður takmarkaður tími til að sinna þeim verkefnum sem henni eru fengin ... Nefndin ítrekar að hér er ekki um að ræða heildarúttekt á einkavæðingu bankanna eða tengdum málefnum,“ segir í sjötta kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár