Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.

Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
Ólafur Ólafsson Var talinn höfuðpaur í viðskiptafléttu sem snerist um að blekkja stjórnvöld og almenning í einkavæðingu Búnaðarbankans.

Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem leiddi blekkingarfléttu til að kaupa Búnaðarbanka Íslands af ríkinu, hefur birt varnarræðu sína á vefsvæðinu soluferli.is sem andsvar við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans.

Ólafur, sem neitaði að koma fyrir nefndina á meðan hún vann skýrslu um einkavæðinguna, leggur hins vegar allt í sölurnar núna. Hluti af ræðu hans snýst um að benda á pólitíska spillingu við einkavæðingu bankanna. „Pólitísk íhlutun í ferlinu hafði áhrif á atburðarrásina og ákvarðanir þátttakenda,“ segir Ólafur meðal annars.

Ólafur tók þátt í tilraun til að kaupa Landsbanka Íslands af ríkinu, sem á endanum var seldur til Samson-hópsins undir forystu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, þrátt fyrir að hópurinn hefði átt lægsta tilboðið.

„Leiksoppar í pólitísku leikriti“

Ólafur upplifði pólitískt leikrit við einkavæðingu Landsbanka Íslands eftir að hann var boðinn til sölu með auglýsingu sumarið 2002. S-hópur Ólafs hafði reynt að kaupa Landsbankann, en hæsta tilboði var ekki tekið.

„Þrátt fyrir að Björgólfsfeðgar hafi boðið lægsta verðið; ég endurtek lægsta verðið, þá voru þeir valdir til einkaviðræðna við ríkið um kaupin á Landsbankanum. Þegar forsendur fyrir mati einkavæðingarnefndar á tilboðum í bankann voru síðan opinberaðar, kom í ljós að verðið hafði aðeins 20% vægi, ég endurtek, 20% vægi. 80% af væginu voru pólitískar forsendur sem ég tel að hafi verið sérsniðnar til að stýra bankanum í hendurnar á Björgólfsfeðgum,“ segir Ólafur í ræðunni.

„Ég var verulega ósáttur við það hvernig staðið var að sölunni á Landsbankanum. Það rann upp fyrir mér að við sátum aldrei við sama borð og Samson og áttum í raun aldrei kost á að kaupa Landsbankann þrátt fyrir hærra verð. Við höfðum eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í undirbúning tilboðsins, til einskis. Við vorum hafðir að leiksoppum í pólitísku leikriti.“

Sagði af sér í einkavæðingarnefnd

Ólafur vísar í afsögn Steingríms Ara Arasonar úr einkavæðingarnefnd máli sínu til stuðnings. Steingrímur Ari útskýrði afsögn sína í bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra 10. september 2002, eftir að ákvörðun var tekin um að ganga til viðræðna við Samson-hópinn, þrátt fyrir að hann hefði fært fram lægsta tilboð. „Ástæðan eru þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhugasamir kaupendur eru sniðgengnir þrátt fyrir hagstæðara tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða. Ég hef setið sem fulltrúi fjármálaráðherra í framkvæmdanefnd um einkavæðingu frá árinu 1991 og aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum.“

Steingrímur Ari ræddi einnig um afsögn sína í útvarpsviðtali. 

Pólitískar ráðningar úti um allt

Þeir ráðherrar sem helst gátu haft áhrif á einkavæðingu bankanna voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Saman sátu þessir ráðherrar í ráðherranefnd um einkavæðingu. 

Ólafur Ólafsson bendir á að stjórnmálaflokkarnir höfðu komið pólitískum fulltrúum fyrir alls staðar í kerfinu. „Bankastjórar ríkisbankanna voru ávallt ráðnir pólitískt. Bankaráðin voru ætíð skipuð pólitískt. Þannig var formaður stjórnar Landsbanka Íslands, Helgi S Guðmundsson, sem gengdi þýðingarmiklum embættum innan Framsóknarflokksins. Varaformaður stjórnar Landsbankans var Kjartan Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins, og nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Kjartan var áfram varaformaður Landsbankans eftir sölu ríkisins þar til bankinn féll, hvernig sem á því stóð. Formaður bankaráðs Búnaðarbankans var Magnús Gunnarsson sem tilheyrði Eimreiðarhópnum svo kallaða og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands,“ segir Ólafur meðal annars.

Segir Valgerði hafa reynt pólitískt inngrip

Að sögn Ólafs reyndi Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, að fá S-hópinn til að sameinast Kaldbaki í tilboðinu til ríkisins um kaup á Búnaðarbankanum. „Stjórnarformaður Kaldbaks var Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins,“ segir Ólafur. „Þá gerist það að S-hópurinn var boðaður til fundar með stjórnvöldum. Þar sem ég var fjarverandi gat ég ekki mætt á þennan fund, en ég fékk upphringingu af fundinum. Mér hafði áður verið tjáð að Valgerður Sverrisdóttir þrýsti mjög á, um að sameina S-hópinn og Kaldbak í einn væntanlegan kaupanda. Ég áttaði mig á því hvað bjó að baki hjá Valgerði með hliðsjón af pólitísku baklandi hennar fyrir norðan. Það kom á daginn að tilgangur fundarins var nákvæmlega sá, að reyna að fá okkur til samstarfs við Kaldbak. Ég þvertók fyrir að taka þátt í pólitískum hrossakaupum og hafnaði með öllu að fara í þetta samstarf. Annað hvort keyptum við hlutabréfin eða þeir. Fyrir mér voru kaupin á hlutabréfum í Búnaðarbankanum hrein og klár viðskipti og áttu eingöngu að vera byggð á eðlilegum viðskiptalegum forsendum. Það var aldrei minnst á þetta aftur.“

Pólitísk tengsl í S-hópnum

S-hópurinn var hins vegar pólitískt tengdur. Einn af lykilmönnum hópsins var Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, og pólitískt skipaður seðlabankstjóri.

Þá var Þórólfur Gíslason, þekktur, umsvifamikill framsóknarmaður úr Skagafirði, einn af forsprökkum hópsins. Sjálfur segist Ólafur aldrei hafa verið pólitískt tengdur.

Það hefur hins vegar vakið athygli að Ólafur afsalaði sér húsi til Framsóknarflokksins mánuði fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans. Í húsinu, sem stendur við Hverfisgötu, eru starfræktar skrifstofur Framsóknarflokksins. Flokkurinn fékk húsið á góðu verði, vel undir fasteignamati. Mánuði eftir kaupin var Ólafur einn þeirra sem undirrituðu kaupsamning að Búnaðarbankanum af íslenska ríkinu. 

Niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis á einkavæðingu Búnaðarbanks var eindregin, að Ólafur hefði blekkt ríkið og almenning til að telja að í kaupendahópi hans væru alþjóðlegar fjármálastofnanir. Þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur í kaupunum, en lögð hafði verið áhersla á að erlendir aðilar kæmu að kaupum á kjölfestuhlut í bankanum. „Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar,“ sagði í niðurstöðu nefndarinnar.

Ólafur birtir „ávarp“ á sérstöku vefsvæði sem almannatengslafyrirtækið Kom heldur úti, þar sem hann heldur fram sakleysi sínu, bendir á vafasama aðkomu annarra og gagnrýnir störf rannsóknarnefndarinnar.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill ekki rannsaka nánar einkavæðingu Landsbankans

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
FréttirEinkavæðing bankanna

Að­il­arn­ir að plott­inu eru um­svifa­mikl­ir í ís­lensku við­skipta­lífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár