Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag

Ólaf­ur Ólafs­son, Guð­mund­ur Hjalta­son og Hreið­ar Már Sig­urðs­son neit­uðu all­ir að mæta í skýrslu­töku vegna rann­sókn­ar­inn­ar á einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans. Þeir eru nú um­svifa­mikl­ir í við­skipta­líf­inu, með­al ann­ars í fast­eigna­við­skipt­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hót­elupp­bygg­ingu.

Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag

Helstu lykilmenn í áætlun Ólafs Ólafssonar um að blekkja almenning í kaupum sínum á Búnaðarbankanum af íslenska ríkinu eru vel stæðir athafnamenn sem orðnir eru umsvifamiklir hér á landi í ferðaþjónustu og byggingargeiranum.

Fjórir þeirra einstaklinga sem Rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum neituðu að mæta í skýrslutöku á vegum nefndarinnar. Nefndin varð því að beina því til Héraðsdóms Reykjavíkur að tekin yrði skýrsla af þeim. Þetta eru þeir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eglu hf., Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri sama félags, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Kaupþings og  Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.

Ólafur og Guðmundur voru í forsvari fyrir félagið Eglu sem var stærsta félagið sem tók þátt í kaupunum á nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2002. Nú hefur komið í ljós að þeir nýttu skattaskjól til að fela raunverulega slóð eignarhaldsins og láta líta út fyrir að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser væri aðili að kaupunum. Þar að auki runnu milljarðar króna til félags í skattaskjóli, sem ekki er vitað hver á.

Ólafur, Hreiðar Már og Sigurður fengu allir þunga dóma í Al Thani-málinu svokallaða sem snerist um að láta svo líta út að fjárfestir frá Katar væri að leggja fé í Kaupþing, þegar raunin var að kaupin voru fjármögnuð á laun af Kaupþingi. Þeir voru allir látnir lausir á síðasta ári eftir að hafa setið inni í rúmt ár. 

Ólafur er nú afar umsvifamikill í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu, Hreiðar Már hefur haslað sér völl í ferðaþjónustu með uppbyggingu fjölda hótela á landinu og Guðmundur er síðan framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Sjöstjörnunnar og Suðurhúsa. 

Ólafur Ólafsson: Fasteignaviðskipti í borginni

Af framburðum fyrrverandi stjórnarmanna Kers hf. og forsvarsmanna annarra félaga í S-hópnum fyrir rannsóknarnefndinni má beint og óbeint ótvírætt ráða að hvatamaðurinn og leiðtoginn í samstarfi S-hópsins um kaupin á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið Ólafur Ólafsson. Rannsókn nefndarinnar þykir einnig hafa leitt ótvírætt í ljós að frá upphafi til enda var þátttaka S-hópsins í einkavæðingarferli ríkisbankanna, bæði Landsbankans fyrst í stað og síðar Búnaðarbankans, í öllum meginatriðum falin í hendur Ólafi og leidd af honum og mönnum sem líta verður á sem trúnaðarmenn hans. 

Ólafur var síðar dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðkomu sína að Al Thani-málinu, sem snerist um að láta svo líta út að fjárfestir frá Katar væri að leggja fé í Kaupþing, þegar raunin var að kaupin voru fjármögnuð á laun af Kaupþingi með aðild Ólafs. 

Ólafur er nú gríðarlega umsvifamikill í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg samdi við félag hans, Festi, um að byggja 332 íbúðir í nýju hverfi við ósa Elliðaár, Vogabyggð. Félag hans kom einnig að hótelbyggingu á Suðurlandsbraut 18 og þá kemur félag í hans eigu að hótelbyggingu á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.  

Guðmundur Hjaltason: Framkvæmdastjóri fasteignafélags

Guðmundur Hjaltason
Guðmundur Hjaltason Rekur nú ferðaþjónustu.

Rannsóknarnefndin telur að Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eglu og Samskipa, hafi verið aðili að fléttu Ólafs. Guðmundur átti virkan þátt í gerð leynilegu baksamninganna við Hauck & Aufhäuser og var á sama tíma einn helsti samningamaður S-hópsins við framkvæmdanefnd um einkavæðingu um kaupin á Búnaðarbankanum. 

Á meðal gagna rannsóknarnefndar eru afrit tölvupóstsamskipta sem áttu sér stað á tímabilinu 10. til 16. janúar 2003 á milli Guðmundar og fulltrúa Ólafs Ólafssonar í söluferli Búnaðarbankans, Bjarka Diego, starfsmanns Kaupþings hf. og Martin Zeil, forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser. Í þessum tölvupóstsamskiptum voru drög að baksamningunum og skjölum sem tengdust þeim beint eða óbeint send ítrekað á milli mannanna þriggja með breytingum, viðbótum og/eða athugasemdum hverju sinni, allt uns lokadrög baksamninganna lágu fyrir síðla kvölds 15. janúar 2003, það er kvöldið fyrir undirskrift þeirra - og kaupsamnings S-hópsins og íslenska ríkisins um hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. 

Eitt af því sem stóð eftir að ganga frá í samningunum voru fjárhagsleg atriði sem hlutu að velta á því hvernig um semdist endanlega á milli íslenska ríkisins og S-hópsins um kaupin á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Einkum er þá átt við það kaupverð sem S-hópurinn skyldi greiða en það lá ekki endanlega fyrir fyrr en undir lok þeirra samningaviðræðna. Upplýsingar um slík atriði voru auðveldlega aðgengilegar þeim sem stóðu að baksamningunum jafnskjótt og þær lágu fyrir milli ríkisins og S-hópsins vegna fyrrgreindrar þátttöku Guðmundar Hjaltasonar af hálfu S-hópsins í samningaviðræðunum við íslensk stjórnvöld. Gögn rannsóknarnefndarinnar sýna að Guðmundur kom upplýsingum og gögnum úr þeim samningaviðræðum, þar meðal upplýsingum um verð þegar samið hafði verið um það atriði, á framfæri við þá sem stóðu með honum að gerð baksamninganna.

Guðmundur Hjaltason var í héraðsdómi dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir aðild sína að Vafningsmálinu svokallaða árið 2012, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, en síðar sýknaður í Hæstarétti. Í dómi Hæsta­réttar kom fram að enginn vafi hafi leikið á ásetn­ingi mann­anna, en að skil­yrði þess að sak­fellt sé fyrir umboðs­svik sé að fyrir liggi að tjón hafi orð­ið. Ákæru­valdið hafi ekki sýnt fram á að hátt­semi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guð­mundar hafi falið í sér slíka áhættu.

Guðmundur er nú meðal annars stjórnarmaður og prókúruhafi í félaginu Stemmu hf. sem ráðgerir að opna eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina Lava Centre á Hvolsvelli í sumar. Þá er Guðmundur einnig framkvæmdastjóri fasteignafélaganna Sjöstjörnunnar og Suðurhúsa sem meðal annars eiga nýbygginguna við Hafnarstræti 17-19, en Icelandair hótel stefna að opnun hótels í húsinu á árinu. 

Öll ofangreind félög eru í meirihlutaeigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, sem oftast er kenndur við Subway.

Hreiðar Már Sigurðsson: Umsvifamikill hóteleigandi

Hreiðar Már Sigurðsson
Hreiðar Már Sigurðsson

Afrit flestra fyrrgreindra tölvupósta voru send á Hreiðar Má Sigurðsson, þá aðstoðarforstjóra Kaupþings.

Hreiðar Már var síðar dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings sem forstjóri bankans og í Al Thani-málinu ásamt Ólafi Ólafssyni. Brot þeirra var viðskiptaflétta sem snerist um að veita sjeik Al Thani lán á laun fyrir kaupum á fimm prósenta hlut í Kaupþingi til að gefa til kynna betri stöðu bankans en raun var. Um sýndarviðskipti var að ræða. Hreiðar Már var leystur úr haldi í maí síðastliðnum eftir að hafa afplánað 13 og hálfan mánuð af fimm og hálfs árs fangelsisdómi. Hreiðar Már hefur síðan þá hlotið tvo við­bót­ar­dóma; ann­ars vegar í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings þar sem Hæstiréttur bætti sex mánuðum við dóm hans og hins vegar í Marple-málinu svokallaða þar sem Hreiðar var sömuleiðis dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hæstiréttur ógilti hins vegar niðurstöðu héraðsdóms í Marple-málinu í febrúar og vísaði því aftur í hérað. 

Hreiðar Már hefur á undanförnum árum haslað sér völl í ferðaþjónustunni á undanförnum árum í gegnum fyrirtækið Gistiver með rekstri hótela og gistiheimila á borð við lúxushótelið ION á Nesjavöllum við Þingvallavatn, ION City Hotel á Laugavegi, Hótel Berg í Keflavík, Hótel Búðir á Snæfellsnesi og Hótel Egilsen og gistiheimilið Bænir og brauð í Stykkishólmi. 

Bjarki Diego: Eigandi lögmannsstofu

Bjarki Diego
Bjarki Diego Vann að gerð baksamninganna við Hauck & Aufhäuser.

Bjarki Diego starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. þegar S-hópurinn festi kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Samkvæmt tölvupóstsamskiptum vann Bjarki helst að gerð baksamninganna við Hauck & Aufhäuser. Tölvupóstarnir og skjöl sem þeim fylgdu í viðhengjum, einkum þá drögin að baksamningunum á hverjum tíma með breytingum og viðbótum frá einni útgáfu til annarrar, bera með sér að hafa að meginstefnu verið send á milli og samin eða fullgerð af Guðmundi Hjaltasyni, Bjarka Diego og Martin Zeil, forstöðumanns lögfræðisviðs Hauck & Aufhäuser. 

Bjarki var síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þegar starfsmenn bankans tóku ákvörðun um að lána eignalausum skúffufélögum háar fjárhæðir árin 2007 til 2008. 

Bjarki er nú einn eigenda lögmannsstofunnar BBA sem veitir meðal annars þjónustu er varðar samruna og yfirtökur, banka og fjármálafyrirtæki og verðbréfamarkaðsrétt. Bjarki er einnig stjórnarmaður í Þríhnúkum ehf. sem selur ferðir ofan í Þríhnúkagíg. 

Sigurður Einarsson: Starfsmaður Virtus

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson var forstjóri Kaupþings hf. þegar kaupin á Búnaðarbankanum fóru fram. Að mati nefndarinnar liggur fyrir að Sigurður fékk sendar upplýsingar í tölvupóstum um lánveitingu Kaupþings til Welling & Partners og fyrirmæli um símgreiðslur vegna þess láns inn á reikning félagsins hjá Hauck & Aufhäuser. Af gögnum rannsóknarnefndar verður hins vegar ekki ráðið með óyggjandi hætti hvort Sigurður hafi á þeim tíma öðlast vitneskju um gerð baksamninganna og efni þeirra, enda verður hvorki séð að hann hafi komið að ráðstöfunum þeim tengdum eða sent öðrum upplýsingar eða fyrirmæli þar um. Líkt og Ólafur, Guðmundur og Hreiðar Már neitaði Sigurður hins vegar að mæta fyrir skýrslutöku hjá nefndinni.

Sigurður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Al Thani málinu og lauk afplánun síðasta vor. Hæstiréttur dæmdi Sigurður þar að auki til sex mánaða hegningarauka í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í október síðastliðnum. 

DV greindi frá því síðasta sumar að Sigurður Einarsson hefði hafið störf hjá fyrirtækinu Virtus - Bókhald og ráðgjöf. Framkvæmdastjóri Virtus, Þorkell Guðjónsson, er einnig framkvæmdastjóri félagsins Rhea ehf. sem eignaðist sumarhús sem Sigurður byggði í Norðurárdal í Borgarfirði. Athygli vakti þegar Sigurður hótaði manni ofbeldi við sumarbústaðinn síðastliðið vor. „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig,“ sagði Sigurður við vegfaranda sem tók myndband af atvikinu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkavæðing bankanna

Segir frá matarboði þar sem stjórnmál og fjármál runnu saman en enginn vildi skrifa í gestabókina
ViðskiptiEinkavæðing bankanna

Seg­ir frá mat­ar­boði þar sem stjórn­mál og fjár­mál runnu sam­an en eng­inn vildi skrifa í gesta­bók­ina

Í ný­út­kom­inni bók Gylfa Zoega er kvöld­verð­ar­boði í húsi Seðla­bank­ans við Ægisíðu lýst. Þar á seðla­banka­stjóri að hafa set­ið að snæð­ingi með við­skipta­fé­lög­um sín­um, skömmu áð­ur en einka­væð­ing bank­anna átti sér stað ár­ið 2003. Finn­ur Ing­ólfs­son, fyrr­um seðla­banka­stjóri, kann­ast ekk­ert við að þetta hafi átt sér stað.
Finnur Ingólfsson „skammast“ sín út af blekkingum í einkavæðingu Búnaðarbankans
FréttirEinkavæðing bankanna

Finn­ur Ing­ólfs­son „skamm­ast“ sín út af blekk­ing­um í einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans

Finn­ur Ing­ólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi ráð­herra, seg­ir að hann skammist sín fyr­ir að hafa ekki séð í gegn­um þann blekk­ing­ar­leik sem einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans var á sín­um tíma. Með orð­um sín­um á Finn­ur við meinta að­komu þýska bank­ans Hauck & Auf­hausers að við­skipt­un­um sem reynd­ust vera fals.
Umboðsmaður telur einkavæðingu bankanna gott sem fullrannsakaða
FréttirEinkavæðing bankanna

Um­boðs­mað­ur tel­ur einka­væð­ingu bank­anna gott sem full­rann­sak­aða

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hef­ur nú til skoð­un­ar hvort hrinda eigi í fram­kvæmd þings­álykt­un­inni frá 2012 um rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna. Lög­fræð­ing­ur sem starf­aði með tveim­ur rann­sókn­ar­nefnd­um Al­þing­is tel­ur rann­sókn­ar­spurn­ing­ar sem fylgdu þings­álykt­un­inni van­hugs­að­ar og um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur ólík­legt að sér­stök rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna leiði fram nýj­ar mark­verð­ar upp­lýs­ing­ar.
Ólafur Ólafsson lýsir pólitískri spillingu á Íslandi í varnarræðu sinni
FréttirEinkavæðing bankanna

Ólaf­ur Ólafs­son lýs­ir póli­tískri spill­ingu á Ís­landi í varn­ar­ræðu sinni

Fjár­fest­ir­inn Ólaf­ur Ólafs­son, sem rann­sókn­ar­nefnd um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans seg­ir hafa stað­ið að mála­mynda­gern­ingi til að blekkja yf­ir­völd, sak­ar ráð­herra Fram­sókn­ar­floks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins um póli­tísk inn­grip. „Við vor­um hafð­ir að leik­sopp­um í póli­tísku leik­riti,“ seg­ir Ólaf­ur með­al ann­ars.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár