Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu
Störf sonar hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar fyrir Kaupþing ollu því að draga mátti í efa að dómurinn væri óvilhallur. Málsmeðferðin talin réttlát að öðru leyti.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Endurkomur ómissandi manna
„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.
FréttirKaupþingsmál
Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“
Enski fjárfestirinn Kevin Stanford, annar stofnenda tískuvöruverslunarinnar Karen Millen, hefur átt í 10 ára deilum við slitabú Kaupþings um skuldauppgjör sitt. Kaupþing hefur nú stefnt honum út af 12 milljarða láni til hlutabréfakaupa í bankanum í aðdraganda hrunsins 2008.
Fréttir
Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði
Þrátt fyrir að Sigurður Einarsson hafi orðið gjaldþrota og reynt að þræta fyrir eignarhald sitt á sveitasetrinu Veiðilæk í Borgarfirði þá stýrir kona hans félaginu sem á húsið. Félagið í Lúx hefur lánað 650 milljónir til Íslands.
Úttekt
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Björn Ingi Hrafnsson var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á meðan hann starfaði sem náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem stjórnmálamaður í borginni og síðar blaðamaður hjá 365 miðlum. Það sem einkennir fjárhagslegar fyrirgreiðslur til Björns Inga á þessu tímabili er að alltaf eru aðilar tengdir Kaupþingi handan við hornið.
FréttirEinkavæðing bankanna
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Hreiðar Már Sigurðsson neituðu allir að mæta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbankans. Þeir eru nú umsvifamiklir í viðskiptalífinu, meðal annars í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu og hóteluppbyggingu.
FréttirFangelsismál
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
Í apríl síðastliðnum var þeim Sigurði Einarssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni sleppt út af Kvíabryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var lagabreyting, sem þingkona sagði sérstaklega smíðuð utan um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þessari lagabreytingu er barnaníðingurinn Sigurður Ingi Þórðarson.
FréttirFjármálahrunið
Kaupþingsmenn brostu við komuna á Vernd: Fangar kæra Fangelsismálastofnun
Létt var yfir Kaupþingsmönnum þegar þeir komu á Vernd í gær. Afstaða, félag fanga, hefur kært Fangelsismálastofnun til innanríkisráðuneytisins, vegna túlkunar stofnunarinnar á nýjum lögum um fullnustu refsinga. Formaður Afstöðu segir málið snúast um mismunun fanga.
Fréttir
Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem dæmdir voru í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot, fóru í sjoppu á Ólafsvík að kaupa sér ís með dýfu. Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna málsins.
AfhjúpunFangelsismál
Kaupþingsmenn leystir úr haldi eftir lagabreytingar
Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson losna af Kvíabryggju í dag. Lagabreyting að upplagi allsherjarnefndar Alþingis tryggði föngunum aukið frelsi. Breytingin var smíðuð utan um þessa fanga, segir þingkona.
FréttirFjármálahrunið
Aflandsfélag í Lúx á nú sveitasetrið sem Sigurður Einarsson byggði
Aflandsfélag í Lúxemborg skráður eigandi sveitaseturs Sigurðar Einarssonar í Borgarfirðinum. Viðskiptin með húsið fjármögnuð með krónum sem fluttar voru til Íslands frá Lúxemborg með afslætti í gegnum fjárfestingarleiðina. Prókúruhafi félagsins sem á sveitasetrið segist ekki vita hver á það.
Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, segir það hafa verið lágkúru af Ríkissjónvarpinu að spila upptöku af Sigurði Einarssyni í Áramótaskaupinu. Jónas vann náið með Sigurði og bar vitni í Al-Thani málinu.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.