Afstaða, félag fanga, hefur kært Fangelsismálastofnun til innanríkisráðuneytisins, vegna túlkunar stofnunarinnar á nýjum lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sagði í samtali við Stundina að málið snúist um að föngum sé mismunað þegar um er að ræða að þeir fari á ökklaband, rafrænt eftirlit, og losni þannig úr fangelsi. Mikla athygli vakti í gær þegar efnahagsbrotafangarnir, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson fengu að fara frá Kvíabryggju og á fangaheimilið Vernd. Þar með búa þeir við frelsi nema yfir blánóttina
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Kaupþingsmenn brostu við komuna á Vernd: Fangar kæra Fangelsismálastofnun
Létt var yfir Kaupþingsmönnum þegar þeir komu á Vernd í gær. Afstaða, félag fanga, hefur kært Fangelsismálastofnun til innanríkisráðuneytisins, vegna túlkunar stofnunarinnar á nýjum lögum um fullnustu refsinga. Formaður Afstöðu segir málið snúast um mismunun fanga.
Athugasemdir