Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu

Störf son­ar hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ans Árna Kol­beins­son­ar fyr­ir Kaupþing ollu því að draga mátti í efa að dóm­ur­inn væri óvil­hall­ur. Máls­með­ferð­in tal­in rétt­lát að öðru leyti.

Íslenska ríkið braut gegn sakborningum í Al-Thani málinu
Hæstaréttardómari var vanhæfur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið vanhæfur í Al-Thani málinu.

Íslenska ríkið braut gegn rétti sakborninga í Al-Thani málinu til réttlátrar málsmeðferðar fyrir óvilhöllum dómstóli þegara sakborningum og lögmönnum þeirra var ekki gert viðvart um tengsl sem hugsanlega hefðu getað leitt til vanhæfis eins dómara Hæstaréttar.

Umræddur dómari, Árni Kolbeinsson, er faðir Kolbeins Árnasonar sem vann hjá Kaupþingi fyrir fall bankans og eftir það fyrir skilanefnd bankans. Sakborningarnir gátu með réttu dregið í efa að Hæstiréttur væri óvilhallur í málinu vegna umræddra tengsla. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem birtur var í morgun. Að öðru leyti taldi dómstóllinn að málsmeðferð í Al-Thani málinu hefði verið sanngjörn og fellst ekki á aðrar umkvartanir þáverandi stjórnenda Kaupþings, sem kærðu dóm Hæstaréttar yfir sér til dómsstólsins.

Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson voru sakfelldir fyrir aðild sína að Al-Thani málinu, fyrst í héraði og síðan í Hæstarétti árið 2015, og voru þeir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun, í fjögurra til fimm og hálfs árs fangelsi hver fyrir sig.

Sakborningarnir fjórir kærðu málið til Mannréttindadómstóls Evrópu með þeim rökum að þeir hefðu ekki hlotið réttláta og óvilhalla málsmeðferð hér á landi. Tiltóku þeir þannig að hvoru tveggja hefði eiginkona hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar verið varaformaður Fjármálaeftirlitsins meðan rannsókn á Kaupþingi stóð yfir og einnig að sonur Árna, Kolbeinn, hefði starfað fyrir Kaupþing fyrir fall hans og síðan fyrir skilanefnd bankans. Þá töldu þeir sig ekki hafa hlotið nægan aðgang að gögnum málsins við vörn sína.

Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði um að vafi væri á hæfi Árna í málinu sökum starfa Kolbeins sonar hans fyrir bankann en fjórmenningarnir eða lögmenn þeirra voru ekki upplýstir um tengsl þeirra feðga og höfðu því ekki kost á að andmæla setu Árna í dómnum. Er íslenska ríkinu gert að greiða fjórmenningunum 2.000 evrur hverjum fyrir sig til að standa straum af málskostnaði. Mannréttindadómstóllinn féllst hins vegar ekki á aðrar kröfur í málinu og taldi að málsmeðferðin hefði að öðru leyti verið réttlát.

Al-Thani málið snerist um sýndarviðskipti með hlutabréf í Kaupþingi banka en í september árið 2008 var tilkynnt að sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani hefði keypt ríflega fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,7 milljarða króna. Hins vegar leiddi rannsókn embættis sérstaks saksóknara í ljós að kaupin voru fjármögnuð af bankanum sjálfum til að fegra stöðu hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár