Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kaupþingsmenn leystir úr haldi eftir lagabreytingar

Ólaf­ur Ólafs­son, Sig­urð­ur Ein­ars­son og Magnús Guð­munds­son losna af Kvía­bryggju í dag. Laga­breyt­ing að upp­lagi alls­herj­ar­nefnd­ar Al­þing­is tryggði föng­un­um auk­ið frelsi. Breyt­ing­in var smíð­uð ut­an um þessa fanga, seg­ir þing­kona.

Kaupþingsmenn leystir úr haldi eftir lagabreytingar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri í Luxemburg, og Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskips og einn stærsti hluthafi Kaupþings, losna úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag.

Þeir hafa afplánað um eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi vegna efnahagsbrota í aðdraganda hrunsins.

Síðar í dag verða þeir færðir á áfangaheimilið Vernd og njóta frelsis umfram það að þurfa að vera á áfangaheimilinu á næturna. Eftir það fara þeir á rafrænt eftirlit.

Þetta varð mögulegt eftir lagabreytingu sem gekk í gegn í mars.

Lagabreyting veitir aukið frelsi

Titringur er vegna málsins þar sem fangarnir fá helmingi lengri tíma undir rafrænu eftirliti en áður var leyfilegt, samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga. Frumvarpið breyttist í meðferð allsherjarnefndar, sem lagði til þá breytingu að í stað þess að fangar fengju 2,5 dag í rafrænu eftirliti fyrir hvern dæmdan mánuð eru það nú fimm dagar. Þá geta þeir sem dæmdir eru í tólf mánaða óskilorðbundið fangelsi nú verið 60 daga undir rafrænu eftirliti, í stað 30 daga áður. Breytingarnar gera það að verkum að fangar fara nú fyrr en áður í rafrænt eftirlit og losna þar af leiðandi fyrr út úr fangelsi. 

Alþingi samþykkti breytinguna í síðasta mánuði. Breytingarnar voru samkvæmt heimildum Stundarinnar samþykktar í flýti og er Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sögð hafa barist fyrir að lagabreytingin yrði samþykkt.

Ósáttir við kerfið
Ósáttir við kerfið Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson komu í viðtal hjá Stöð 2 í janúar þar sem þeir sögðu stærstu mistök sín hafa verið að treysta á dómskerfið.

„Virtist vera smíðað utan um þá“

„Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nefndarmaður í allsherjarnefnd og þingmaður VG, sem var andvíg þessari breytingu.

Þess má geta að í lögunum er einnig ákvæði um að kaflinn um rafrænt eftirlit skuli endurskoðaður ekki seinna en 1. júní á þessu ári. Vekur furðu að við endurskoðun heildarlaga, skuli vera ákvæði um að ákveðinn hluti laganna verði endurskoðaður innan þriggja mánaða. 

Kaupþingsmenn fyrir dómi
Kaupþingsmenn fyrir dómi Hreiðar Már Sigurðsson fékk þyngri dóm en Ólafur Ólafsson og losnar ekki strax frá Kvíabryggju.

Stærstu mistökin að treysta á kerfið

Kaupþingsmennirnir þrír eru þeir sömu og hafa kvartað undan fangelsismálastjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna ummæla hans við fjölmiðla og vegna þess að kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore fékk aðgang að fangelsinu á Kvíabryggju.

Þeir Ólafur, Sigurður og Magnús komu fram í viðtali við Stöð 2 í janúar þar sem þeir lýstu óánægju sinni með dómskerfið.

„Menn gerðu þau stóru mistök, lögmenn og við, að við treystum á kerfið. Við treystum dómstólum og lögðum á það traust að Hæstiréttur myndi alltaf dæma samkvæmt lögum. Þarna eru okkar mistök. Við áttum strax í upphafi að ganga út frá því að kerfið héldi ekki,“ sagði Ólafur í viðtalinu.

Enn með mál í kerfinu 

Hæstiréttur dæmdi Kaupþingsmennina fjóra í febrúar í fyrra fyrir alvarleg efnahagsbrot í aðdraganda hrunsins. Þeir hófu afplánun stuttu síðar. Sigurður fékk fjögurra ára dóm. Magnús og Ólafur fengu fjögurra og hálfs árs fangelsi. Félagi þeirra, Heiðar Már, fékk fimm og hálfs árs fangelsi og situr eftir á Kvíabryggju við brotthvarf félaga sinna í dag. 

Auk þess var Sigurður Einarsson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta sumar í „Stóra markaðsmisnotkunarmálinu“ til eins árs refsiauka. Málinu var áfrýjað og er því ekki komin endanleg niðurstaða í lengd fangelsisvistar Sigurðar Einarssonar þótt hann sé nú laus af Kvíabryggju.

Eigur þremenninganna hafa þegar verið sóttar á Kvíabryggju og er áætluð brottför þeirra klukkan tvö í dag. Þeir eru væntanlegir á Vernd síðar í dag.

Önnur frétt: Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna ísbíltúrs tveggja Kaupþingsmanna frá fangelsinu á Kvíabryggju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
ÚttektFangelsismál

Of­beld­is­fang­ar án betr­un­ar: „Hérna eru menn með vanda­mál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.
Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár