Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, mætti í vikunni á Kvíabryggju til að afplána dóm sinn. Elmar fékk fjögurra ára óskilorðsbundin dóm fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða.
Lögmaður hans sagði að Elmar hafi verið saklaus af því sem hann var dæmdur fyrir, þar sem hann hafi verið „starfsmaður á kassa“, en hann hafði hins vegar 3,8 milljónir króna í mánaðarlaun af starfi sínu.
Elmar er sjötti fanginn sem afplánar dóm vegna hvítflibbaglæps á Kvíabryggju. Fyrir eru Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi aðaleiganda Kaupþings í fangelsinu. Samverkamaður Elmars í BK-44 málinu, Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, hóf afplánun á Kvíabryggju í desember. Auk Elmars og Birkis voru Jóhannes Baldursson og Magnús Arnar Arngrímsson dæmdir í BK-44 málinu. Magnús fékk tveggja ára dóm og Jóhannes fékk þriggja ára dóm.
Með komu Elmars eru fyrrverandi bankamenn orðnir fjórðungur fanga á Kvíabryggju. Fyrrnefndir Jóhannes og Magnús Arnar eiga eftir að hefja afplánun.
Athugasemdir