Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“

„Er sál­fræð­ing­ur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þeg­ar hann var innt­ur eft­ir því hvort og þá hvenær hann hefði feng­ið sál­fræði­við­tal. Einn sál­fræð­ing­ur sinn­ir 180 föng­um sem afplána dóma á Ís­landi og ekk­ert sér­hæft úr­ræði er fyr­ir fanga sem sitja inni fyr­ir lík­ams­árás­ir. Fang­arn­ir sögð­ust þó myndu þiggja slíka að­stoð ef hún væri mark­viss og í boði.

Ekkert sérhæft úrrræði er í fangelsum fyrir fanga sem sitja inni fyrir ofbeldisbrot. Í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf fjölluðu þær Agnes Þorsteinsdóttir og Freydís Jóna Freysteinsdóttir um úrræði fyrir ofbeldisfanga. Í rannsókninni ræddu þær við átta menn sem voru dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás og áttu það sameiginlegt að hafa beitt maka eða fyrrverandi maka ofbeldi. Allir höfðu mennirnir setið inni áður, tvisvar til þrisvar sinnum, og voru með marga dóma á bakinu, tvo eða fleiri fyrir ofbeldisbrot. „Maður kemur ekkert endurhæfður út í samfélagið, sko. Maður er bara einhvern veginn alltaf á byrjunarreit þegar maður kemur út,“ sagði einn viðmælenda þeirra.

Sótti um viðtal í síðustu afplánun 

Almennt voru fangarnir sammála um að úrræði til betrunar væru af skornum skammti og litu betur út á blaði en í raun. Þegar viðtölin fóru fram hafði enginn viðmælenda þeirra hitt sálfræðing á undanförnum mánuði og sumir ekki í rúmt ár. Einn vissi ekki að það væri starfandi sálfræðingur hjá stofnuninni, og tveir til viðbótar héldu að sálfræðingur hefði ekki verið starfandi í marga mánuði vegna fæðingarorlofs: „Er sálfræðingur að vinna hér?“ spurði einn og annar sagðist hafa sótt um sálfræðiviðtal síðast þegar hann sat inni en ekki enn komist að. „Það var kannski bara svona löng bið eða eitthvað,“ sagði hann.

Áður hefur komið fram að sérfræðiþjónusta við fanga er almennt mjög lítil, en einn sálfræðingur sinnir 180 föngum sem afplána refsidóma hverju sinni.

„Það segir sig sjálft að einn sálfræðingur getur ekki sinnt 180 manneskjum með þunglyndi, hvað þá föngum sem eru illa staddir,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri á Morgunvaktinni á Rás 1 í janúar.

Tveir sálfræðingar og tveir félagsráðgjafar starfa hjá Fangelsismálastofnun en auk þess að þjónusta þá sem sitja inni þarf að sinna mönnum á reynslulausn, sem og þeim sem eru á leið í fangelsi. Þar kom jafnframt fram að í fullkomnum heimi væru tólf sálfræðingar og félagsfræðingar að störfum hjá Fangelsismálastofnun, að mati Páls.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fangelsismál

Bannað að vera viðstaddur útskrift: „Ég er alveg miður mín“
FréttirFangelsismál

Bann­að að vera við­stadd­ur út­skrift: „Ég er al­veg mið­ur mín“

„Fyr­ir mig er þetta stór áfangi en fyr­ir fjöl­skyld­una er þetta enn stærri áfangi,“ skrif­ar Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son fangi í bréfi til fang­els­is­mála­stjóra. „Guð­mund­ur hef­ur stað­ið sig ótrú­lega vel,“ seg­ir fjar­náms­stjóri Versl­un­ar­skóla Ís­lands sem er mið­ur sín yf­ir að hann fái ekki að vera við­stadd­ur út­skrift­ina.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
FréttirFangelsismál

Barn­aníð­ing­ur nýt­ur góðs af breyt­ingu laga um ra­f­rænt eft­ir­lit

Í apríl síð­ast­liðn­um var þeim Sig­urði Ein­ars­syni, Magnúsi Guð­munds­syni og Ólafi Ól­afs­syni sleppt út af Kvía­bryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var laga­breyt­ing, sem þing­kona sagði sér­stak­lega smíð­uð ut­an um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þess­ari laga­breyt­ingu er barn­aníð­ing­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Þórð­ar­son.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár