Óeðlilegt að bæta upp lága skattheimtu Garðbæinga og Seltirninga
Bæir með tekjuhæstu íbúana innheimta lægsta útsvarið og fá það bætt upp af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, að mati ráðuneytisnefndar. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Reykjavík, fengju tæpum hálfum milljarði lægri tekjur yrði þetta leiðrétt.
FréttirKynferðisbrot
Olli „ólýsanlegum og ófyrirgefanlegum“ kvölum
Vinkona brotaþola segist hafa beðið eftir tækifæri til að láta í sér heyra í 15 ár vegna þess sem Hjalti Sigurjón Hauksson gerði henni. Stjórnvöld geri lítið úr öllu því sem brotaþoli hafi gengið í gegnum.
Fréttir
Maðurinn sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í tólf ár kærði mann fyrir nafnbirtingu á sér
„Þetta eru samtök um að eyðileggja líf annars fólks.“ segir maðurinn sem nauðgaði stjúpdóttur sinni „nær daglega“ í tólf ár, en hann kærði samtökin Stöndum saman fyrir að birta nafn hans. Hann fékk uppreist æru þann 16. september.
Fréttir
„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“
Bergur Þór Ingólfsson bendir á eitt sem aðskilur mál Roberts frá öðrum sem sótt hafa um uppreist æru, samkvæmt lista yfir slíkar umsóknir sem dómsmálaráðuneytið birti í gær. Í stað þess að honum væri synjað á þeim forsendum að enn var ekki liðinn nægilega langur tími frá því að refsingu lauk lá umsókn Roberts óvenju lengi í ráðuneytinu.
Fréttir
Inngróið skilningsleysi í kerfinu öllu á afleiðingum kynferðisbrota
Eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir Svandís Svavarsdóttir að ferlið sem lá að baki þeirri ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru endurspegli skilningsleysi á afleiðingum kynferðisbrota. Skilningsleysi sem sé inngróið í allt kerfið og birtist einnig í dómi Hæstaréttar.
FréttirRéttarkerfið
Þau vilja verða dómarar við Landsrétt
37 umsóknir bárust um embætti dómara við Landsrétt sem tekur til starfa á næsta ári.
ÚttektFangelsismál
Ofbeldisfangar án betrunar: „Hérna eru menn með vandamál“
„Er sálfræðingur að vinna hér?“ spurði fangi á Litla-Hrauni þegar hann var inntur eftir því hvort og þá hvenær hann hefði fengið sálfræðiviðtal. Einn sálfræðingur sinnir 180 föngum sem afplána dóma á Íslandi og ekkert sérhæft úrræði er fyrir fanga sem sitja inni fyrir líkamsárásir. Fangarnir sögðust þó myndu þiggja slíka aðstoð ef hún væri markviss og í boði.
Fréttir
Hver sem er getur flutt lögheimilið á Bessastaði
Rétt skráning lögheimilis er mikilvæg en þrátt fyrir það getur hver sem er skráð lögheimili sitt hvar sem er, hvenær sem er og í raun án vitneskju þess sem þar býr. Breytinga er að vænta.
FréttirBörn í leit að alþjóðlegri vernd
Rúmlega þrjú þúsund manns krefjast þess að Ahmadi fjölskyldan fái vernd
Sema Erla Serdar og Bryndís Schram afhentu undirskriftir í innanríkisráðuneytinu í dag þar sem þess er krafist að Ólöf Nordal innanríkisráðherra stöðvi brottvísun Ahmadi-fjölskyldunnar.
FréttirBarnavernd í Noregi
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
Norska barnaverndin hefur tekið 11 íslensk börn á aðeins tveimur árum í Noregi og komið fyrir í varanlegu fóstri. „Foreldrar geta áfrýjað ár hvert en á hinn bóginn er sjaldgæft að slíkar áfrýjanir séu teknar til skoðunar,“ segir einn æðsti yfirmaður norsku barnaverndarinnar.
FréttirBörn í leit að alþjóðlegri vernd
Krefst endurupptöku í máli Ahmadi-fjölskyldunnar
Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður Ahmadi-fjölskyldunnar, krefst þess að kærunefnd útlendingamála taki mál fjölskyldunnar upp að nýju. Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar.
ViðtalBörn í leit að alþjóðlegri vernd
Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi
Sjö manna fjölskyldu frá Afganistan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á næstu dögum. Þeirra á meðal er stúlka sem var barin til óbóta af talibönum þriggja ára gömul. Fjölskyldan flúði ofsóknir og árásir talibana á síðasta ári, en þeir réðust á fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn, Mir Ahmad Ahmadi, neitaði að ganga til liðs við þá. Mir missti tennur í árásinni og fimm ára sonur hans handleggsbrotnaði illa. Stúlkan er í dag lömuð öðrum megin í andlitinu og á erfitt með að tjá sig, en hefur tekið ótrúlegum framförum eftir að hún kom til Íslands. Fjölskyldunni hefur verið gert að yfirgefa eina landið þar sem þau hafa fundið til öryggis.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.