Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður Ahmadi-fjölskyldunnar frá Afganistan, færði kærunefnd útlendingamála ný gögn í máli fjölskyldunnar í gær og krafðist endurupptöku málsins á grundvelli þessara nýju upplýsinga. Um er að ræða læknisvottorð sem staðfestir að Anisa Ahmadi er barnshafandi og að áætlaður fæðingadagur sé 17. desember næstkomandi, en Anisa var ekki orðin þunguð þegar fjölskyldan sótti fyrst um alþjóðlega vernd fyrir tæpu ári síðan.
Ahmadi-fjölskyldan var í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar, en um er að ræða sjö manna fjölskyldu sem flúði grimmilegt ofbeldi talibana og sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi. Þegar fjölskyldufaðirinn, Mir Ahmad Ahmadi, neitaði að ganga til liðs við talibana réðust þeir á fjölskylduna með þeim afleiðingum að Mir missti tennur og fimm ára sonur hans handleggsbrotnaði illa. Rokshar, sem þá var tæplega þriggja ára gömul, var barin aftan í hnakkann með riffilskafti og lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í um viku. Hún hlaut varanlega lömun í …
Athugasemdir