Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Mótmælendur hópuðust til varnar börnum sem á að senda úr landi

Fjöl­menn mót­mæli í mið­borg Reykja­vík­ur vegna yf­ir­vof­andi brott­vís­un­ar barna.

Mótmælendur hópuðust til varnar börnum sem á að senda úr landi
Zainab í mótmælunum Hin fjórtán ára gamla Zainab Safari á að fara úr landi samkvæmt ákvörðun yfirvalda. Mynd: Davíð Þór

Fjölmenn mótmæli voru fyrir skemmstu í miðborg Reykjavíkur vegna ákvörðunar yfirvalda um að senda flóttafjölskyldur með börn úr landi. 

Um þriðja hvern dag neita íslensk yfirvöld barni á flótta um alþjóðlega vernd. 

Tvö nýleg tilfelli um ákvörðun um brottflutning úr landi urðu kveikja að mótmælunum.

Annars vegar hafa yfirvöld ákveðið að senda afganskan föður og syni hans, 10 og 9 ára, úr landi, en þeir sýna einkenni alvarlegs kvíða. 

Hins vegar hefur einstæðri móður frá Afganistan verið tilkynnt um brottflutning úr landi. Börn hennar stunda skóla í Vesturbæ Reykjavíkur og gengu nemendur í Hagaskóla fylktu liði til stuðnings dóttur hennar, Zainab Safari, í mars síðastliðnum. 

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Börn í leit að alþjóðlegri vernd

Staðið á öndinni
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stað­ið á önd­inni

Sjón­varps­mað­ur fylg­ir önd með ung­ana sína yf­ir götu. All­ir fjöl­miðl­ar fjalla um mál­ið og þús­und­ir láta í ljós ánægju sína á Face­book. For­sæt­is­ráð­herra ávarp­ar mann­rétt­inda­ráð SÞ. Lít­ill dreng­ur frá Af­gan­ist­an fær tauga­áfall vegna hörku ís­lenskra yf­ir­valda sem nauð­beygð fresta því um ein­hverja daga að flytja dreng­inn, föð­ur hans og bróð­ur á göt­una í Grikklandi. Það er sum­ar á Ís­landi.
Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi
ViðtalBörn í leit að alþjóðlegri vernd

Flúðu grimmi­leg­ar árás­ir talib­ana: Fá ekki vernd á Ís­landi

Sjö manna fjöl­skyldu frá Af­gan­ist­an verð­ur vís­að úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar á næstu dög­um. Þeirra á með­al er stúlka sem var bar­in til óbóta af tali­bön­um þriggja ára göm­ul. Fjöl­skyld­an flúði of­sókn­ir og árás­ir talib­ana á síð­asta ári, en þeir réð­ust á fjöl­skyld­una þeg­ar fjöl­skyldufað­ir­inn, Mir Ahmad Ahma­di, neit­aði að ganga til liðs við þá. Mir missti tenn­ur í árás­inni og fimm ára son­ur hans hand­leggs­brotn­aði illa. Stúlk­an er í dag löm­uð öðr­um meg­in í and­lit­inu og á erfitt með að tjá sig, en hef­ur tek­ið ótrú­leg­um fram­förum eft­ir að hún kom til Ís­lands. Fjöl­skyld­unni hef­ur ver­ið gert að yf­ir­gefa eina land­ið þar sem þau hafa fund­ið til ör­ygg­is.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu