Í dag afhentu Sema Erla Serdar og Bryndís Schram fulltrúa innanríkisráðuneytisins lista með undirskriftum 3089 einstaklinga sem krefjast þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra stöðvi brottvísun Ahmadi-fjölskyldunnar frá Afganistan strax og að íslensk yfirvöld taki mál fjölskyldunnar fyrir og veiti þeim alþjóðlega vernd hér á landi sem fyrst.
„Að senda fjölskyldu í svona viðkvæmu ástandi á flótta á nýjan leik er eitthvað sem við sem manneskjur hreinlega gerum ekki auk þess sem slíkt er brot á öllum þeim gildum sem íslenskt samfélag stendur fyrir, um frið, frelsi, mannréttindi, mannúð og réttlæti fyrir allt fólk. Íslensk stjórnvöld verða að axla ábyrgð og veita fjölskyldunni skjól og vernd svo þau fái tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi og börnin eigi möguleika á framtíð,“ skrifar Sema á Facebook-síðu sína.
Athugasemdir