„Það reyndu allir að telja okkur ofan af því að flýja til Evrópu. Við værum með rígfullorðið fólk meðferðis og þrjú ung börn, þetta væri stórhættulegt ferðalag og að það væru engar líkur á að við myndum lifa flóttann af. En við vildum frekar deyja á ferðalagi í ókunnugu landi en fyrir hendi talibana, því þeir drepa með hrottafengnum hætti,“ segir Mir Ahmad Ahmadi, 29 ára Afgani, sem flúði heimaland sitt á síðasta ári í þeirri von að veita foreldrum sínum, eiginkonu og þremur ungum börnum öruggt líf á Íslandi.
Mir situr með hendur í skauti sér, í íþróttabuxum, skyrtu og á tánum í svörtum leðursófa í íbúð sinni í Breiðholtinu og segir sögu sína. Við hlið hans situr móðir hans, Zahra Ahmadi, sem situr hokin og horfir angistarfullum augum niður fyrir sig á meðan sonur hennar rekur síðustu tvö ár fjölskyldunnar fyrir blaðamanni, en þau hafa einkennst af gríðarlegum …
Athugasemdir