Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.

Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
Mótmælt víða um heim Starfsaðferðum norsku barnaverndarinnar hefur verið mótmælt víða um heim.

Sjö íslensk börn voru í fyrra tekin af foreldrum sínum í Noregi og þeim komið fyrir á fósturheimili. Aðeins níu þúsund Íslendingar búa í Noregi og er hlutfall þeirra barna sem norska barnaverndin tekur frá íslenskum foreldrum meira en tífalt hærra en á Íslandi.

Forræðissviptingar íslenskra foreldra í Noregi voru gerðar að undangengnum úrskurðum sem norska barnaverndin krafðist. Árið 2014 voru fjögur íslensk börn tekin af foreldrum sínum og komið fyrir á norskum fósturheimilum og er því um að ræða 11 börn á tveimur árum, samkvæmt tölum sem Stundin hefur fengið afhendar frá æðsta yfirmanni norsku barnaverndarinnar, Kristin U. Steinrem.

Á sama tímabili voru 35 börn sett í fóstur á Íslandi. Í Noregi búa rúmlega níu þúsund Íslendingar, en á Íslandi bjuggu á tímabilinu 325 til 332 þúsund manns. Þess ber að geta að fjölda barna á Íslandi er ekki skipt eftir þjóðerni í tölunum eins og í Noregi. Þrátt fyrir það er samanburðurinn sláandi. 11,5 sinnum líklegra er að íslenskt foreldri sé svipt forræði yfir barni sínu samkvæmt kröfu barnaverndar í Noregi en á Íslandi.

Ekkert formlegt samstarf

Stundin hefur á undanförnum vikum reynt að ná tali af norska ráðherranum Solveig Horne vegna norsku barnaverndarinnar og mál þeirra íslenska barna sem nú eru fyrir dómstólum en þau eru fleiri en eitt og fleiri en tvö. Illa hefur þó gengið að ná tali af Solveig Horne sem síðast baðst undan viðtali fyrir mánuði síðan. Þeim skilaboðum kom ráðherrann á framfæri við blaðamann Stundarinnar í gegnum ráðuneytisstjóra sinn. Sá sagði yfirmann norsku barnaverndastofunnar geta svarað umræddum spurningum. Sú heitir Kristin U. Steinrem og Stundinni hefur nú borist svör frá henni.

Þar kemur meðal annars fram að ekkert formlegt samstarf er á milli þessara frændþjóða, Íslands og Noregs, þegar það kemur að barnaverndarmálum. Ef norsk yfirvöld fá beiðni eða ósk frá Íslandi eða öðrum þjóðum er við kemur barnaverndarmálum þá hlýtur hún eðlilegan farveg, sé metin af norsku barnaverndinni og hún samþykkt eða hafnað í samhengi við norsk barnaverndarlög.

Örlög Eyjólfs?
Örlög Eyjólfs? Ekki er vitað hver örlög hins fimm ára gamla Eyjólfs verða en vonast er eftir því að hann fái að alast upp á Íslandi.

Leitað að heimili fyrir Eyjólf

Blaðamaður greindi Steinrem frá mótmælum og samstöðufundi sem var haldin fyrir framan Alþingi á dögunum vegna hins fimm ára gamla Eyjólfs. Stundin hefur á undanförnum mánuðum ítarlega fjallað um mál hans og var það kveikjan að fyrirspurninni til norskra yfirvalda. Enn er ekki vitað hvaða örlög bíða Eyjólfs en það síðasta sem aðstandendur hans fengu að heyra var að hann yrði ekki fluttur til Noregs. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur illa gengið að semja við Norðmenn um að fá að finna fósturheimili fyrir Eyjólf á Íslandi þar sem íslensk yfirvöld hafi ekki að verið aðilar að samningi sem var gerður í Haag árið 1966 og snýr að samvinnu landa í málum sem þessum. Steinrem minnist á það þegar spurt er um mál Eyjólfs.

„Við getum ekki tjáð okkur um einstök mál sem snerta börn þar sem við erum bundin trúnaði. En svona almennt þá gefur Haag-samningurinn aðildarríkjum grundvöll til samvinnu í barnaverndarmálum.  Þannig skapast tækifæri til þess að fóstra börn hjá öðrum aðildarríkjum. Ísland hefur ekki að fullu gengið að þessum Haag-samning frá árinu 1996. Ef Ísland myndi hins vegar gera það þá væru slík fósturúrræði möguleiki.“

18 börn á 7 árum

Svo því sé haldið til haga þá er ekki um að ræða sama Haag-samning og var dæmt eftir þegar forsjá norsku barnaverndarinnar var staðfest fyrir íslenskum dómstólum. Um er að ræða annan samning sem snýr sérstaklega að samvinnu aðildarríkja. Sá sem dæmt var eftir fyrir nokkrum vikum síðan snéri að brottnámi barna. Margir samningar eru undirritaðir í Haag og eru þeir flestir kallaðir Haag-samningar án þess þó að fjalla um það sama eða vera tengdir á einhvern hátt. Slíkt leiðir iðullega til misskilnings. Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu af hverju Ísland er ekki aðili að umræddum Haag-samning sem Steinrem minnist á.

En hversu mörg íslensk börn hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum og komið fyrir í fóstri í Noregi? 

„Frá árinu 2008 til 2015 hefur 18 íslenskum börnum verið komið fyrir í fóstri samkvæmt úrskurði. Árið 2015 voru það sjö og árið 2014 voru það fjögur. Samkvæmt reglum um trúnað og nafnleynd getum við ekki gefið þér upp nákvæma tölu fyrir hin árin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár